Bændablaðið - 28.02.2019, Side 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 41
Jú, það eru í báðum tilfellum
fullyrðingar um að Titanic hafi
verið ósökkvandi og það að
skrifa undir orkupakka 3 hefði
ekki neinar auka afleiðingar fyrir
fullveldi Íslands og sjálfstæði
okkar í orkumálum.
Í tilfelli Titanic þá voru hönnuður
og eigandi þess fullvissir að þeir
hefðu rétt fyrir sér, að þetta glæsilega
skip væri svo vel útbúið að það
gæti ekki sokkið. Því flotrými þess
væru 16 hólf og myndu þau halda
skipinu á floti þótt hluti þeirra
gætu skaddast, en eigin þyngd þess
var 46.000 þúsund tonn fyrir utan
vistir og eldsneyti sem voru kol.
Það þurfti að brenna 600 tonnum
á sólarhring til að skipið gengi 24
sjómílur á tímann þannig að ekki
var auðvelt að stoppa þessa miklu
þyngd, enda var það raunin, og að
snúa því var ekki auðvelt heldur.
Því fór sem fór er skipið straukst
við borgarísjakann, þá skar ísinn
5 flothólf upp eins og dósahnífur
baunadós með þeim afleiðingum að
skipið sökk á nokkrum klukkutímum
ásamt rúmlega 1500 manns en um
700 björguðust í lífbáta.
Þar sem eigandinn var svo viss í
sinni sök, að skipið væri ósökkvandi,
þá voru lífbátarnir aðeins upp á punt
og ef þeir yrðu fleiri þá yrðu þeir til
óprýði. Á meðan skipið var í smíðum
í Belfast á N-Írlandi, en það tók 3 ár,
þá voru margar aðvörunararaddir,
sem bentu á ýmsa galla í hönnun,
sérstaklega í öryggishólfum, og töldu
fráleitt að hafa ekki björgunarbáta
fyrir alla um borð. Eins var
skipstjórinn ekki sáttur við að sigla
stórbaug frá Southampton til New
York, þar sem hann vissi að þessi
stysta leið lá inn á eitt hættulegasta
hafsvæði í heimi, þ.e. skilin á milli
golfstraums og pólarstraums austur
af Nýfundnalandi. Eigandinn ætlaði
sér hins vegar að vinna bláa borðann
við komuna til New York, en það
eru verðlaun fyrir að fara þessa leið
á sem stystum tíma (styttri tíma en
áður hefur verið farið).
Við íslenskir sjómenn þekkjum
þetta hafsvæði vel því við erum
bæði búnir að missa menn og
skip þar á friðar- og stríðstímum.
Eftir að Titanic sökk þann 15. maí
árið 1912 hafa loftskeytastöðvar í
Kanada og U.S.A. sent út aðvaranir
og beðið sjófarendur um að fara
með gát. Titanic var sokkið aðeins
4 sólarhringum frá því það lagði
úr höfn í sinn fyrsta og síðasta túr,
og skapaði þann mesta og frægasta
harmleik skipasögunnar. Ástæðurnar
voru of margar rangar ákvarðanir því
menn héldu en vissu ekki.
Þegar ég sem þetta rita var
nýútskrifaður úr Sjómannaskólanum
um tvítugt var ég á skipi, sem fór
frá Reykjavík á austfjarðahafnir,
og er við vorum að nálgast
Garðskagann kom skipstjórinn á
stjórnpall og spurði mig hvort ég
þekkti landmiðin, þar sem beygja
átti fyrir Garðskagann er þau bæru
saman. Ég svaraði; „Já, ég held
það.“ Hann reiddist þessu svari
og sagði reiðilega: „Maður heldur
ekki, maður veit.“ Ég lærði af
þessari ofanígjöf og svaraði aldrei
að ég vissi ekki heldur kynnti mér
hlutina vel.
Nú, hvað með orkupakka 3?
Ég hef lesið margar greinar með
og móti þessum orkupakka 3 og
hef hlustað á nokkrar umræður í
fjölmiðlum og það sem mér þykir
alltaf merkilegast, er að þeir, sem eru
því fylgjandi að rétt sé að innleiða
orkupakka 3, eru að veifa því framan
í okkur að þetta hafi engin áhrif á
okkar stöðu í sjálfsákvörðunarrétti
okkar í raforkumálum. Nema það sé
lagður sæstrengur en þá getum við
selt umframorku okkar, sem annars
rennur á haf út.
Þarna eru á ferð lögfræðingar, sem
skreyta sig með doktorspappírum í
raforkurétti og viti þar af leiðandi allt
um reglur og lög í raforkumálum í
ESB. Það sem er sláandi fyrir okkur
Íslendinga er að við höfum margoft
fengið það í andlitið að lög og
reglur ESB eru ofar okkar lögum og
reglum. Á þetta benda andstæðingar
innleiðingar orkupakka 3, sem
eru rafmagnsverkfræðingar,
lögfræðingar og ekki hvað sístur
norski lagaprófessorinn Peter T.
Örebech, sem hélt um þessi mál
erindi í fundarsal Háskólatorgsins.
Þar sá maður nemendur hans
(íslenska) taka undir með honum
og einnig prófessor Stefán Má
Stefánsson, sem áréttaði allt sem
sá norski sagði. Allir þessir lærðu
menn eru sammála um að undirritun
orkupakka 3 er fullkomið valdaafsal
og brot á okkar stjórnarskrá. Þurfum
við meiri sönnun?
Mín skoðun er sú að raforkan,
sem við eigum, Íslendingar, er
okkur svo dýrmæt að við megum
ekki undir nokkrum kringumstæðum
versla með hana nema fyrir okkar
eigin framleiðslufyrirtæki og
framtíðarerfingja okkar. Þótt við í
dag séum spennt fyrir rafbílum, sem
að margra mati eru ekki eins lítið
mengandi og af er látið, því efni í
rafgeymum er ekki óþjótandi og
er hrikalega dýrt í framleiðslu og
flutningi. Ég er miklu trúaðri á að
vísindamenn séu að finna lausn á að
vetnisbifreiðar og önnur farartæki
séu lausn á loftslagsmálum og að
flytja vörur og fólk á milli staða lítið
mengandi.
Við sem munum eftir Áburðar-
verksmiðjunni vitum að aukaaafurð
hennar var vetni. Þannig ætti að
vera auðvelt fyrir okkur að vera
sjálfbær í framleiðslu á bæði
áburði og vetni. Auk þess er öll
framleiðsla á matvælum, garðyrkju
og sjávarafurðum háð mikilli raforku
í framtíðinni og í öllum þessum
greinum á eftir að aukast vinna fyrir
okkar fólk.
Virðum stjórnarskrárrétt okkar –
kjósum um orkupakka 3
Ég skora á stjórnmálamenn okkar
að virða stjórnarskrárrétt okkar og
láta okkur kjósa um orkupakka 3
því við munum orkupakka 2 þar
sem innleiðing hans, þrátt fyrir
fullyrðingar þáverandi ráðherra, um
að raforkuverð myndi frekar lækka
en hækka. Þeir sem sögðu þveröfugt
höfðu rétt fyrir sér. Fólk og fyrirtæki
á köldum svæðum fóru fljótlega að
kynda hús sín með olíu og sá sem
þetta ritar keypti gufuketil fyrir olíu
í sitt fyrirtæki.
Að lokum þetta. Þegar
fyrrverandi forseti vor, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson, var kennari
í Háskóla Íslands taldi hann að
stjórnarskrárgrein nr. 26 væri
dauð og óvirk, en þegar hann fann
þjóð sína í nauðum frammi fyrir
þrælahaldi fjármálakerfisins, lét
hann þjóð sína velja á milli ánauðar
eða frelsis. Við vitum hvernig fór,
við erum frjáls.
Ef núverandi stjórnmálamenn
kjósa rangt þá ber ég þá von í
brjósti að núverandi forseti leyfi
þjóð sinni að kjósa frelsið. Þjóðin
er búin að fá nóg af valdboði
Evrópusambandsins. Það sem
hr. Ólafur Ragnar Grímsson
vissi ekki þá, en veit nú, er að
stjórnarskrárgrein nr. 26 var í
höndum konungs áður en Ísland
varð frjálst lýðveldi og þurfti því
ekki að spyrja fólk að neinu, en
forseti lýðveldis er skyldugur að
virða rétt þjóðar sinnar. Hr. Ólafur
Ragnar Grímsson var ekki viss
áður en nú er hann viss og þjóðin
öll. Eins og sagt var við mig áður,
maður siglir skipi ekki með því að
halda, maður verður að vera viss.
Ásgeir Pétursson,
fyrrverandi sjómaður og bóndi
Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík
Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is
STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA
VÍKURVAGNAR EHF.
RAFMAGNSBÚNAÐUR
BREMSUR
BEISLI
DEKK
LJÓS
LED LJÓS
Hvað er líkt með Titanic-slysinu og orkupakka 3?
RMS Titanic sigldi úr höfn í Southamton á Suður-Englandi þann 10. apríl 1912. Skipið var talið ósökkvandi, en
aðfaranótt 15. apríl 2012 sökk það í Atlantshafið eftir að hafa rekist á ísjaka. Um 1.500 manns létu þar lífið vegna
rangra ákvarðana eiganda og stjórnenda skipsins. Þeir virtu ekki viðvaranir er vörðuðu öryggismál þess.
RMS Titanic sekkur. Titanic var sokkið aðeins 4 sólarhringum eftir að það
lagði úr höfn. Ástæðurnar voru of margar rangar ákvarðanir, því menn héldu
að sitthvað gæti ekki gerst, en vissu ekki. Blákaldur veruleikinn reyndist
svo vera annar en menn héldu að hann yrði.
Ásgeir Pétursson, bóndi í Dalsbúi
í Mosfellsbæ, var skipstjóri á fragt
skipum í fjölda ára. Þar lærði hann
mikilvægi þess að að vera viss
þegar mikilvægar ákvarðanir eru
teknar sem geta varðað hagsmuni
og öryggi samferðafólksins.
Bænda
bbl.is Facebook