Gríma - 01.09.1933, Page 51

Gríma - 01.09.1933, Page 51
HULDUKONAN I GRÁSTEINI 49 ið trú manna, að í þeim steini byggi huldufóik, og hefur þess orðið vart allt fram á vora daga. — Bærinn á Ytri-Tjörnum stendur spölkorn norðan við steininn. Svo bar við fyrir langa löngu snemma vors, að húsfreyjan á Ytri-Tjörnum vaknaði við það um miðja nótt, að kallað var til hennar með nafni. Reis hún upp í rúminu, leit út í gluggann og sá þar andlit ókunnugrar konu; var kona þessi raunaleg á svip og mælti fram þetta erindi með klökkum rómi: »Nágrannakona, nriðla mér mjólk, ef þess nokkur kostur er, berst eg í basli þungu; mín eru brjóstin blóðsogin, blessaður grætur sonurinn; líkna því lífi ungu. Sárt er hér leikið ljúflingsfólk, legðu við Grástein ask af mjólk; svalar hún sveinsins tungu. Þá skal þér gefast bót í bú, brátt muntu eignast gráa kú, snotra og snilldargóða. — Má eg ei tefja meira um sinn, mál er að vitja’ um drenginn minn; farinn er hann að hljóða«. Heyrðist húsfreyju hún greina barnsgrát álengd- ar, og um leið hvarf huldukonan af glugganum. Hafði bóndi ekki vaknað við þetta, en húsfreyja hallaði sér út af aftur. Morguninn eftir fór húsfreyja með mjólkurask suður að Grásteini og skildi hann þar eftir. Um kvöldið vitjaði hún asksins aftur, og var harm þá tómur. — Allt sumarið og fram á haust fór hús- Qrima IX. 4

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.