Bændablaðið - 28.02.2019, Side 16

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201916 Kvótahæsta fyrirtækið, HB Grandi, samanstendur af ekki færri en 13 félögum. Ætla má að á annað hundrað útgerðir standi að baki 10 kvótahæstu útgerðum landsins. Kvótakerfið var tekið upp á árinu 1984 og síðan þá hafa orðið gríðarlegar breytingar. Sjávarútvegsfyrirtækin eru bæði færri og stærri og öflugri en áður. Enda var að því stefnt að unnt væri að færa kvóta á milli skipa og útgerða til að auka hagræði. Skipaflotinn var á þessum árum miklu stærri en afrakstursgeta fiskistofna sem leiddi til ofveiði og afar bágrar stöðu sjávarútvegsins. Til að stemma stigu við ofveiði var ákveðið að velja þá leið að setja heildaraflamark (kvóta) á nokkrar fisktegundir. Hvert skip fékk hlutdeild í aflamarki í hverri tegund í samræmi við aflareynslu. Þetta tvennt, hagræðing og sjálfbærni veiða, átti að tryggja atvinnuöryggi. Í kerfinu voru einnig ákvæði til stemma stigu við óheftum flutningi kvóta á milli byggðarlaga en reynslan hefur sýnt að þau ákvæði hafa að mestu reynst haldlaus eftir 1991. Í upphafi voru sjö tegundir settar undir aflamark: þorskur, ýsa, karfi, ufsi, grálúða, skarkoli og steinbítur. Tvær síðastnefndu tegundirnar voru síðan teknar úr aflamarki. Aflamarkskerfið var í fyrstu ekki einhlítt en það var fest í sessi 1991. Í dag eru flest allar nytjategundir okkar háðar aflamarki og eru hluti af kvótakerfinu. Sérstakt stjórnkerfi er að vísu fyrir makríl. Ein útgerð tekin sem dæmi Hér er ekki ætlunin að fjalla um þróun kvótakerfisins og þau mörgu álitamál sem hafa verið og eru uppi um ágæti þess. Hins vegar verður litið á þá þróun sem hefur orðið hjá stærstu útgerðarfélögunum og birtir listar yfir 10 kvótahæstu útgerðir á mismunandi tíma frá upphafi og fram til dagsins í dag. Fyrir valinu urðu árin 1984 og 1990 og fiskveiðiárin 2002/2003 og 2018/2019. Þessar töflur eru þó af ýmsum ástæðum ekki samanburðarhæfar að öllu leyti þótt þær sýni þróunina á heildina litið. Við fyrri hluta þessa tímabils er stuðst við skýrslu Auðlindanefndar frá árinu 2000 en eftir það við gögn á vef Fiskistofu og víðar. Of langt mál yrði að rekja sögu allra þessara fyrirtækja. Gripið verður til þess ráðs að fara ofan í saumana á tilurð eins þeirra, HB Granda sem er kvótahæsta útgerðin, enda má segja að samrunaferlið á bak við HB Granda sé í hnotskurn saga flestra annarra útgerða sem prýða topp tíu listann. Bæjarútgerðir áberandi Þá er komið að því að skoða fyrstu töfluna sem sýnir aflamark 10 kvótahæstu útgerða árið 1984. Samanlagt eru þessar útgerðir með rúm 21% kvótans í þeim fáu tegundum sem í boði eru. Það fyrirtæki sem hefur mesta hlutdeild er Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) með um 4% af heildarkvótanum. Í fjórða sæti er Bæjarútgerð Hafnarfjarðar en bæði fyrirtækin voru í eigu sveitarfélaga. Þá er Útgerðarfélag Akureyringa hf. í öðru sæti sem var í meirihlutaeigu Akureyrarbæjar. Það er því ljóst að bæjarútgerðir voru áberandi á þessum tíma. Þá er athyglisvert að fjögur fyrirtækja á listanum eru nú hluti af HB Granda sem síðar verður vikið að. Grandi og Samherji komast á blað Árið 1990 er orðin nokkur breyting á listanum yfir 10 stærstu útgerðirnar, eins og sjá má í næstu töflu. Heildarhlutdeild 10 kvótahæstu hefur þó lítið breyst frá 1984. Útgerðarfélag Akureyringa hf. er komið efst á listann og hefur aukið hlutdeild sína nokkuð með kaupum á kvóta. Bæjarútgerðirnar eru horfnar af listanum en í staðinn eru komin fyrirtækin Grandi hf. og Samherji hf. sem eiga eftir að láta til sín taka næstu árin. Grandi hf. varð til við samruna BÚR og Ísbjarnarins árið 1985 Árið 1988 seldi Reykjavíkurborg svo sinn hluta í Granda til einkaaðila. Samherji hf. stækkaði mikið við kaup á skipum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Þá má sjá að Samtog hf. er horfið af listanum. Félagið hafði verið leyst upp og kvóti þess rann til útgerðarfélaga í Vestmannaeyjum. Það er rétt að nefna að vöxtur og samþjöppun aflaheimilda á sér stað annars vegar með samruna fyrirtækja og hins vegar með kaupum á þeim aflaheimildum sem bjóðast. Samruni er í flestum tilfellum yfirtaka eins félags á öðru en þó eru nokkur dæmi um tvö félög sem hafa sameinast og eignarhaldið er í höndum beggja aðila. Samþjöppun í kjölfar frjáls framsals Nú verður farið fljótt yfir sögu og litið á 10 stærstu útgerðirnar 1. september 2002, þ.e. í upphafi fiskveiðiársins 2002/2003. Á því ári var úthlutað upphafskvóta í loðnu. Hafa ber í huga að á þennan lista vantar úthlutun í uppsjávartegundum eins og kolmunna og norsk-íslenskri síld. Kvóti í þeim tegundum fylgir almanaksárinu. Þegar þær tegundir eru teknar með í reikninginn færast stóru uppsjávarfélögin, eins og Síldarvinnslan og Ísfélag Vestmannaeyja, upp í topp tíu. Hvað sem því líður þá hefur átt sér stað veruleg samþjöppun á rúmum áratug í kjölfar frjáls framsals aflahlutdeildar sem tekið var upp árið 1991. Tíu kvótahæstu eru þarna komin með um 43% af öllum úthlutuðum kvóta. Samherji hefur nú tekið áberandi forystu eftir sameiningar/yfirtökur nokkurra félaga og trónir í efsta sæti með rúm 7% úthlutaðs kvóta. Útgerðarfélag Akureyringa er í öðru sæti en breytingar hafa orðið á eignarhaldi. Eimskipafélagið er nú aðaleigandi þess og Eimskip er Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Í fornri japanskri þjóðsögu segir að í jörðinni búi stór fiskur og jarðskjálftar verði þegar hann hreyfir sig. Til þess að koma í veg fyrir að hann sprikli er hann vaktaður af guði með stóra steinkylfu. Þegar athygli guðsins reikar burtu, notar fiskurinn tækifærið og hreyfir sig með sporðaköstum og jörðin skelfur. Í bókinni Sjö þættir íslenskra galdramanna segir frá galdramanni nokkrum sem hét Þorvaldur og bjó á Sauðanesi við Eyjafjörð. Vinnukona nokkur var lengi í vist hjá Þorvaldi og mat hann hana mikils. ,,Maður nokkur var í þingum við vinnukonu þessa, og varð hún barnshafandi af hans völdum. Fékk hún þá svo mikla löngun í nýja ýsu, að hún gat ekki um annað hugsað. Þetta var á áliðnum vetri og fiskilaust við Eyjafjörð, svo sem jafnaðarlega er um það leyti árs. Kvað svo mikið að þessum kenjum stúlkunnar, að hún missti alla lyst á öðrum mat, og var óttast um, að hún mundi svelta sig í hel; þótti húsbændum hennar óvænlega horfast. Eitt kvöld spurði Þorvaldur hana, hvort hún gæti etið nýja ýsu, þótt hún væri úr flórnum, en hún kvaðst mundu geta það, hvaðan sem hún fengist. Svo var baðstofunni á Sauðanesi háttað, að pallar voru í báðum endum, kýr undir pöllunum, en flórinn undir pallstokknum. Þá tók Þorvaldur fiskiöngul sinn og færi, renndi fram af pallinum ofan í flórinn, að því er mönnum sýndist, og kvað vísu. Kona sú, er sagan er eftir höfð, kvaðst hafa heyrt hana ung og ekki numið, en það mundi hún, að öngull og færi var nefnt í vísunni. Að lítilli stundu liðinni dró Þorvaldur spriklandi ýsu á önglinum og kastaði henni til vinnukonunnar. Ekki er getið um, hvort hún hafi etið hana eða ekki, en hitt er almælt, að ekki hafi hana langað jafnmikið í ýsu eftir það og getið þá líka etið annan mat.“ Einu sinni mættust tvær kerlingar á ferð. Þær áttu heima langt hvor frá annarri, svo þær þurftu að setjast niður og segja hvor annarri tíðindi úr sinni sveit. Þær sáu, að þær gátu slegið tvær flugur í einu höggi, svo þær tóku upp sjálfskeiðunga og mat og fengu sér bita. Bar nú margt á góma, og meðal annars segir önnur kerlingin, að það hafi nýlega rekið fjarskalega fágætan fisk í sinni sveit. Hin spyr hvaða fiskur það hafi verið, en það man hún ómögulega. Þá fer hin að telja upp ýmsa fiska, sem hún mundi eftir, en aldrei átti hún kollgátuna. ,,Ekki vænti ég, það að hafi nú verið stökkull?" ,,Og sussu nei." ,,Það skyldi þó aldrei hafa verið marhnútur?" ,,Vertu í eilífri náðinni, ekki hét hann það." ,,Það hefur þó víst ekki verið skata?" ,,Issi sissi nei." ,,Nú, það mun þó ekki hafa verið ýsa?" ,,Jú, ýsa var það, heillin,“ sagði þá hin og hnippti í lagskonu sína, en til allrar óhamingju mundi hún ekki eftir því, að hún var með opinn hníf í hendinni, svo hnífurinn fór á hol í síðuna á hinni kerlingunni, og sálaðist hún þar á þeirri stundu. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Tíu stærstu í tímans rás Röð Útgerð Hlutdeild 1. Bæjarútgerð Reykjavíkur 4,1% 2. Útgerðarfélag Akureyringa hf 3,7% 3. Samtog hf 2,0% 4. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar 1,8% 5. Síldarvinnslan hf 1,8% 8. Útgerðarfélag Skagfirðinga 1,8% 7. Miðnes hf 1,6% 8. Einar Guðfinnsson hf 1,6% 9. Ísbjörninn hf 1,6% 10. Ögurvík hf 1,4% Samtals 21,4% Heimild: Skýrsla Auðlindanefndar 2000 fiskveiðiárið 1984 (Fáeinar botnfisktegundir) Stærstu útgerðir (samsteypur) Stærstu útgerðir (samsteypur) fiskveiðiárið 1990 (Fáeinar botnfisktegundir) Röð Útgerð Hlutdeild 1. Útgerðarfélag Akureyringa hf 4,3% 2. Grandi hf 3,5% 3. Samherji hf 2,4% 4. Síldarvinnslan hf 1,9% 5. Skagstrendingur hf 1,9% 6. Ögurvík hf 1,8% 7. Miðnes hf 1,6% 8. Skagfirðingur hf 1,6% 9. Haraldur Böðvarsson & Co 1,5% 10. Þormóður-rammi hf 1,4% Samtals 21,9% Heimild: Skýrsla Auðlindanefndar 2000 Tíu kvótahæstu í upphafi fiskveiðiárs 2002/2003 Röð Útgerð Hlutfall 1. Samherji hf 7,2% 2. Útgerðarfélag Akureyringa hf 5,5% 3. Þorbjörn Fiskanes hf 5,2% 4. Þormóður rammi - Sæberg hf 4,6% 5. Haraldur Böðvarsson hf 4,2% 6. Grandi hf 3,8% 7. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 3,4% 8. Vísir hf 3,2% 9. Vinnslustöðin hf 3,0% 10. Fiskiðjan Skagfirðingur hf. 2,5% Samtals 42,6% Heimild: Fiskistofa (Upphafsúthlutun í loðnu. - Sjá skýringu í grein) Ýsa dregin úr flórnum Nýjustu skip Granda, Engey og Akurey, í höfn í Reykjavík. Mynd / Grandi

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.