Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Síða 28

Hugur og hönd - 01.06.1996, Síða 28
Lítið teppi eða dúkur eftir Gróu Jakobsdóttur. Ef vel er að gáð sést að ekki er sami litur notaður til að ljúka við munstrið í tiglunum í miðlengjunni. tiglar til skiptis með jöfnu millibili. Lengjurnar eru saumaðar saman og prjónuð „takkablúnda" saum- uð utan með. Lengjan í miðjunni er með brúnleitum grunnlit en í hin- um tveimur er hann bleikur, blúndan er í sama lit og miðlengj- an. Grunnlitirnir eru álíka sterkir, bandið er dálítið mislitt og víxlast brúni liturinn og sá bleiki á stöku stað. I mynstrunum er einnig hér og hvar skipt um lit, líklega þar sem bandendinn hefur verið of stuttur, t.d. tekur ljóslillablár litur við af bleikum í öðrum tiglinum í miðlengjunni. Leikur að litum og formum Það sem gripirnir eftir Gróu Jak- obsdóttur í Heysholti og mörg prjónuð verk Bandaríkjamannsins Kaffe Fassetts eiga sameiginlegt, eru reglubundin mynstur með mörgum litum, litb’rigði innan mynsturflatar og að sótt er í gamla hefð til að skapa nýstárlega hluti. Þrátt fyrir frjálslega útfærslu er samt samræmi í heildarmyndinni og það er hún sem skiptir máli. Nýsköpun á gömlum grunni Við seinni tíma prjónafólk getum núna tekið okkur til og gert eftir- myndir af sessunni góðu eða tepp- inu en einnig væri hægt (og mun rismeira) að fylgja fordæmi Gróu frekar á þann veg að nota gömul verk sem innblástur í ný. Þeir sem ekki treysta sér til að prjóna fyrstu rósina án uppskriftar geta stuðst við leiðbeiningar Margrétar Jakobs- dóttur, í tímaritinu Hugur og hönd frá 1968. Vegna þess að ekki þarf að fitja upp nema 32-34 lykkjur er auðvelt að byrja og hagræða síðan hlutföllunum eftir þörfum. Nokkrir bandhnyklar og tveir prjónar taka lítið pláss í töskunni og hægt að taka það með sér hvert sem er. Hvernig væri til dæmis að byrja á barnateppi úr litlum rósaferningum og einlitum lengjum með garða- prjóni eða gera peysu úr rósalengj- um og hafa tungukant að neðan og framan á ermunum? Möguleikarnir eru óteljandi og það þarf ekki ann- að en að grípa einhverja hugmynd- ina og hefjast handa. Þórdís Kristleifsdóttir Heimildir og hliðsjónarrit: Elsa E. Guðjónsson. „Um prjón á íslandi." Hugur og hönd, 1985, bls 8-12. Fassett, Kaffe. 1985. Glorious Knitting. Ebury Press Ltd. London. Fassett, Kaffe. 1993. Kaffe's Classics. Ebury Press Ltd. London. Fassett, Kaffe. Kennsluþættir á myndböndum. London. Halldóra Bjarnadóttir. 1928. „Skýringar við myndir." Hlín, 12. árg. bls. 157. Halldóra Bjarnadóttir. 1966. Vefnaður. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Rvk. Margrét Jakobsdóttir. „Rósaleppar." Hugur og hönd, 1968, bls 22. Pagoldh, Susanne. 1987. Stickat Frán Norden. Anfang Förlag Ab. Sth. Phillips, Mary Walker. 1973. Kreativ strikning. Host og Sons Forlag. Kph. Sara Bertha Þorsteinsdóttir og Valgerður Kristín Sigurðardóttir. „Prjón." Hugur og hönd , 1984, bls. 10-13. Sigríður Halldórsdóttir, vefnaðarkennari. Samtal. Snidare, Uuve. 1986. Fiskertrojer og andre klassiske trojer. Forlaget Sesam AS. Kph. Thomas, Mary. 1938, endurútg. 1985. Mary Thomas's Knitting Book. Hodder and Stoughton. London. Þórður Tómasson safnvörður, Byggðasafninu í Skógum. Samtal. 28 Hugur og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.