Gríma - 01.09.1933, Page 22

Gríma - 01.09.1933, Page 22
20 FRÁ SÉRA ÞORSTEINI OG SÉRA STEFÁNI inum og reka hann inn aftur. Þetta er hart aðgöngu, en það verður svo að vera«. Þorði fóstran ekki ann- að en hlýða boði prests. Geta má nærri, hvernig drengnum hafi orðið við þetta, en aldrei gekk hann í svefni framar. Þessi sögn er höfð eftir nánustu afkomendum séra Þorsteins. Allir synir séra Þorsteins voru gáfumenn mikíir. — Stefán útskrifaðist úr Hólaskóla 1798, vígöist að Skeggjastöðum á Langanesströndum 1805 og var þar prestur í tíu ár. Þá fékk hann Vallabrauð í Svarfaðardal og þjónaði því í 31 ár. Hann þótti nokkuð undarlegur í háttum og hneigður til dulvísi eins og faðir hans; nærgætur var hann í mörgu. Stundaði hann ýmis vísindi, en ekki er annað til af hans hendi en rit það, er hann nefndi »Excerp- ta«; er það í mörgum bindum og á bókmenntafé- lagið nokkur þeirra, en sum eru að líkindum glötuð. Svo bar við eitt sinn á áliðnum vetri, að fátækur nágranni séra Stefáns komst í heyþrot. f nauðum sínum fór hann að næturlagi með poka sinn inn í fjóstóft á Völlum og tróð hann fullan af töðu, en þegar hann fór að bisa við að koma honum út, voru tóftardyrnar of þröngar, enda var pokinn stór og fyrirferðarmikill. Rétt í þeim svifum kom séra Stefán í tóftardyrnar og mælti: »Eg skal nú hjálpa þér, Jón minn«. Tók hann fast í pokann og dró hann út. Síðan mælti hann: »Farðu nú með pokann, Jón minn, en komdu aldrei með hann aftur si-svona«. Var sagt að prestur gæfi honum í pokann síðar. Einhverju sinni komu húskarlar prests til hans og sögðu honum, að horfið hefði allmikill trjáviðar- raftur frá fjárhústóft og fyndu þeír hann hvergi. Prestur mælti: »Leitið ekki fyrst«. Skömmu síðar

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.