Bændablaðið - 28.02.2019, Side 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 47
Toyota Land Crusier 150 sameinar betur en flestir bílar eiginleika rúmgóðs
fjölskyldubíls og dugandi fjallabíls. Með AT33 lausninni getur Arctic Trucks
gert bílinn þinn að öflugum ferðabíl sem opnar þér nýja möguleika til
ferðalaga og veitir þér tækifæri til að njóta íslenskrar náttúru á þægilegri máta.
Ekki skemmir fyrir að bíllinn verður bæði glæsilegri og kraftalegri útlits!
Ert þú ferðafær?
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.is
Arctic Trucks býður einnig stærri
lausnir fyrir Land Cruiser 150,
svo sem AT35, AT38 og AT44.
Nánar á www.arctictrucks.is.
Dracaena ættkvíslin inniheldur
113 tegundir sem eiga heimkynni
í hitabelti Asíu og Afríku. Þessar
tegundir eru tré eða runnar,
stofnarnir eru oft trjákenndir
og einkennandi fyrir ættkvíslina
eru rætur plantnanna sem eru
appelsíngular eða gular á litinn.
Þessar tegundir eru ræktaðar
vegna blaðfegurðar og afbrigði
með mislit blöð eru algeng.
Ættkvíslin er líkt og margar aðrar
þekktar pottaplöntur af spergilsætt,
Asparagaceae.
Hvað á blómið að heita?
Algengasta Dracaena tegundin
sem ræktuð er sem pottaplanta
er líklega Dracaena marginata.
Þegar íslenskt heiti þeirrar plöntu
er til umræðu vandast þó málið.
Madagaskardreki, Skúfdreki og
Drekalilja eru allt nöfn sem notuð
hafa verið yfir tegundina. Flestir
hafa þó líklega alist upp við að
kalla tegundina Drekatré, og
verður notast við það hér.
Útlit
Drekatré hefur trékenndan stofn og
nær 2-3 metra hæð í heimahúsum.
Efst á stofninum mynda blöðin
glæsilega blaðhvirfingu. Blöðin
eru löng og mjó, ýmist einlit,
græn eða tvílit. Afbrigði með rauða
blaðjaðra er algengt í verslunum.
Á ungum plöntum standa blöðin
beint upp í loftið, en þegar plantan
eldist og þroskast slúta þau meira.
Sumum sýnist plantan minna á
pálmatré.
Gæludýrunum okkar finnst
laufið líklega minna á gras og
eiga bæði hundar og kettir það til
að naga þau. Drekatré inniheldur
kísilkristalla sem geta safnast upp í
nýrum þessara dýra og skaðað þau.
Gæludýraeigendum er því ráðlagt
að koma drekatrénu fyrir þar sem
þau ná ekki til.
Engar sérkröfur um aðbúnað
og umhirðu
Drekatré þrífst best á björtum stað
án þess að vera í beinu sólskini
en sættir sig alveg við að standa
í skugga. Vökva þarf hóflega og
moldin má þorna vel stöku sinnum.
Plantan þarf ekki mikinn áburð og
sé henni umpottað á u.þ.b 2 ára
fresti í næringarríka mold, gjarnan
gamla safnhaugamold, ætti sú
næring að duga. Annars má vökva
með daufum pottablómaáburði í
um það bil fjórðu hverri vökvun
yfir sumartímann.
Hér er komin fullkomin
pottaplanta fyrir fólk sem langar í
hávaxna plöntu en hefur takmarkað
gólfpláss þar sem potturinn
tekur lítið pláss miðað við hæð
plöntunnar. Drekatrénu er eiginlegt
að missa neðstu blöðin eftir því
sem ný myndast. Þetta getur þó
orðið til þess að plantan fái hálf
veiklulegan vöxt, sérstaklega
ef hún stendur í skugga. Til að
sporna gegn því má klippa ofan af
plöntunni með reglulegu millibili.
Eftir klippinguna vaxa út nýjar
greinar þar sem klippt var og
afklippurnar má síðan nýta sem
græðlinga.
Á þennan hátt er einnig hægt
að halda plöntunni lágvaxinni en
þéttri sé þess óskað.
Afburða lofthreinsir og klassík
Allur gróður bætir loftgæði í
nærumhverfi sínu, en sumar
plöntur eru þó sérstaklega duglegar
hvað þetta varðar. Drekatré er
einmitt ein af þeim. Samkvæmt
rannsóknum NASA getur drekatré
hreinsað mörg óæskileg efni úr
andrúmslofti heimilisins.
Drekatré hefur verið
vinsælt svo lengi að það hlýtur
að flokkast undir klassík í
pottaplöntuheiminum. Fáar plöntur
eru nægjusamari í umhirðu en
tilbúnar til að fyrirgefa vanrækslu.
Það getur lifað áratugum saman og
hreinsar andrúmsloftið á meðan
það gleður augað. Íslenskir
pottaplöntuframleiðendur hafa
verið duglegir að framleiða þessa
glæsilegu plöntu sem ætti að fást
í næstu blómabúð.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir,
nemi í garðyrkjuframleiðslu
hjá garðyrkjuskóla
Landbúnaðarháskóla Íslands,
Reykjum Ölfusi.
GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM
Dracaena – nægjusamur lofthreinsir
LESENDABÁS
Innflutt eða úr
heimahögum!
Nýlega lagði landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra fram
frumvarp í samráðsgátt
stjórnvalda til að bregðast við
dómum EFTA-dómstólsins og
Hæstaréttar Íslands. Niðurstaða
dómstóla er meðal annars sú að
krafa um frystingu kjöts sem
hingað er flutt brjóti í bága
við skuldbindingar Íslands
samkvæmt EES-samningnum.
Því mun ríkissjóður þurfa að
greiða skaðabætur fyrir hvert
einasta kílógramm sem flutt er
hingað til lands þangað til við
þessu er brugðist.
Forsaga þessa máls er löng
og þar hafa á leiðinni verið gerð
mistök, þau fyrstu að bóka ekki
skýra fyrirvara í Brussel um
upptöku matvælalöggjafar í EES
samninginn árið 2005.
Þessi varnarlína dugar ekki
lengur. Það er ótækt ástand að
innflutningsaðilum sé í raun gefið
sjálfdæmi um þær skaðabætur sem
þeir skammta sér úr ríkissjóði með
því að flytja inn kjöt þangað til úr
þessu hefur verið bætt. Það er í
sjálfu sér dapurlegt ef þeir finnast
sem eru svo ósvífnir að nýta sér
þennan glugga til að maka krókinn
á kostnað skattgreiðenda þessa
lands.
Þá reynir á næstu varnarlínu. En
það er að grípa til mótvægisaðgerða.
Landbúnaðarráðherra kynnti
tólf aðgerðir sem eiga að tryggja
lýðheilsu og vernd okkar
einstöku búfjárstofna, m.a. að
fræða ferðamenn um innflutning
afurða úr dýraríkinu og að bæta
samkeppnisstöðu innlendrar
matvælaframleiðslu. Við síðasta
punktinn vil ég staldra í þessum
greinarstúf.
Ég tel að samkeppnisstaða
sé lykilatriði í þessu máli, hún
snýst ekki eingöngu um fram-
leiðslukostnað heldur einnig
kolefnisfótspor þegar kjöt er flutt
um langan veg til landsins. Það
skýtur skökku við, á tímum þar sem
aldrei hefur verið rætt jafn mikið
um loftslagsbreytingar, að flytja inn
samskonar kjöt erlendis frá sem við
getum vel framleitt hér heima.
Að mínu mati verðum við að
gera sömu kröfur til innfluttra vara
og þeirra sem við framleiðum hér
heima. Þar þarf að horfa til reglna
um aðbúnað og framleiðsluhætti
ásamt lyfjagjöf. Þeim upplýsingum
þarf að miðla til neytenda með
skýrum hætti. Þá þarf einnig að
vera skýrt hver viðurlögin eru við
brotum á reglum um merkingar.
Við þurfum að taka umræðuna
um hvernig við tryggjum best
heilbrigðan markað með matvöru.
Það getur tæplega talist eðlileg
samkeppni að aðilar spili ekki eftir
sömu reglum. Bændur glíma við
ákveðna markaðsbresti, þeir verða
að koma vörunni á markað, hún
geymist illa. Stíur fyllast fljótt ef
gripirnir eru geymdir á fæti. Þeir
eru því í erfiðri samningsstöðu
gagnvart ægivaldi markaðsráðandi
aðila. Tölur sýna að verð ákveðinna
tegunda kjöts hefur lækkað talsvert
að raungildi til bænda en sú
lækkun hefur ekki öll skilað sér til
neytenda. Það er eðlileg niðurstaða
þess þegar annar aðilinn er með
höndina bundna fyrir aftan bak og
sagt að spreyta sig í samkeppninni.
Hluti af lausninni hér hefur verið sú
að hafa tolla á þeim vörutegundum
sem við framleiðum sjálf til að
vinna á þessum markaðsbresti. En
tollarnir hafa ekki verið uppfærðir
að krónutölum á þessari öld svo
að sú varnarlína minnkar ár frá
ári. Það kann að vera að þeir hafi
verið of háir í upphafi en ég tel það
ósanngjarnt og óskynsamlegt að
láta íslensk fjölskyldubú ein um að
glíma við markaðsbrestinn.
Í stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar er talað um að Ísland
eigi að vera leiðandi í framleiðslu
á heilnæmum landbúnaðarafurðum.
Þeirri stöðu tel ég að geti verið
ógnað með því að láta tollverndina
sífellt minnka að verðgildi. Hún
veikir stöðu bænda þessa lands
til að framleiða heilnæmar
landbúnaðarafurðir. Það er afar
brýnt að hafa í huga heildarmyndina
þegar kemur að úrlausnum svo
mikilvægra mála að lögin tryggi
lýðheilsuvernd bæði manna og dýra
um leið og staðinn er vörður um
hagsmuni neytenda.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
þingflokksformaður
Vinstri grænna
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
5,1%
10,8% 9,1%
22,1%
24,6%
45,6%
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
35%
40%
45%
50%
Viðskiptablaðið DV Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið
Prentmiðlar - meðallestur á landsbyggðinni
Næsta blað kemur út 28. febrúar