Bændablaðið - 28.02.2019, Side 1
4. tölublað 2019 ▯ Fimmtudagur 28. febrúar ▯ Blað nr. 533 ▯ 25. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Grafalvarleg staða vegna aukinnar útbreiðslu ofurbaktería:
„Því miður eru sýklalyfin
að hætta að virka“
– segir Lance Price, prófessor við George Washington-háskóla
Á fundi um lýðheilsu og matvæli
sem haldinn var í Súlnasal Hótel
Sögu þann 21. febrúar kom
fram að nýgengi smits af völdum
ofurbaktería vegna ofnotkunar
sýklalyfja víða um heim fer hratt
vaxandi. Því fylgir ört hækkandi
dánartíðni.
Lance Price, prófessor við
George Washington-háskóla
í Bandaríkjunum, og Karl G.
Kristinsson, prófessor við Háskóla
Íslands, fluttu þar erindi og sögðu
stöðuna á Íslandi einstaka á
heimsvísu. Því væri afar mikilvægt
að verja þá stöðu með öllum tiltækum
ráðum.
Fundur í skugga lagafrumvarps
Fundurinn, sem haldinn var að
frumkvæði Framsóknarflokksins, var
á sama tíma og landbúnaðarráðherra
var að hefja kynnningu á frumvarpi til
laga um innflutning á fersku ófrosnu
kjöti og eggjum. Frumvarpið tekur til
breytinga á lögum um dýrasjúkdóma,
lögum um matvæli og lögum um
eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Með þessu frumvarpi er ríkisvaldið
að mæta niðurstöðum EFTA-
dómstóls og Hæstaréttar Íslands
um að Íslendingum sé óheimilt
vegna aðildar að EES að beita
viðskiptahindrunum við innflutning
á matvælum, m.a. með því að hafa
frystiskyldu á fersku kjöti.
Lance Price og Karl bentu á að
staðan væri jafnvel enn alvarlegri á
heimsvísu en ella þar sem æ fleiri
gerðir af sýklalyfjum væru að
verða óvirk vegna stöðugt öflugri
ofurbaktería. Sagði Price að mikið
andvaraleysi ríkti um þessa stöðu í
heiminum. Af og til kæmi í fréttum
frásagnir af nýjum ofurbakteríum, en
þær fréttir hyrfu fljótt og svo virtist
sem fólk héldi að þar með væri búið
að kippa málum í liðinn og allt væri
orðið eðlilegt á ný. Veruleikinn væri
allt annar. Ofurbakteríurnar væru bara
ekkert á förum og ástandið sé stöðugt
að versna. Þá sjái lyfjafyrirtækin ekki
heldur næga gróðavon í að setja af
stað kostnaðarsama þróunarvinnu við
hönnun nýrra og öflugri sýklalyfja.
Þess vegna eru engin ný slík lyf að
koma á markaðinn.
Sýklalyfin að hætta að virka
„Því miður eru sýklalyfin að hætta
að virka og við að verða uppiskroppa
með úrræði. Það er heldur ekki verið
að framleiða nein ný lyf sem duga.
Við stefnum því inn í stöðu eins og
var fyrir tíma sýklalyfjanna.
Við erum að fara inn í tíma þar
sem við getum ekki lengur læknað
jafnvel algengustu sýkingar eins og
í þvagblöðru með hefðbundnum
sýklalyfjum. Nú eru komnar
bakteríur sem hafa þol gegn þessum
lyfjum. Þegar ekki er hægt að stöðva
sýkinguna og drepa bakteríuna í
þvagblöðrunni, þá fer hún upp í
nýrun og þaðan út í blóðið og drepur
viðkomandi.“
Sagði hann stöðuna í
þessum efnum hafa gjörbreyst á
undanförnum tíu árum. Eftir því
sem sýkingarnar yrðu erfiðari, þá
yrði stöðugt kostnaðarsamara fyrir
heilbrigðiskerfið að meðhöndla
sjúklingana og það leiddi til fleiri
dauðsfalla. Þess vegna sé afar mikils
virði ef hægt sé að koma í veg fyrir
að þetta ástand skapist og þar séu
Íslendingar enn í einstakri stöðu á
heimsvísu.
„Nú er áætlað að 100 þúsund
Bandaríkjamenn deyi árlega vegna
smits frá lyfjaónæmum bakteríum,“
sagði dr. Lance Price.
– Sjá viðtal við Lance Price á bls.
24 og umfjöllun á bls. 28–29 /HKr.
Um 250 manns mættu á opinn fund Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi miðvikudagskvöldið 25. febrúar þar sem ráðherra
kynnti frumvarp sitt um innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Mjög skiptar skoðanir voru um málefnið á fundinum þótt ráðherra hafi ekki verið „jarðaður“ á fundinum eins og sumir töldu
jafnvel að myndi gerast fyrir fundinn. Í upphafi fundar var ráðherra færð áskorun formanna 42 félagasamtaka bænda til ríkisstjórnar Íslands þar sem fram kemur að bændur leggist alfarið gegn
frumvarpi ráðherra sem felur í sér heimild til þess að flytja inn hrátt ófrosið kjöt og fersk egg. – Sjá nánar um fundinn á bls. 4. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bændasamtök Íslands:
Sindri Sigurgeirsson
lætur af formennsku
Sindri Sigur geirs son,
sem verið hefur for
maður Bænda sam taka
Íslands frá 2013, hefur
óskað eftir því að stíga
til hliðar. Hann tekur
við nýju starfi í apríl
sem svæðis stjóri Arion
banka á Vesturlandi með
aðsetur í Borgarnesi. Í
ljósi þeirra breytinga
lætur hann af öllum
trúnaðarstörfum fyrir
samtök bænda.
„Um þessar mundir
er ég búinn að starfa að
félagsmálum bænda í um
tuttugu ár. Þetta hefur
verið lærdómsríkur tími
og gríðarmiklar breytingar
orðið. Þau sex ár sem
ég hef verið formaður
B æ n d a s a m t a k a n n a
hafa verið annasöm og
krefjandi en umfram allt
skemmtilegur tími. Oft
hefur blásið hressilega á móti í
umræðu um landbúnaðarmál en
alltaf er jafn ánægjulegt að sjá
hvað velvild almennings er mikil
gagnvart íslenskum bændum. Á
þessum tíma hef ég kynnst mörgu
fólki úr öllum greinum samfélagsins,
með mismunandi skoðanir á
öllu því sem tengist landbúnaði.
Öllu þessu fólki vil ég þakka gott
samstarf og hressileg skoðanaskipti.
Samstarfsfólki mínu og fram varða-
sveit land búnaðar ins þakka
ég kærlega fyrir frábært
samstarf,“ segir Sindri
Sigurgeirsson.
Við for manns em bætt-
inu tekur þann 1. mars
nú ver andi vara for maður
sam takanna, Guðrún
Sigríður Tryggvadóttir,
bóndi í Svartár koti í
Bárðardal í S-Þingeyjar-
sýslu. Guðrún er
menntaður kennari en rekur
sauðfjárbú í Svartárkoti
með systur sinni og
fjölskyldum þeirra. Þar er
einnig rekið menningar-
og fræðslusetur auk
ferðaþjónustu í Kiðagili í
sömu sveit.
Guðrún er fyrsta konan
til að gegna formennsku í
heildarsamtökum bænda á
Íslandi, allt frá því að þau
fyrstu voru stofnuð undir
nafninu „Suðuramtsins
húss- og bústjórnarfélag“ árið 1837.
Bændasamtök Íslands voru stofnuð í
núverandi mynd árið 1995.
Við þessar breytingar
verður einnig breyting á stjórn
Bændasamtakanna. Guðrún
Lárusdóttir, bóndi í Keldudal í
Hegranesi í Skagafirði, sem er
fyrsti varamaður í stjórn, tekur sæti
í aðalstjórn frá 1. mars. Guðrún
Lárusdóttir er einnig formaður
Búnaðarsambands Skagfirðinga.
Sindri Sigurgeirs-
son.
Guðrún Tryggva-
dóttir.
Aðstæður margra bænda eru
í raun mjög streituvaldandi
23 26
Auka þarf virði ullarinnar Hættu rekstri þúsund kinda fjárbús
og sneru sér alfarið að ferðaþjónustu
32–34