Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 55

Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 55
Sú hugmynd hafði oft verið rædd í Heimilisiðnaðarfélag- inu að nota Hornstofuna til þess að kynna listhandverksfólk og verk þess. Sumarið 1995 var svo haf- ist handa. Guðrún G. Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sýndu í Horn- stofunni í vikutíma í júlí. Voru þau mjög ánægð með útkomuna, all- margir komu og heimsóttu þau, jafnt íslendingar sem erlendir ferða- menn. Sigríður Oskarsdóttir glerl- istakona sýndi síðar um sumarið í Hornstofunni og var hún sömuleiðis ánægð með staðinn; þarna gat hún unnið að list sinni og sýnt vörur sín- ar um leið. Skapaðist þarna ágætt andrúmsloft, fólk gat setið yfir kaffi- bolla og virt fyrir sér fólk að störf- um, spjallað og skoðað muni þess. Þótti okkur því vert að reyna að Guðrún Einarsdóttir og Oddný Krist- jánsdóttir prúðbúnar á þjóðbúninga- kynningu í Hornstofu í ágúst sl. halda áfram með þetta verkefni. Það varð að ráði að Heimilisiðnað- arfélagið fékk Handverk, reynslu- verkefni, til liðs við sig og sóttu þessir aðilar í sameiningu um styrk frá Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar. Styrkurinn fékkst og með þessu móti var hægt að halda starfseminni áfram til á- gústloka á þessu ári. Sýningar hófust í október í tengslum við sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fólki sem tók þátt í þeirri sýningu gafst færi á að sýna og selja handverk í Hornstofunni. Mjög góð aðsókn var helgina sem sýningin stóð og hátt í 300 manns skráðu sig í gestabók. Fyrstu helgi í desember fékk Fé- lag trérennismiða afnot af stofunni og sýndi þar trémuni við góða að- sókn. Eftir áramót var að jafnaði ein sýning í mánuði í Hornstofunni og aðsóknin með ágætum. Nú í sumar hefur verið talsvert um að vera á Laufásveginum og hver sýningin rekið aðra. Er greinilegt að þessi að- staða til kynningar og sýningahalds mælist vel fyrir og vekur talsverða athygli áhugafólks um handverk. Vonir standa til að framhald verði á þessari starfsemi, en ekki er enn ljóst með hvaða hætti það verður. Helga Melsteð Myndir: Gréta Pálsdóttir Leir eftir Önnu Siggu og damaskdúkur eftir Höddu. Hugur og hönd 1996 55

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.