Bændablaðið - 28.02.2019, Side 38

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201938 LÍF&STARF Tveir byggðakjarnar eru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Árnes og Brautarholt, hér sést yfir Brautarholt. Mynd / Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Skeiða- og Gnúpverjahreppur nýtur mjög góðs af umfangsmikilli starfsemi Landsvirkjunar í sveitarfélaginu: Ekkert atvinnuleysi og gjaldfrjáls leikskóli – segir Kristófer Tómasson sveitarstjóri – undirbúningur hafinn að uppbyggingu ferðamannastaðar í Reykholti í Þjórsárdal Skeiða- og Gnúpverjahreppur er sveitarfélag sem liggur austast í Árnessýslu, ofanverðri, með Hofsjökul í norðri, Flóa í suðri, Þjórsá í austri og Stóru-Laxá og Hvítá í vestri. Íbúar voru 626 þann 1. janúar 2019. Helstu atvinnuvegir eru landbúnaður, menntunar- og uppeldisstörf auk iðn- og verslunarstarfa. Ferðaþjónusta fer vaxandi í sveitarfélaginu. Náttúrufegurð er mikil og eru nokkrir þekktir staðir í hreppnum, eins og Háifoss, Hjálparfoss, Þjórsárdalur, Stöng, Gjáin, Gaukshöfði og Vörðufell. Í hreppnum er félagslíf og mannlíf, blómlegt. Tvær kirkjusóknir eru í sveitarfélaginu, Ólafsvallasókn og Stóra-Núpssókn. Skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett í Árnesi. Kristófer Tómasson er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Blaðamaður settist niður með honum til að fara yfir helstu fréttir og málefni sveitarfélagsins um þessar mundir. Ár framfara „Nýtt ár leggst ákaflega vel í mig og vona ég að svo sé um mína sveitunga almennt. Reyndar hafa flest ný ár lagst vel í mig hingað til. Það er ævinlega tilefni til að horfa fram á við með hækkandi sól. Ég hef trú á að árið 2019 verði ár framfara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi,“ segir Kristófer aðspurður hvernig nýtt ár legðist í hann og hans fólk. 24% fjölgun íbúa á sjö árum Íbúum í sveitarfélaginu hefur fjölgað talsvert á síðustu árum og ef síðustu sjö ár eru skoðuð kemur í ljós að íbúum hefur fjölgað um 24%, eru núna um 630. Reyndar varð fækkun frá síðasta ári sem helgast af fækkun erlendra verkamanna við stækkun Búrfellsvirkjunar. „Það er ánægjulegt að börnum hefur fjölgað nokkuð á síðustu árum í leik- og grunnskóla. Fólk á öllum aldri sækist eftir að búa hér, en húsnæðisskortur hefur hindrað að fleiri geti flutt hingað. Atvinnutækifæri fyrir langskólagengið fólk þyrftu vissulega að vera fleiri í samfélaginu,“ segir Kristófer. Ekkert atvinnuleysi – Kristófer er því næst spurður út í atvinnumál sveitarfélagsins, hvernig staðan í þeim málaflokki sé? „Ég tel mér óhætt að fullyrða að atvinnuleysi sé hér óþekkt um þessar mundir. En talsvert er um að íbúar starfi í öðrum sveitarfélögum og ekkert nema eðlilegt við það.“ Gjaldfrjáls leikskóli Skeiða- og Gnúpverjahreppur er eitt af fáum sveitarfélögum landsins, ef ekki eina sveitarfélagið, sem er með gjaldfrjálsan leikskóla á öllu leikskólastiginu. „Já, við erum hér með mjög góðan leikskóla. Börn fá inngöngu í leikskólann á eins árs afmælinu. Biðlista þekkjum við ekki hér. Í undantekningartilfellum er tekið á móti 9 mánaða gömlum börnum. Leikskólinn okkar hefur verið gjaldfrjáls síðan 2015. Við erum með hátt hlutfall af menntuðu starfsfólki í leikskólanum. Í grunnskólanum er unnið mjög faglegt starf,“ segir Kristófer. Mjólkurframleiðsla er kjölfestan – Landbúnaðurinn skipar stóran sess í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og ferðaþjónustan. Kristófer er spurður hvað sé að gerast í þeim málaflokkum og hvernig stemningin sé á meðal bænda og þeirra sem eru í ferðaþjónustu? „Hér stendur mjólkurframleiðsla traustum fótum og er hún eins og í mörgum dreifbýlissveitarfélögum kjölfestan í landbúnaðinum. Það eru framleidd hér 6–7 prósent af allri mjólk í landinu. Það er talsverð sauðfjárrækt í sveitarfélaginu og hjá fáeinum bændum telst hún aðalbúgreinin. Eins og kunnugt er þá eru skilyrðin í þeirri búgrein mjög slæm um þessar mundir. Ferðaþjónustubændur hafa hægt og sígandi sótt í sig veðrið og hefur ferðaþjónusta í nokkrum tilfellum leyst af hólmi hefðbundinn búskap. Þar er einkum um að ræða gistiþjónustu og hestaferðir.“ Kristófer segir að til skamms tíma hafi verið í hreppnum rekið eitt af allra stærstu loðdýrabúum landsins en þar voru talsvert mörg ársverk á ársgrundvelli. „Starfsemi þess hefur nú því miður verið hætt, ástæður er mikið verðfall minkaskinna sem hefur kippt rekstrargrundvelli undan greininni. Það er dapurlegt að svo skuli vera komið fyrir þessari búgrein, sem er í eðli sínu þjóðhagslega mjög hagkvæm hér á landi ef ytri skilyrði eru viðunandi, ekki síst með nýtingu hráefnis sem til fellur frá sláturhúsum og fiskvinnslustöðvum. Svínarækt er stunduð á þremur bæjum í sveitarfélaginu og eitt þeirra búa hefur á síðustu misserum komið á fót kjötvinnslu í Árneshverfinu. Það er mjög metnaðarfullt og áræðið skref sem þar hefur verið stigið. Ég vænti mikils af framhaldinu.“ Sameining uppsveitanna í Árnessýslu – Nú víkjum við Kristófer okkur að sameiningarmálum sveitarfélaga og hann er spurður hvort það sé eitthvað að gerast í þeim málum? „Sameiningarmál eru ekki í neinni formlegri umræðu um þessar mundir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og heldur ekki í nágrannasveitarfélögunum svo ég viti til, ég skynja ekki mikinn áhuga meðal sveitarstjórnarfólks í sýslunni í þessum efnum. En oft leitar hugurinn að slíkum vangaveltum bæði hjá mér og oddvitanum okkar. Ég held að það eigi einnig við um marga íbúa. Persónulega gæti ég trúað að sameining uppsveitanna í Árnessýslu gæti hugsanlega orðið gott skref. En fjárhagslegur styrkur allra sveitarfélaga í sýslunni er góður um þessar mundir og ef ekki verða kúvendingar þá getum við vel rekið sveitarfélögin áfram í þessum litlu einingum. Það er ekkert slæmur kostur. Það er verið að veita hér og í grenndinni mjög góða þjónustu við íbúa. Það ekkert öruggt að hún verði sambærileg eða betri við sameiningu. Sveitarfélögin á svæðinu hafa borið gæfu til að starfa um langt skeið saman að mörgum verkefnum og málaflokkum með mjög farsælum hætti. Það er að mínu viti mjög dýrmætt. Hitt er svo annað mál, að ekki er ólíklegt að draga megi úr kostnaði sem í þessum samlögum felst ef sveitarfélögin sem um ræðir fari saman í eina sæng. En það er gömul saga og ný að það vilja allir halda sínu þegar kemur að því að ræða um að rugla saman reytum. Það er meira en eðlilegt og siðferðisleg skylda kjörinna fulltrúa að verja hagsmuni síns samfélags. En vel getur komið fyrirskipun að ofan sem þvingar til sameininga inna fárra ára.“ Landsvirkjun vigtar þungt Eins og kunnugt er þá er Landsvirkjun með mikla starfsemi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eins og Búrfellsvirkjun sem var nýlega stækkuð í júní 2018. Kristófer segir allan atvinnurekstur innan marka sveitarfélagsins mikilvægan. „Já, fyrirtæki með umsvif af því tagi sem Landsvirkjun er með vigtar óneitanlega þungt. Eins og kunnugt er, þá eru virkjanamannvirkin mikil að vexti og gefa af sér fasteignagjöld. Það eru fast að 40 heilsársstörf í Búrfelli. Um einn fjórði starfsmanna þar er búsettur í hreppnum. Það skapast líka afleidd störf af virkjununum, til dæmis njóta verktakar og þjónustuaðilar innansveitar góðs af því. Að sjálfsögðu er það metið. Oddvitinn okkar hefur oft vakið máls á því að það færi vel á því að Landsvirkjun myndi færa fleiri störf hingað á svæðið þar sem svo stór hluti rafmagnsframleiðslu landsins fer fram.“ Unnið að friðlýsingu Þjórsárdals – Margar náttúruperlur eru staðsettar í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi, m.a. Þjórsárdalur. Hvað er að frétta af þeim dal? „Í Þjórsárdalnum er margt fram undan, það er t.d. unnið að friðlýsingu á hluta Þjórsárdalsins. Vonir standa til að því ferli verði lokið í vor. Upphaflega var horft Kristófer Tómasson á góðri stundu í Tungnaréttum í haust. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.