Bændablaðið - 28.02.2019, Side 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 20198
FRÉTTIR
Bára Hlín Kristjánsdóttir, Þórgnýr Thoroddsen og Haukur Páll Finnsson standa að baki hugmyndinni að Álfi
brugghúsi. Myndir / Álfur brugghús
Álfur brugghús býr til bjór úr afgangsafurðum íslenskra kartöflubænda:
Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði
frá Þykkvabæjarkartöflum
Álfur brugghús bruggar bjór
úr íslensku kartöfluhýði og
byggi. Um 50% hráefnisins
er kartöfluhýði sem fæst úr
Þykkvabæjarkartöflum. Fjórar
gerðir eru komnar á markað og
sú fjórða væntanleg.
Haukur Páll Finnsson segir
að auk hans standi Bára Hlín
Kristjánsdóttir og Þórgnýr
Thoroddsen að baki hugmyndinni
að Álfi brugghúsi.
„Álfur er afrakstur frumkvöðla
og starfsstöðvarverkefnis sem
varð til fyrir rúmu ári og er nú
orðið að veruleika. Hugmyndin
varð til í kringum umræður um
bjór, bjórdrykkju og matarsóun og
hvernig megi draga úr henni. Faðir
minn, sem er eigandi Þykkvabæjar,
sagði einu sinni við mig að hann
vissi til þess að það væri hægt að
brugga bjór úr kartöflum og að í
sinni framleiðslu félli til talsvert
af kartöfluhýði sem gaman væri að
geta nýtt á annan hátt en að dreifa
því á sanda til landgræðslu.“
Kartöfluhýði og bygg
„Eins og er nýtum við hluta þess
kartöfluhýðis sem fellur til hjá
Þykkvabæjar í framleiðsluna hjá
okkur. Það tók okkur um ár að
finna bestu aðferðina til að vinna
sterkju úr hýðinu með byggi en
það er gert til að fá ensím úr byggi
í framleiðsluna. Meðal þeirra
afbrigða að humlum sem Álfur
notar eru citra, cascade og loral.
Brugghúsið er í Kópavogi og
sem stendur erum við að framleiða
um 500 lítra á viku og er bjórinn
fáanlegur á tveimur börum í
Reykjavík og sá þriðji á leiðinni
inn.“
Álfur er framleiddur í nokkrum
útgáfum og styrkleikum. Búálfur
hvítöl er 6%, Húsálfur Pale er 5%
og Blómaálfur Saison er 4,7%, auk
þess sem unnið er að gerð Ljósálfs
Lager sem verður 4,7%
Bara á kútum
Haukur segir að viðtökurnar séu
góðar og betri en hann hefði þorað
að vona. „Strax fyrstu dagana seldust
fullt af kútum og mikið um hrós fyrir
góðan bjór. Sem stendur er bjórinn
einungis fáanlegur á kútum en við
stefnum á að koma takmörkuðu
magni af Álfi á flöskum í Vínbúðir.“
/VH
Brugghúsið framleiðir um 500 lítra á viku.
Vörumerki Álfs brugghús.
Agnes Anna Sigurðar dóttir, framkvæmdastjóri Brugg smiðjunnar á Árskógs
strönd.
Hátíð handverksbruggara á Árskógsstönd:
15 íslensk og 2 tékknesk
brugghús taka þátt
– og halda upp á 30 ára afmæli bjórsins á Íslandi
„Hér er góð stemning og mikil
tilhlökkun, þetta er allt að
smella saman hjá okkur,“ segir
Agnes Anna Sigurðar dóttir,
framkvæmdastjóri Brugg
smiðjunnar á Árskógs strönd,
en þar á bæ verður blásið til
Bjórhátíðar á morgun, 1. mars,
þegar 30 ár eru liðin frá því bjór
var leyfður á Íslandi.
Þátttakendur í hátíðinni eru
handverksbrugghús sem starfandi
eru víða um land, en alls taka
17 slík brugghús þátt, 15 þeirra
íslensk og 2 tékknesk. Þau eru í
eigu vina Agnesar og eiginmanns
hennar, Ólafs Þrastar Ólafssonar,
stofnenda Bruggsmiðjunnar. Fyrsti
bruggmeistari þeirra, David Masa,
á annað og hitt eiga þeir sem selja
byggið sem Bruggsmiðjan notar í
framleiðslu sína.
Agnes segir að sú hugmynd hafi
kviknað að gera eitthvað í tilefni
30 ára bjórafmælisins á Íslandi.
„Við sáum fyrir okkur eitthvað
lítið og huggulegt en þetta varð að
heilmiklum viðburði. Við sendum
út póst á öll handverksbrugghúsin
hér á landi og er skemmst frá því
að segja að viðtökur urðu ljómandi
góðar, fóru fram úr okkar björtustu
vonum, þannig að hátíðin varð strax
í upphafi stærri í sniðum en við sáum
fyrir okkur fyrst,“ segir hún. Alls eru
ríflega 20 lítil brugghús starfandi á
Íslandi og dreifast þau um allt land.
Bruggsmiðjan, sem tók til
starfa haustið 2006, var fyrsta
handverksbrugghúsið hér á landi og
ruddi þannig brautina fyrir þá sem á
eftir komu. „Við vildum gjarnan gera
eitthvað af þessu tilefni og vekja
athygli á þeirri grósku sem ríkjandi
er hjá okkur sem starfrækjum litlar
bruggsmiðjur um land allt,“ segir
Agnes.
Mikil gróska hjá
handverksbrugghúsum
Brugghús hafa verið sett upp víða
um land undanfarin ár. „Það er
virkilega gaman af þessu og við
erum himinlifandi yfir þátttökunni,
meirihluti þeirra brugghúsa sem
starfrækt eru hér á landi tekur þátt,“
segir hún. Hvert og eitt þeirra mun
kynna sína framleiðslu og starfsemi
á hátíðinni og gefst gestum kostur
á að smakka og spjalla. Tuttugu
ára aldurstakmark er á hátíðina og
í boði verða rútuferðir frá Dalvík
og Akureyri. Þá hafa verið í gangi
tilboð á gistingu fyrir þátttakendur
víða í Eyjafirði. Veislustjóri er
Júlíus Júlíusson, gjarnan kenndur
við Fiskidaginn, og þá er Erpur
Eyvindsson svonefndur veisluköttur.
Kaldabandið þenur hljóðfæri
og raddbönd
Kaldabandið mun troða upp á
hátíðinni, en starfsmenn Brugg
smiðjunnar skipa það band.
Körfuuppboð verður einnig
á dagskrá en með því er ætlunin
að safna fé til styrktar Krabba
meinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Bruggsmiðjan tók í mars í fyrra
þátt í fjáröflun fyrir það félag með
framleiðslu og sölu á léttöli og færði
félaginu að því loknu 1,8 milljónir
króna. Góðgerðarhluti starfsemi
Bruggsmiðjunnar gengur undir
nafninu Vertu kaldur.
Umfangsmikil ferðaþjónusta
Bruggsmiðjan á Árskógssandi
hefur vaxið mjög að umfangi frá
því hún tók til starfa fyrir ríflega
12 árum. Tæp tvö ár eru frá því
hin vinsælu Bjórböð voru opnuð
við hlið Bruggsmiðjunnar og hafa
þau svo sannarlega slegið í gegn.
Bruggsmiðjan hefur alla tíð tekið
á móti gestum og kynnt starfsemi
sína og þannig að hluta tekið þátt í
ferðaþjónustu á svæðinu.
Með tilkomu Bjórbaðanna hefur
sá hluti starfseminnar aukist til
muna. Alls starfa um 30 manns hjá
fyrirtækjunum tveimur þannig að
félögin eru í hópi stærstu fyrirtækja
í sveitarfélaginu. /MÞÞ
Veitingastaður og bjórböð Kalda á
Árskógsströnd.
Embluverðlaunin, sem eru norræn
matarverðlaun, verða veitt í
Reykjavík 1. júní næstkomandi í
tengslum við norrænt kokkaþing
í Hörpu. Allan marsmánuð
getur almenningur tilnefnt
fulltrúa í sjö verðlaunaflokka á
vefslóðinni emblafoodaward.com.
Skráningarfrestur er til og með 31.
mars 2019. Það eru bændasamtök
á Norðurlöndunum sem standa að
Embluverðlaununum í samvinnu við
Norrænu ráðherranefndina.
Sjö keppnisflokkar
Flokkarnir sjö sem hægt er að
tilnefna í eru eftirfarandi:
• Hráefnisframleiðandi Norður
landa
• Matvælafrumkvöðull Norður
landa
• Matvælaiðnaðarmaður Norður
landa
• Matarblaðamaður Norðurlanda
• Norðurlandaverðlaun fyrir mat
fyrir marga
• Mataráfangastaður Norðurlanda
• Norðurlandaverðlaun fyrir mat
fyrir börn og ungmenni
Þriggja manna dómnefnd á Íslandi
mun velja einn fulltrúa í hverjum
flokki. Hann keppir síðan við
fulltrúa frá hinum Norðurlöndunum.
Sagt verður frá því hverjir koma
til með að berjast um hituna þann
2. maí. Dómnefndir frá öllum
Norðurlöndunum koma saman 31.
maí og velja sigurvegara.
Mikil hátíð verður í kringum
Embluverðlaunin en búist er við
fjölda gesta til Íslands í tengslum
við viðburðinn. Meðal annars
verður fyrirlestradagskrá í Hörpu,
kynnisferðir í sveitina með
áhugasama og kokkakeppni sem
norræna kokkahreyfingin stendur
fyrir. /TB
Þekkir þú einhvern sem skarar fram úr í matvælageiranum?
Tilnefningar til Embluverðlauna
hefjast 1. mars