Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 15
þ.e. að byggja á fyrri vinnu og nýta
fléttumunstur í myndsmíð sem
byggist á fornri hefð. Með þessu
hef ég tekið stefnu og markmiðið
er að finna og þróa nýja möguleika
í prjóni sem vísar til gamalla
minna með því að nota hringprjón
og lopapeysuna.
Hef ég þegar þróað fléttumunst-
ur í nokkrar prjónaflíkur en hér
varð ofan á leikur með liti í
prjónuðu flötunum sem verða
innan fléttumunstursins og auka
þannig við fyrri útfærslu á verkum
mínum.
Litir mosa og grasa í íslensku
landslagi urðu kveikjan að hug-
myndinni að því hvernig ég gæti
unnið með fletina í fléttumunstr-
inu. Plöntur fléttast saman í sínu
náttúrulega umhverfi og nærast á
vætu í jarðvegi. Einkenni þessa
samlífs vildi ég tjá í prjóni, flæði
lita í mismunandi gróðri í gróð-
urþekju, umluktri vatni sem nærir
gróðurinn. Þessi hugmynd gaf
mér vissa nálgun í myndsmíðinni
til að velja flokk lita og leika með
þræði mismunandi lita á afmörk-
uðum fleti. Með því móti hef ég
frelsi en einnig ramma til að vinna
eftir. Fléttan verður því uppbygg-
ingin eða kerfið sem ég kýs að nota
sem ramma utan um hugmynd að
litaleik og vísun í náttúrufar.
Eg hef miðað að því í vinnu
minni að gefa mér stefnu eða þema
fyrir ákveðna flokka verka. Með
því móti bý ég mér til ramma og
innan hans sækist ég eftir leiðum
til nýsköpunar með nýjum aðferð-
um og áhrifum. Leikur minn í
þessum verkefnaflokki, Fléttu-
verk, er að tvinna saman listhefð
og að vinna kerfisbundið að því að
flétta saman hugmyndum og að-
ferðarfræði. Með þessari nálgun
leitast ég við að samhæfa áhuga-
svið mitt í heildstæðu myndformi
og áferð í flík sem einnig hæfir
líkamanum og hreyfingum hans.
■Pfpí
Ásdís Birgisdóttir
Hugur og hönd 1996 15