Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 73

Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 73
SAGAN AF NÆFRAKOLLU 71 Dreymdi hana þá, að móðir hennar kæmi til henn- ar; var hún döpur í bragði og mælti: »Nú er ekki til setunnar boðið. Jafnskjótt sem faðir þinn er genginn til skógar í fyrra'málið, skaltu bregða við skjótt og taka kistilinn; skal eg sjá svo um, að hann verði ólæstur, svo að þú náir klæðinu fyrir- hafnarlaust; skaltu breiða úr því á hlaðinu, raða á það þeim dýrgripum, sem þér þykir mest til koma, stíga síðan sjálf á klæðið og lesa þulur þær, sem þú nú hefur lært fyrir mátt steinsins. Mun þá klæðið svífa með þig þangað, sem þú óskar þér«. Að svo mæltu hvarf draumsvipurinn, en Helga vaknaði. Var þá kominn morgunn og faðir hennar allur á burtu. Klæddist hún sínum bezta búningi, tíndi saman alla dýra gripi og gersemar og raðaði þeim á klæðið. Þegar hún var búin til brottfarar, fór hún að hugsa um, hvort hún ætti nokkuð eftir ógert. Datt henni þá í hug, að ekki mætti hún skilja eftir lík móður sinnar ójarðað, en af því að til þess var þá enginn tími, tók hún Iíkið og lagði það á klæðið hjá sér. Síðan tók hún steininn í lófa sér, þuldi töfraþulurnar eftir rúnunum, sem á klæðinu stóðu og leið þá klæðið þegar í loft upp. Sá hún þá, að faðir hennar kom hlaupandi og var ærið spora- drjúgur. Kastaði hún kveðju á hann um leið og hún hvarf fyrir skógarröndina, en hann stóð eftir og steytti hnefana bölvandi. Hélt Helga óskastein- inum í lófa sér og sveif óðfluga yfir fjöll og firn- indi, hauður og höf. Að lokum bar hana yfir skógi vaxið land með mörgum fögrum stöðuvötnum. Sótti hana þá allt í einu svo ákafur þorsti, að hún hafði ekkert viðþol og varð að lenda á einum vatnsbakk- anum; steig hún af klæðinu, lagðist niður við vatns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.