Gríma - 01.09.1933, Page 75

Gríma - 01.09.1933, Page 75
SAGAN AP NÆFRAKOLLU 73 um tárum og setti krossmark á leiðið. Síðan steig hún aftur á klæðið og lét það svífa með sig, þang- að til hún sá fyrir sér fjölbyggt land og skrautlega borg. Ásetti hún sér að lenda við borg þessa; kunni hún ekki við að koma þar niður á torg eða gatna- mót, heldur lét hún klæðið síga á jörð niður í skóg- arjaðri þar skammt frá. Helga var svo búin, að hún var klædd dýrindiskyrtli, sem alsettur var gim- steinum og prýðilegum gullsaumi. Þótti henni, sem von var, búningur sá ekki hæfa ferðakonu; fór hún úr honum og klæddist öðrum einfaldari; þakti hún hann næfrum úr skóginum, einkum höfuðbúnað sinn. Tók hún svo saman dót sitt, batt það í böggul og gekk þannig búin heim að fátæklegu koti í út- jaðri borgarinnar. Drap hún á dyr og kom út ung og lagleg stúlka; hún spurði Helgu að heiti. »Eg heiti Næfrakolla«, svaraði hún; »er eg hér alls ó- kunnug og orðin mjög þreytt eftir langt ferðalag«. Stúlkan kvað henni gistingu heimila, »og mundir þú sjálfsagt fá að vera hér lengur en í nótt, sér- staklega ef þú ert vel að þér í saumaskap«. »Lítið fer nú fyrir kunnáttunnk, svaraði Næfrakolla, »cn þó mundi eg hætta til þess, ef eg fengi þá fremur að hvíla mig hér um tíma«. »Já«, sagði stúlkan, »hér stendur nú ekki svo lítið til; allar ungar meyj- ar í borginni eru að keppast við að sauma, svo að þær geti náð í kóngssoninn«. »Hvernig stendur á því?« spurði Næfrakolla. »Mér þykir þú vera furð- anlega ófróð um öll þau ósköp, sem hér hafa geng- ið á síðustu dagana«, sagði stúlkan. »Kóngssonur- inn lét þau boð út ganga, að hann skyldi eiga þá stúlku, sem bezt kynni að sauma, hvort sem hún væri úr koti karks eða kóngs sölum. Við erum hér

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.