Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1996, Qupperneq 46

Hugur og hönd - 01.06.1996, Qupperneq 46
„Á fjórða og fimmta áratugnum ferðaðist ég víða um norskar byggðir og leitaði uppi fólkið sem kunni forn vinnubrögð og hverf- andi handverk. Mér fannst ég verða að sjá fólkið að störfum og reyna að lýsa því sem fram fór á skilmerkilegan hátt. Helst hefði ég viljað kvikmynda allt sem ég sá í þessum ferðum, það er eina leiðin til að varðveita vitneskjuna og geta sýnt öðrum handbragðið. Ég naut góðs af samstarfi við stofnun í Noregi sem heitir Statens Filmcentral. Þar var verið að safna efni í þætti sem hétu Fornir at- vinnuhættir og þar fékk ég aðstoð við að taka upp nokkuð af myndefni. Þegar ég fór að kynna mér gamla kljásteinavefstaðinn fannst mér áríðandi að hafa kvikmynda- tökumann með mér á ferðalögum mínum. Ég hafði grun urn að það væri hver að verða síðastur að sjá vant handverksfólk vinna við slík- an vefnað. Þá fékk ég leyfi for- stjóra Þjóðminjasafnsins til að fá myndatökumann safnsins í lið með mér. Við fórum þrjú saman norður til Troms í Norður-Noregi og fengum gamla konu til að sýna okkur uppsetningu og vefnað í gamla vefstaðnum. Hún vann verkið eins og gert hafði verið á hennar tíð. Þetta var lóðrétti vefstaðurinn, sem hér á landi er kallaður gamli íslenski vefstaðurinn til aðgrein- ingar frá dönskum láréttum vefstólum sem síðar fluttust til landsins. Hann hefur verið notað- ur víðs vegar í Evrópu. Til eru myndir á grískum vösum frá sjöttu öld fyrir Krist sem sýna fólk að störfum við slíkan vefstað. Það eru líklega elstu myndir af vefstaðn- um sem til eru. En kljásteinar hafa varðveist og fundist víða. í okkar heimshluta voru þeir gerðir úr klé- bergi eða fjörugrjóti, en í Miðjarð- arhafslöndunum voru þeir gerðir úr brenndum leir. Bæði í Dan- mörku og Englandi hafa verið grafnar upp rústir húsa sem höfðu verið brennd og þar höfðu kljá- steinarnir úr vefstaðnum fallið niður þar sem vefurinn stóð. Hin- um megin Miðjarðarhafsins voru annars konar vefstaðir. Þar var Marta Hoffmann. annars konar veðurfar og fólkið gat setið úti við með vefstaðina, þar voru þeir láréttir. Það var ákaflega skemmtilegt að fá að sjá fólk við vinnu sem kunni þessi gömlu vinnubrögð og í raun ómetanlegt fyrir rannsóknir mínar, því það var engan veginn hægt að gera sér öll smáatriði í hugarlund eða kynna sér þau eftir skráðum heimildum. Þessi vef- staður er svo gerólíkur þeim sem síðar kom. Myndin sem við tók- um upp í Troms forðum, líklega um 1970, er geymd í Þjóðminja- safninu í Osló. Við eigum líka aðra mynd, sem tekin var í Vestur-Nor- egi á sjötta áratugnum. Þar voru tvær mæðgur að störfum, og það var í fyrsta sinn sem ég fann vef- stað sem þá var enn í stöðugri notkun þeirra sem áttu hann. Þá hafði ég ferðast um í líklega ein tvö ár í héruðunum þaðan sem vefstaðir Þjóðminjasafnsins voru. Þar voru til tveir stólar frá Vestur- Noregi og á ferðum mínum þar hitti ég gamlar konur sem höfðu heyrt mæður sínar tala um gömlu vefstaðina og notað þá. Síðan hafði komið maður í héraðið sem ferðaðist um og keypti gamla hluti. Hann hafði keypt þessa vef- staði. Eitt haust hlýddi ég á fyrir- lestur í vefnaðarskóla þar sem ég var prófdómari. Þar skyldu nem- endurnir halda fyrirlestra um sögulega þætti vefnaðar. Þar sagði einn nemandinn frá konu sem hafði hjálpað tengdamóður sinni að vefa í þessum gamla vefstað. Ég varð mér úti um heimilisfang hennar og skrifaði henni. Hún var áhugasöm um þessi efni líkt og ég, en hún sagðist ekki kunna til verka, því að tengdamóðirin hafði stjórnað verkinu. Hún vissi hins vegar um stað þar sem enn var ofið á slíkan vefstað. Það var á eyju sunnan við Bergen, á ákaf- lega afskekktum sveitabæ. Þar bjuggu mæðgur tvær sem notuðu enn gamla vefstaðinn til að vefa krossofnar rúmábreiður. Dóttirin átti nýrri vefstól sem hún notaði til að vefa fínni voðir. Ég fékk leyfi til að heimsækja þær ásamt heim- ildakonu minni. Ég hafði lesið um grísku kon- urnar í kviðum Hómers, sem settu upp slíkan vef, Penelópu til dæm- is. Hún óf á daginn og rakti upp á nóttunni til að halda biðlunum frá. Odysseifur var horfinn og hún vildi engan annan mann. Allt þetta kom upp í hugann þegar ég horfði á konurnar bera inn vef- staðinn í hlutum og kljásteinana og vinna við vefinn. Vetrarkvöldið var dimmt, það rigndi og ekki var neitt rafmagn á bænum. Þessi upplifun varð mér áhrifarík og ó- gleymanleg. Þetta var árið 1955. Ári síðar fékk ég leyfi til að koma aftur og hafði þá með mér mann sem tók kvikmynd af verkinu, hverju smá- atriði. Þá var maður frá Minja- safninu í Bergen með mér og fékk hann einnig að mynda konurnar við vinnu sína. Við bjuggum þá á þessum afskekkta bæ. Ég þurfti að taka með mér efni í uppistöðu (varp) og þær mæðgur sögðu mér að bómullargarn væri ekki not- hæft, svo að ég keypti línþráð. Þær sýndu okkur þarna hvernig þær settu upp vefinn og gerðu skil. Kljásteinarnir voru fjöru- steinar og eldri konan vó þá hvern um sig á reislu til að hafa jafnvægi í vefnum. Reglan var sú að binda svo og svo marga varpþræði í mörk, þ.e. 250 g stein. Þessi vef- staður var talsvert hár, það var al- gengt í Noregi. Það var hátt til lofts í norskum húsum og hlein- arnar, hliðartrén, voru um og yfir tveggja metra háar. Því þurftu konurnar að standa uppi á bekkn- um sem þær notuðu til að rekja á 46 Hngur og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.