Bændablaðið - 28.02.2019, Side 35

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 35 Aðalfundarboð Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ) verður haldinn að Hótel Sögu fundarsal Kötlu II, þann 14. mars og hefst klukkan 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Málþing hefst að aðalfundi loknum, um kl. 15:00 Efni: Hver á Ísland? Frummælendur á málþingi: - Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnuvega– og nýsköpunarráðuneytis. - Sigurður Jónsson, hrl. stjórnarmaður í LLÍ. - Magnús Leópoldsson, fasteignasali Fundurinn er öllum opinn og bæði félagar í LLÍ og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fyrir hönd stjórnar LLÍ Óskar Magnússon Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 VARAHLUTIR Í DRÁTTARVÉLAR John DeereNew Holland SteyrCase IH Fiat Útvegum varahluti í gömlu vélarnar Sláturfélag Suðurlands opnar nýja verslun Þann 15. desember síðastliðinn opnaði Sláturfélag Suðurlands nýja verslun í höfuðstöðvum sínum í Reykjavík við Fossháls 1. Verslunin ber nafnið Búvörur SS og er þetta önnur verslunin á vegum Sláturfélagsins, en sú fyrri var opnuð þann 8. desember 2017. Hafa móttökur verið vonum framar. Hjá Búvörum SS fást vörur fyrir bændur, hestamenn, veiðimenn, hundaeigendur og útivistarfólk. Sláturfélag Suðurlands er með samning við danska fyrirtækið DLG sem er einn stærsti fóðurframleiðandi Evrópu og er með starfsemi í 18 löndum. DLG framleiðir meðal annars fóður, en það sérframleiðir kjarnfóður fyrir íslenska sauðféð í samstarfi við Sláturfélag Suðurlands, sem kallast Ærblanda SS. Þar að auki býður það upp á fóður fyrir nautgripi, alifugla og fleira. Merkið Equsana, sem framleiðir fóður, fatnað og vörur í hestamennskuna, er í eigu DLG. Equsana vörurnar hafa verið vinsælar síðan þær komu í sölu hjá Sláturfélagi Suðurlands, enda góðar vörur á frábæru verði. DLG á einnig vörumerkið Mike Hammer, en þar er að finna fatnað og vörur í veiðina. Á síðasta ári hóf Sláturfélag Suðurlands að bjóða frían akstur á brettum af spæni og spónarkögglum í hesthúsahverfin á höfuðborgarsvæðinu og hefur sú þjónusta mælst vel fyrir. Farnar eru vikulegar ferðir í hverfin og hægt er að panta bretti af spæni eða spónarkögglum í síma 575-6071 eða í vefverslun www.buvorur.is. Í versluninni á Fosshálsi er hægt að versla fatnað frá danska merkinu DogCoach, en það eru flíkur sem eru sérhannaðar í hundaþjálfun. Einnig eru í boði vörur frá norska fyrirtækinu Non-Stop, en þær vörur eru fluttar inn af dýrahjúkrunarfræðingnum og hundasjúkraþjálfaranum Kolbrúnu Örnu Sigurðardóttur. Nýlega var haldið hundakvöld í versluninni þar sem Kolbrún hélt fyrirlestur um líkamsbeitingu og byggingu hunda, og fór hún yfir það hverju við eigum að leita eftir þegar við veljum vörur fyrir hundana okkar. Mætingin var góð og skemmtileg stemning. Í versluninni er auk þess að finna vörur frá Jóni Sigurðssyni söðlasmið, gönguskó og reiðskó frá Grisport, hunda og kattafóður og ýmislegt fleira. Í nýju verslun SS að Fosshálsi 1 kennir ýmissa grasa. Þar er opið alla virka daga frá kl. 10.30–18.00. Úrval af vörum fyrir hestamenn er m.a. að finna í nýju búðinni. Skotveiðimenn finna þar líka ýmis­ legt áhugavert. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 styrkur - ending - gæði í öll herbergi heimilisins hágæða DansKar innrÉTTingar ÞvOTTahúsinnrÉTTingar elDhúsinnrÉTTingar baðherbergisinnrÉTTingar FaTasKápar & rennihurðir við gerum ÞÉr hagsTæTT TilbOð í innrÉTTingar, raFTæKi, vasKa Og blönDunarTæKi vasKar & blönDunarTæKi speglar vasKar & blönDunarTæKi hillur Og FylgihluTir vasKar & blönDunarTæKi raFTæKi raFTæKi Allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands teljast til sjóðs félaga og geta sótt um: # Styrki til endurgreiðslu aukins rekstrarkostnaðar vegna veikinda þess sem að búrekstri stendur eða slyss. - Útlagður launakostnaður, verktakagreiðslur og sambærilegur kostnaður sem leiðir af óvinnufærni. # Styrki til forvarnarverkefna. - Verkefni tengd forvörnum og vinnuvernd, slysavarnir og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að bæta velferð sjóðsfélaga. Nánari upplýsingar á bondi.is og umsóknareyðublöð má nálgast á félagsmannasíðum á Bændatorginu. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 14. mars nk. á netfangið: velferdarsjodur@bondi.is. VELFERÐARSJÓÐUR BÍ AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.