Bændablaðið - 28.02.2019, Side 4

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 20194 FRÉTTIR Opinn fagráðsfundur – Fagfundur sauðfjárræktarinnar Fagráð í sauðfjárrækt boðar til fundar í Bændahöllinni föstudaginn 1. mars. Þar verða kynntar niðurstöður úr ýmsum verkefnum tengdum sauðfjárrækt og umræða tekin um ræktunarstarfið. Áherslur í kynbótastarfi ræddar Gunnar Þórarinsson, formaður fagráðs, mun fara yfir helstu verkefni ráðsins og Eyþór Einarsson ráðunautur yfir helstu þætti í kynbótastarfinu. Undir þessum lið verða fengnir fulltrúar frá þremur sauðfjárbúum til að færa fram sína sýn á áherslur í ræktunarstarfinu í nútíð og framtíð. Það eru þeir Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti, Jón Gíslason, Hofi og bræðurnir Bjarki og Sigþór Sigurðssynir frá Skarðaborg. Rekstur sauðfjárbúa Á fundinum munu þau María Svanþrúður Jónsdóttir og Eyjólfur Ingvi Bjarnason kynna helstu niðurstöður átaksverkefnis þar sem safnað hefur verið saman rekstrargögnum sauðfjárbúa árin 2014–2017. Rannsóknarverkefni frá Lbhí Flest ár eru unnin nokkur spennandi lokaverkefni af nemendum Lbhí sem tengjast sauðfjárrækt. Á fundinum verða kynntar niðurstöður úr þrem BS verkefnum sem unnin hafa verið undir handleiðslu Emmu Eyþórsdóttur og Eyjólfs Ingva Bjarnasonar. Verkefnin fjalla um vanhöld lamba, burðarerfiðleika og skyldleikarækt og eru höfundar þeirra þær Nanna Lilja Níelsdóttir, Pálína Pálsdóttir og Unnur Jóhannsdóttir. Þá mun Jóhannes Sveinbjörnsson fjalla um áhrifaþætti á haustþunga lamba, en nýverið kom út rit hjá LbhÍ sem byggir á uppgjöri gagna frá Hestbúinu fyrir 12 ára tímabil. Um kjötgæði Síðastliðið haust gerðu sérfræðingar hjá Matís samanburð á kjötgæðum skrokka af sambærilegum lömbum sem var slátrað annars vegar í handverkssláturhúsi og hins vegar í hefðbundinni afurðastöð. Guðjón Þorkelsson mun kynna niðurstöður úr þessu verkefni. Hann mun einnig segja frá hugmyndum sem Svíar eru að vinna með varðandi þróun á kjötmati. Þá munu þeir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís og Eyþór Einarsson, RML, kynna nýjan bækling um meðferð sláturlamba og lambakjöts. Sauðfjársjúkdómar Charlotta Oddsdóttir, sérfræðingur á Keldum, mun gera grein fyrir niðurstöðum úr verkefninu „Öndunarfærasjúkdómar hjá sauðfé“ sem gekk út á að skoða lungu í sláturlömbum og greina tíðni óheilbrigðra lungna auk spurningalista sem lagður var fyrir bændur. Charlotta mun einnig greina frá því hver staðan er í rannsóknum á lambleysi gemlinga. Síðan mun Hrafnkatla Eiríksdóttir kynna meistaraverkefni sitt í búvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla sem fjallar um lungnaorma í sauðfé. Verðlaunaafhending sæðingastöðvanna Árlega eru útnefndir tveir framúrskarandi hrútar úr hrútahópi sæðingastöðvanna. Það er annars vegar besti lambafaðirinn og hins vegar mesti kynbótahrútur sæðingastöðvanna. Fulltrúar sæðingastöðvanna afhenda rækt­ endum hrútanna verðlaun og sauðfjár ræktarráðunautar RML munu fara yfir feril hrútanna og rökstuðning fyrir valinu. Fundurinn fer fram í Bændahöllinni og hefst kl. 12.30. Áætlað er að dagskrá ljúki kl. 17.00. Þátttaka er öllum opin. Hugsanleg sameining Norðlenska og Kjarnafæðis: Ágætur gangur sagður í málinu Búsæld, eigandi Norðlenska, ráðgerir að halda hluthafafund seinnipartinn í mars þar sem staða mála varðandi hugsanlegan samruna matvæla framleiðslu­ félaganna Norðlenska og Kjarnafæðis verður kynnt hluthöfum. „Vinna við væntanlegan samruna Norðlenska og Kjarnafæðis er í gangi og gengur ágætlega,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Málið er unnið í samstarfi við ráðgjafa hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Nú er verið að vinna við tilkynningu til samkeppnisyfirvalda en samruni er háður samþykki Samkeppnis­ eftirlitsins. Tilkynnt var um hugsanlega sameiningu félaganna tveggja í ágúst í fyrra og hefur verið unnið að málinu síðan þá. Eigendur félaganna mátu stöðuna á þann veg að sameinað félag væri betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, gæðaþjónustu á góðu verði. Verði sameining félaganna að veruleika svo sem stefnt er að verður til öflugt félag í matvælaframleiðslu, en um 320 ársverk eru hjá félögunum tveimur, víða um land. /MÞÞ Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, færði Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúaðarráðherra áskorun til ríkisstjórnar Íslands í upphafi fundarins. Var hún frá 42 félagasamtökum bænda þar sem formenn samtakanna leggjast alfarið gegn frumvarpi ráðherra sem felur í sér heimild til þess að flytja inn hrátt ófrosið kjöt og fersk egg. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundur í Þingborg um innflutningsfrumvarp ráðherra vegna EES: 42 félagasamtök bænda mótmæltu frumvarpinu Um 250 manns mættu á opinn fund Kristjáns Þórs Júlíus­ sonar sjávarútvegs og land­ búnaðarráðherra í félags heim­ ilinu Þingborg í Flóahreppi miðvikudagskvöldið 25. febrúar þar sem ráðherra kynnti frumvarp sitt um innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Mjög skiptar skoðanir voru um málefnið á fundinum þótt ráðherra hafi ekki verið „jarðaður“ á fundinum eins og jafnvel var talið að myndi gerst fyrir fundinn. Kristján Þór gerði grein fyrir forsögu málsins, afleiðingar þess og hvernig íslenskur landbúnaður þyrfti að bregast við nái frumvarpið í gegn á Alþingi. Félagasamtök bænda mótmæla Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, færði ráðherra áskorun til ríkisstjórnar Íslands í upphafi fundarins frá 42 félagasamtökum bænda þar sem formenn samtakanna leggjast alfarið gegn frumvarpi ráðherra sem felur í sér heimild til þess að flytja inn hrátt ófrosið kjöt og fersk egg. „Verði frumvarpið að veruleika felur það í sér fullkomna uppgjöf í baráttu okkar Íslendinga fyrir því að verja lýðheilsu þjóðarinnar og íslenskra búfjárstofna sem hafa sérstöðu í alþjóðlegu samhengi,“ segir m.a. í áskoruninni. Frumvarpið í samráðsgátt Hægt er að kynna sér frumvarpið og gera athugasemdir við það á samráðsgátt stjórnvalda til 6. mars. Fram kom hjá ráðherra að í málinu liggur fyrir aðgerðaráætlun í 12 atriðum til að tryggja öryggi matvæla, vernd búfjárstofna og aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðslu. Í frumvarpinu felst afnám leyfisveitingakerfisins og þar með frystiskyldunnar varðandi vörur framleiddar innan EES­ svæðisins. Þá viðheldur frumvarpið leyfisveitingakerfinu og þar með frystiskyldunni varðandi vörur sem upprunnar eru utan EES­svæðisins og frá Sviss og Færeyjum. Sérstakar ráðstafanir verða gerðar varðandi kampýlóbakter og í frumvarpinu verður heimild til álagningar stjórnvaldsseta. Bændur sem tóku til máls lýstu miklum efasemdum við frumvarpið og gagnrýndu ráðherra fyrir að standa ekki í lappirnar og hlúa frekar að íslenskum landbúnaði með kjafti og klóm. /MHH Kristján Þór Júlíusson í ræðustól að kynna fyrir bændum og búaliði frumvarpið um innflutninginn á ófrosnu kjöti til landsins. Sagðist hann ánægður með fundinn í Þingborg sem hann stýrði sjálfur og sá um frá A til Ö. Hann mun einnig funda með bændum í Borgarfirði, Eyjafirði og á Austurlandi næstu daga, auk fundar sem hann mun halda um málið í Reykjavík. Núverandi formaður Bændasamtaka Íslands, Sindri Sigurgeirsson og Haraldur Benediktsson, fyrrverandi formaður, ræða við Katrínu Andrésdóttur og Svein Ingvarsson í Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á fundinum. Fundarmönnum stökk varla bros á vör á fundinum enda innflutningur á ófrosna kjötinu alvarlegt mál í þeirra augum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.