Gríma - 01.09.1933, Side 52

Gríma - 01.09.1933, Side 52
Sö HULDUKONAN í GRÁSTEINÍ freyja í bæði mál með mjólk suður að steininum; lét hún engan vita um þær ferðir sínar. En einn moi'gun hafði mjólkin ekki verið hirt, og hætti hún þá mjólkurgjöfunum. Þetta sama haust bar ein kýrin á Ytri-Tjömum sægráum kvígukálfi, sem var ákaflega fallegur. Var kálfurinn látinn lifa, dafnaði vel og varð afbragðs mjólkurkýr. Átti kýr þessi marga kálfa, sem látnir voru lifa og er sagt, að út af henni séu komnar allar beztu mjólkurkýrnar í Eyjafirði. 20. Huldukonnr ( Grásteini. (Eftir handriti Jóhannesar Arnar Jónssonar 1916). Það mun hafa verið nálægt 1850, að saga þessi gerðist. Einn dag að vetrarlagi í norðanhríð var bóndinn á Kimbastöðum í Borgarsveit á leið heim til sín utan af Reykjaströnd. Hann var röskleikamaður og harðger. Þegar hann kom á melana fyrir ofan Sauðá, sá hann stúlku ganga á undan sér suður göturnar. Herti hann þá gönguna og ætlaði að hafa tal af henni, en það tókst eigi, því að hún var drjúgstíg. Gengu þau þannig af kappi um stund, og dró þó heldur saman. Þegar þau voru komin í nánd við Grástein, sem er einstakur klettur skammt fyrir utan Brennigerði, var bóndi nærri því búinn að ná stúlkunni. Sá hann þá að hún hvarf inn ura dyr í klettinum, sem opnazt höfðu í bili, en lukust jafnskjótt aftur. Reiddist þá bóndi, rak broddstaf

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.