Gríma - 01.09.1933, Page 73

Gríma - 01.09.1933, Page 73
SAGAN AF NÆFRAKOLLU 71 Dreymdi hana þá, að móðir hennar kæmi til henn- ar; var hún döpur í bragði og mælti: »Nú er ekki til setunnar boðið. Jafnskjótt sem faðir þinn er genginn til skógar í fyrra'málið, skaltu bregða við skjótt og taka kistilinn; skal eg sjá svo um, að hann verði ólæstur, svo að þú náir klæðinu fyrir- hafnarlaust; skaltu breiða úr því á hlaðinu, raða á það þeim dýrgripum, sem þér þykir mest til koma, stíga síðan sjálf á klæðið og lesa þulur þær, sem þú nú hefur lært fyrir mátt steinsins. Mun þá klæðið svífa með þig þangað, sem þú óskar þér«. Að svo mæltu hvarf draumsvipurinn, en Helga vaknaði. Var þá kominn morgunn og faðir hennar allur á burtu. Klæddist hún sínum bezta búningi, tíndi saman alla dýra gripi og gersemar og raðaði þeim á klæðið. Þegar hún var búin til brottfarar, fór hún að hugsa um, hvort hún ætti nokkuð eftir ógert. Datt henni þá í hug, að ekki mætti hún skilja eftir lík móður sinnar ójarðað, en af því að til þess var þá enginn tími, tók hún Iíkið og lagði það á klæðið hjá sér. Síðan tók hún steininn í lófa sér, þuldi töfraþulurnar eftir rúnunum, sem á klæðinu stóðu og leið þá klæðið þegar í loft upp. Sá hún þá, að faðir hennar kom hlaupandi og var ærið spora- drjúgur. Kastaði hún kveðju á hann um leið og hún hvarf fyrir skógarröndina, en hann stóð eftir og steytti hnefana bölvandi. Hélt Helga óskastein- inum í lófa sér og sveif óðfluga yfir fjöll og firn- indi, hauður og höf. Að lokum bar hana yfir skógi vaxið land með mörgum fögrum stöðuvötnum. Sótti hana þá allt í einu svo ákafur þorsti, að hún hafði ekkert viðþol og varð að lenda á einum vatnsbakk- anum; steig hún af klæðinu, lagðist niður við vatns-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.