Bændablaðið - 28.02.2019, Side 6

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 20196 Í byrjun desember 1999 héldu Lands­ samtök sauðfjárbænda aðalfund sinn í Bændahöllinni. Á þessum fundi steig ungur borgfirskur sauðfjárbóndi sín fyrstu skref í félagsmálum bænda. Þessi fundur var eftirminnilegur enda mikið tekist á um væntanlegan sauðfjársamning, m.a. um nýja gæðastýringu í sauðfjárrækt. Guðni Ágústsson, þáverandi land­ búnaðarráðherra, ávarpaði fundinn og sagði meðal annars: „… að afkoma sauðfjárbænda væri óásættanleg. Gæðastýring væri grundvöllur framfara og afkomubaráttu í framtíðinni. Jafn tekjulaus grein og sauðfjárræktin er, hefur ekki burði til að kaupa framleiðslurétt.“ Kempurnar Ari Teitsson, þá formaður BÍ og Aðalsteinn í Klausturseli, þá formaður LS, voru húðskammaðir fyrir of litla fjármuni, of miklar breytingar og ósanngjarna skiptingu á ríkisstuðningi. Það er vafalítið að þessi fundur hreyfði verulega við félagsmálaáhuganum hjá mér þótt ég væri langyngstur fundarmanna. Nokkrum mánuðum síðar hringdi ég svo í mann sem ég hafði aldrei áður talað við og sagði: „Þú ert Haraldur Benediksson, er það ekki? Við erum víst að fara sem fulltrúar Borgfirðinga á Búnaðarþing.“ Í mars 2001 sitjum við „drengirnir“ okkar fyrsta Búnaðarþing og síðan þá erum við báðir búnir að vera formenn Bændasamtaka Íslands. Í mörg horn að líta Miklar breytingar hafa orðið í íslenskum landbúnaði frá þessum tíma. Tæknibreytingar hafa orðið í öllum daglegum verkefnum bænda, bú hafa stækkað og þeim hefur einnig fækkað. Enn fremur hefur verið hörð umræða um matvælaverð, Evrópusambandsumsókn auk þess sem eldgos höfðu veruleg áhrif á landbúnað á sumum svæðum. Frá því að ég tók við sem formaður Bændasamtakanna í mars 2013 hefur svo sem ekki verið nein lognmolla. Það hefur verið harkalega tekist á um tollamál, matvælaverð, innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og eggjum. Við höfum farið í gegnum umræðu um dýravelferð og erfitt verkfall dýralækna. Menntun í landbúnaði og málefni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri hafa einnig verið eitt af hagsmunamálum BÍ. Innri málefni samtakanna hafa einnig verið í deiglunni. Afnám búnaðargjaldsins og upptaka félagsgjalda hefur kallað á endurskipulagningu í rekstri hagsmunafélaga bænda. Það er eðlilegt að skoða reglulega hvernig hagræða megi í félagskerfi bænda og auka skilvirkni. Gerð búvörusamninganna, sem tóku gildi 2017, var stórt verkefni sem reyndi mikið á samtök bænda og kallaði á mikil skoðanaskipti. Þeir voru umdeildir, bæði meðal almennings og bændanna sjálfra. Aldrei áður hafa einstaka samningar milli ríkis og bænda verið afgreiddir samtímis og aldrei áður til tíu ára. Slíkt bauð upp á tækifæri til að horfa á heildarmyndina yfir starfsskilyrði landbúnaðarins. Því miður varð markaðsbrestur í sölu á lambakjöti sem hefur valdið miklum erfiðleikum í greininni síðustu tvö ár. Margt bendir þó til að þar sjáum við fram á betri tíma. Til viðbótar við þetta hefur náttúran minnt reglulega á sig, fé hefur fennt í hríðarbyljum í sumarlok, tún hafa kalið í stórum stíl í heilu héruðunum og íslenskir bændur hafa stundað fóðuröflun fyrir kollega sína á Norðurlöndum. Nýr formaður tekur við keflinu Eftir viðburðarík ár er komið að leiðarlokum hjá mér í forystu fyrir bændur. Fardagar voru á síðustu öld þekkt hugtak um þann tíma að vori eða snemmsumars þegar menn skyldu flytjast búferlum af einni jörð yfir á aðra. Það mætti líkja því við að nú sé komið að snemmbúnum fardögum hjá mér. Um næstu mánaðamót mun ég stíga til hliðar sem formaður Bændasamtakanna. Ástæðan er að ég hef verið ráðinn svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi og mun ég hefja þar störf í byrjun apríl, með aðsetur í Borgarnesi. Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal, varaformaður Bændasamtakanna, mun taka við sem formaður. Fyrsti varamaður, Guðrún Lárusdóttir í Keldudal, mun koma inn í stjórnina. Guðrún í Svartárkoti hefur um árabil verið formaður Búnaðarsambands Suður­ Þingeyinga og sýnt þar forustu og frumkvæði sem sýnir sig ágætlega í félagsþátttöku á svæðinu. Ég hafði sjálfur forgöngu um það 2017, á 180 ára afmæli samtaka bænda á Íslandi, að setja á fót starfshóp um aukna félagsþátttöku kvenna innan samtakanna. Það er því einkar ánægjulegt að í fyrsta sinn í rúmlega 180 ár skuli kona gegna formennsku og kynjahlutfallið í stjórninni lagast einnig við innkomu varamanns. Það eru í dag miklir umbrotatímar í íslenskum landbúnaði eins og verið hefur undanfarin ár. Margt er fram undan. Endurskoðun búvörusamninga, efling félagsþátttöku í Bændasamtökunum og stanslaus barátta við að vernda sérstöðu og starfsskilyrði íslensks landbúnaðar eru dæmi um verkefni sem liggja fyrir. Það er því síður en svo auðvelt fyrir mig að taka ákvörðun um að hverfa frá við þessar aðstæður og mér þykir leitt ef einhverjir verða fyrir vonbrigðum. Ný tækifæri koma ekki alltaf á heppilegum tíma. Eins og við öll vitum er enginn ómissandi og Bændasamtökin búa yfir miklum mannauð hvort sem um er að ræða starfsfólk, stjórnarmenn eða trúnaðarmenn í röðum bænda alls staðar í félagskerfinu. Þeim öllum treysti ég vel til að vinna áfram ötullega að þeim verkefnum sem eru í gangi. Munum eftir bændum framtíðarinnar Þessi ár mín í forystu fyrir bændur hafa verið lærdómsrík og skemmtileg. Oft hefur blásið hressilega á móti í umræðu um landbúnaðarmál en alltaf er jafn ánægjulegt að sjá hvað velvild almennings er mikil gagnvart íslenskum bændum. Bændur sjálfir þurfa hins vegar að huga að eigin orðræðu og hvetja til samstöðu og virðingar sín á milli. Innanbúðarátök um uppbyggingu stuðningskerfisins eru of veigamikil á kostnað baráttu fyrir hærra verði á sjálfum afurðunum. Bændur dagsins í dag þurfa að hafa þroska til að setja sína eigin hagsmuni til hliðar og undirbúa jarðveginn fyrir bændur framtíðarinnar. Þó svo að sauðfjársamningurinn frá árinu 2000 hafi verið umdeildur og formenn BÍ og LS hafi fengið það óþvegið á sínum tíma hefur hann elst ágætlega. Oft er það nefnt á fundum að þetta hafi verið tímamótasamningur og sumir segja einfaldlega að þetta sé besti samningur sem gerður hafi verið. Allan þann tíma sem ég hef starfað að félagsmálum bænda hef ég kynnst mörgu fólki úr öllum greinum samfélagsins, með mismunandi skoðanir á öllu því sem tengist landbúnaði. Öllu þessu fólki vil ég þakka gott samstarf og hressileg skoðanaskipti. Öllu samstarfsfólki mínu, íslenskum bændum og framvarðasveit landbúnaðarins þakka ég kærlega fyrir frábært samstarf. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Ekki er annað að sjá en að áhugafólk um feit embætti við borð ofurskriffinna Evrópusambandsins í Brussel sé að takast það ætlunarverk sitt að lauma Íslandi, Noregi og Liectenstein með lævísum blekkingum undir stjórn Evrópusambandsins. Það virðist vera að gerast án þess að löndin gerist þar formleg aðildarríki. Þar með er verið að fótumtroða sjálfstæði þessara ríkja og lýðræðislegan ákvörðunarrétt borgaranna um eigin málefni. Tók steininn úr þegar greint var frá því í norskum fjölmiðlum nýverið að verið væri að ræða innan EES fyrirmæli frá ESB um að öll lagafrumvörp norska Stórþingsins og Alþingis Íslendinga og reglur sveitarfélaga skuli senda til ESB þremur mánuðum áður til samþykktar. Þar segir m.a.: „Þegar stjórnvöld eða sveitarfélög hyggjast taka nýjar ákvarðanir sem hafa áhrif á þjónustumarkaðinn munu þau skyldug að tilkynna framkvæmdastjórn ESB, og eftirlitsaðila ESA, a.m.k þremur mánuðum áður en ákvörðunin öðlast gildi. Í þeim tilvikum þar sem þeir telja að ákvörðun muni fela í sér mismununarmeðferð mismunandi þjónustuveitenda, þá skal framkvæmdastjórnin eða ESA stöðva slíkar ákvarðanir.“ Þetta kemur ofan á látlausan áróður undanfarna mánuði fyrir því að Íslendingar gefi eftir sjálfsákvörðunarrétt um orkumál í eigin landi í hendur ESB í gegnum lög um orkupakka 3. Þetta kemur líka ofan í afar umdeilda tollasamninga um innflutning landbúnaðarafurða við ESB þar sem lýðheilsa þjóðar virðist engu máli skipta þegar rætt er um hagsmuni verslunar yfir landamæri. Peningahyggjan er þar sett í öndvegi en heilsa og líf fólks og dýra er afgangsstærð. Meira að segja dómarar æðstu dómstóla EES og íslenska ríkisins virðast láta sér í léttu rúmi liggja þótt virtir vísindamenn, bæði innlendir og erlendir, með yfirgripsmikla þekkingu í sjúkdómum manna og dýra, hafi varað við afleiðingum af slíku árum saman. Nei, peningalegir hagsmunir skulu sko ráð för, skítt með afleiðingarnar. Líf fólks og dýra á svo sannarlega ekki að fá að njóta hins fræga vafa í þessu tilfelli. Án efa hlýtur Hitler gamli að skrækja af fögnuði yfir þessari þróun, sitjandi á fjósbitanum hjá höfðingjanum í neðra. Það sem honum tókst ekki með sínum milljónaher gráum fyrir járnum, er jakkaklæddum skriffinnum í Brussel nú að takast með penna eina að vopni. Einhvern tíma hefðu menn örugglega slegið svona nokkru á forsíður blaða undir fyrirsöginni „LANDRÁÐ,“ en uss, uss, svona tala menn ekki í návist Guðs vors ESB. Hér hefur hver reglugerðin af annarri frá ESB verið stimpluð góð og gild og oftast athugasemdalaust. Virðist þá gilda einu hvort slík reglugerðarinnleiðing eigi yfir höfuð nokkurn skapaðan hlut við íslenskan veruleika. Svo yppta menn bara öxlum ef einhverjum dettur sá dónaskapur í hug að gagnrýna flumbruganginn. Til að réttlæta ófögnuðinn er gjarnan settur fram sá frasi að þetta sé allt gert í þágu íslenskra neytenda. Þannig er málatilbúnaðurinn t.d. í kringum innleiðingu á innflutningi ferskra landbúnaðarafurða. Ferskt skal það vera og alveg tryggt að ekki sé þá heldur hróflað við glænýjum og ferskum evrópskum lyfjaónæmum ofurbakteríum. Það eru sem sé sérstakir hagsmunir íslenskra neytenda að þeir fái að sitja við sama borð og þeir evrópsku þegar kemur að úthlutun sýkinga sem læknavísindin hafa ekki lengur nein úrræði til að ráða við. Við skulum fyrir alla muni ekki trufla slíkt ferli. – Í nafni hins almáttuga og heilaga ESB – AMEN. /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Hreðavatn, Grábrók og Bifröst í Borgarfirði. Hreðavatn er allstórt stöðuvatn í mjög fallegu umhverfi í Norðurárdal í Mýrasýslu. Það liggur í 56 m hæð yfir sjó, er 1,14 ferkílómetrar að flatarmáli og mesta dýpi í vatninu er 20 metrar. Hrauná rennur úr því um Grábrókarhraun, að mestu neðanjarðar. Vatnið er örskammt frá hringvegi 1. Mynd / Hörður Kristjánsson Hið heilaga ESB Fardagar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.