Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 39

Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 39
Mynd 7. Tilraun til greiningar á bindimunstri 22. sýnishorns, callemangi. Þegar binding eða vefnaðargerð er greind á þennan hátt, er venja að rekja þræði úr sýnishornum til að sjá hvernig þeir liggja yfir og undir aðra. I þessu tilviki var auðvitað ekki unnt að nota þá aðferð, en greiningin gerð með því að rýna í pjötluna gegnum stækkunargler, sem getur verið vafasöm, ekki síst ef tekið er tillit til þess hve þræðirnir eru fínir og þéttléiki þeirra mikill (22 þr./cm). Villur gætu því leynst í bindimunstrinu. Klæðagerðin var æði margbrot- in og vandasöm. Þetta voru ullar- voðir mjög mismunandi að gæð- um, fór gerðin aðallega eftir því hvort vefjarefnið (ullin) var fínt eða gróft. Þegar voðin kom úr vefstólnum var hún þæfð í þófara- myllum og varð við það þykk, mjúk ef ullin var fíngerð, og hlý og stundum vatnsheld. Við þófið áttu voðirnar að skreppa saman um V3 til V2 á breiddina og um '/3 á lengdina (Brooks. 1743: 8. Kjell- berg. 1943: 721). Síðan voru þær litaðar, ýfðar, lóskornar og press- aðar. Til þess að ná sem bestum ár- angri við þessar aðgerðir, einkum þófið og ýfinguna, var bandið í vefnaðinn loðbandsspunnið úr stutthærðri ull. Til þess að fá loðna og líklega fremur snúðlina uppi- stöðuna sterkari var hún undin upp úr límbaði (Kjellberg. 1943: 382). ívaf í klæðavefnað þurfti að vera mjúkt og snúðlint og var þess vegna oft spunnið á svokallaða skotrokka, en í þeim var auðvelt að ráða við snúðinn. Halasnæld- ur munu einnig hafa verið notaðar. Meginmunurinn á klæðagerð og taugerð var sá að í klæðagerðinni var spunnið loðband og voðirnar ofnar úr því, en í taugerðinni var notuð langhærð ull, kambgarns- spunnin, og voru tauin alls ekki eða stundum lítið eitt þæfð. Þau voru því yfirleitt mun þynnri og léttari en klæði og fengu oft eftirmeð- höndlun (appreteringu, kalander- ingu) sem gerði þau slétt og gljá- andi áferðar (Kjellberg. 1943: 415 og 422). Annar reginmunur var á fram- leiðslu og búnaði þessara vefsmiðja. Klæði, frágengin, skyldu vera 2 V4 - 2 V2 álnar breið (141-157 cm. Reiknað er með að alin hafi verið 62,7 cm, þ.e. dönsk alin eða Sjálandsalin. Kvartil var V4úr alin, eða 15,7 cm) Tilþessað ná þessari breidd eftir þóf, munu klæðin hafa verið a.m.k. 3 álnir ofnar (188 cm). í klæðavefsmiðj- unum hafa vefstólar því verið gríðarstórir og viðamiklir, enda munu tveir vefarar jafnan hafa ofið saman í klæðavefstólum (Kjellberg. 1943: 379 og 388). Voð- ir úr tauvefsmiðjum voru flestar öðru hvorum megin við eina alin á breidd, enda nefndi Skúli Magnús- son þær mjóvefjarsmiðjur (S. M. 1785:159). E.t.v. hafa vefstólarnir í taugerðinni ekki verið nema um 5 kvartila breiðir (1 V4 alin), eða svipaðir og flestir íslenskir vefstól- ar, þá farið var að smíða þá, líklega í lok 18. og byrjun 19. aldar. Vafa- lítið hafa þeir íslensku að ein- hverju leyti haft vefstóla Innrétt- inganna að fyrirmynd. Islenskir vefstólar, oftast heimasmíðaðir, voru notaðir við heimilisiðnað landsmanna fram á þessa öld. Sýnishornin 27 úr „Grindawykur krambud" A sýnishornaörkinni (mynd 1.) er sýnishornunum skipað í tvær lóð- réttar raðir. Vinstra megin eru þau 13 talsins, hægra megin eru 14 í röðinni. Fyrst verður lýst sýnis- hornum í vinstri röð. Efst eru 2 sýnishorn merkt Pack Lachen sem er ein tegund klæða- voða. 1. fagurrautt, 2. blátt. Sýnishornin eru mikið þæfð, svo að vendin verður ekki greind með vissu en áferðin gæti bent til einskeftubindingar, sjá 5. mynd. Sú rauða er heldur þynnri og lipr- ari. I sárinu má sjá að vefjarefnið er mjög smátt. Næst koma 4 sýnishorn merkt Pyck Lachen, sem er önnur teg- und klæðavoða. 3. fagurrautt, 4. blátt, 5. grænt, 6. svart. Þessi sýnishorn eru þykkari og líklega úr grófara vefjarefni en Pach Lachen-prufurnar. Þær eru mikið þæfðar en áferðin gæti þó einnig hér bent til einskeftu. Næstu 4 sýnishorn sýna þriðju tegund klæðavoða, merkt Smal Twiffel. 7. dökkrautt, 8. blátt, 9. grænt, 10. svart. Rauða sýnishornið er ekki mik- ið þæft og má greina í því gróft Hugur og hönd 1996 39

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.