Bændablaðið - 28.02.2019, Side 42

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201942 UTAN ÚR HEIMIFURÐUVÉLAR&FARARTÆKI P&H L-2350 hjólaskóflan sem framleidd er af Komatsu Limited er stærsta hjólaskófla í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinnes. Hún hét áður L-2350 loader og var fyrst kynnt á sýningunni MINEExpo árið 2000 og var upphaflega framleidd af LeTourneau Inc. í Bandaríkjunum. P&H L-2350 hjólaskóflan er 260 tonn að þyngd. Í henni er 16 sílindra 65 lítra Detroit dísil- fjórgengisvél sem er 2.300 hestöfl. Með 72 tonn lyftigetu og skóflu sem tekur 40,5 tonn Er hún með lyftigetu upp á 72,5 tonn en staðalskófla tekur 40,5 tonn. Hjólaskóflan tekur nærri fjögur tonn af eldsneytisolíu eða 3.974,68 lítra og 1.230 lítra af glussa. Dekkin eru 70/70-57 SRD DT sem er 4 metrar í þvermál og 1,78 metrar á breidd. Fyrirtækið sem R. G. LeTourneau stofnaði hefur skipt margoft um eigendur LeTourneau Inc.var stofnað af R. G. LeTourneau í Kaliforníu árið 1929 til að framleiða jarðvinnutæki og var framleiðslustarfsemin í Texas. Fyrirtækið hagnaðist mjög í seinni heimsstyrjöldinni og framleiddi um 70% af öllum jarðvinnutækjum sem bandamenn þurftu á að halda. Það hóf að framleiða borvagna árið 1954 og hannaði öll slík tæki fyrir Rowan fyrirtækin. Síðan smíðaði LeTourneau fyrsta bolahleðslutæki sitt fyrir skógarhögg árið 1955. Það fyrirtæki var yfirtekið af Marathon 1972 og hét eftir það Marathon LeTourneau Company. Rown Companies keyptu Marathon LeTourneau árið1985. Árið 2006 var nafninu breytt í LeTourneau Technologies, Inc. Það var síðan selt í miklum viðskiptasnúningum til Joy Global árið 2011. Eftir yfirtöku Joy Global var þessi hjólaskófla nefnd P&H L-2350. Hins vegar seldi Joy Global þá hluta fyrirtækisins sem nefndir voru LeTourneau Drilling, LeTourneau Marine og LeTourneau Power til Cameron International strax í október 2011 og virðist þessi uppstokkun í raun hafa verið liður í yfirtöku Joy Global á LeTourneau Technologies. Stærsta yfirtaka Komatsu frá upphafi Vinnuvélarisinn Komatsu yfirtók svo Joy Global 2016 og þar með framleiðslu á P&H L-2350 hjólaskóflunni í 3,7 milljarða dollara yfirtöku. Var þetta stærsta fyrirtækjayfirtaka Komatsu frá upphafi. Joy Global var fyrir þessi eignaskipti stærsti sjálfstæði framleiðandi á námutækjum til neðanjarðarvinnslu í heimi á hlutabréfamarkaði í New York. Við yfirtöku Komatsu breyttist Joy Global í Komatsu Mining Corp. Um 10 þúsund starfsmenn Joy Global fluttust þá til Komatsu sem var eftir það komið með 57.000 starfsmenn um allan heim. Caterpillar 994 Caterpillar 994 var um tíma stærsta hjólaskófla sem vélaframleiðandinn Caterpillar hafði smíðað og vó hún rúm 192 tonn. Hún er samt mun minni en P&H L-2350 sem nú er í eigu kepinautarins Komatsu. Frumgerðin af þessari Caterpillar hjólaskóflu var smíðuð 1989 í nýstofnaðri námutækjamiðstöð fyrirtækisins. Tengist sú framleiðsla óbeint nafni LeTourneau. Ástæðan er að dekk voru ekki sérhönnuð fyrir þennan Caterpillar 994. Það var því rétt svo að hægt væri að finna nógu stór dekk undan námubílum svo hægt væri að nota vélina. Fyrsta vélin var fullgerð í Decatur samsetningarverksmiðju Caterpillar fyrir Cyprus Sierrita koparnámufyrirtækið í Arizona. Nokkur ár liðu þó frá því þessi vél fór úr húsi þar til hægt var að skaffa almennileg fullvaxin dekk fyrir vélina. Þau höfðu einmitt verið framleidd fyrir enn stærri hjólaskóflu, nefnilega LeTourneau L-2350. Caterpillar 994 var 192 tonn og tók 31,5 tonn í skófluna. Það var nóg til að fylla pall á stórum 150 tonna námubílum í fjórum skóflum. Þessai Caterpillar þótti snör í snúningum þrátt fyrir stærð. Árið 1998 hafði Caterpillar selt 200 stykki af 994 gerðinni. Var þá gerð uppfærsla í 994D sem var með meiri lyftigetu. Þá var hún búin Caterpillar 3516B TA 69L mótor sem skilaði 1.375 hestöflum. Einnig var stýrisvélin uppfærð og settur í hjólaskófluna stýripinna (joystick). Nýjasta útgáfan heitir Caterpillar 994H og vegur tæp 194 tonn. Hún er 78 lítra Caterpillar 3516B HD EUI mótor sem er 1.577 hestöfl og er með gríðarlegan togkraft eða 6.289 pund/fet við 1.000 snúninga á mínútu. Hún getur tekið 34,5 tonn í skófluna. /HKr. P&H L-2350 er með 2.300 hestafla mótor og hefur verið framleidd af Komatsu frá 2016 eftir 3,7 milljarða dollara yfirtöku á námuvélaframleiðandanum Joy Global. P&H L-2350 stærsta hjólaskófla í heimi – Var upphaflega framleidd af LeTourneau sem nú er í eigu Komatsu Það eru engin fólksbíladekk undir P&H L-2350 vélinni frá Komatsu. Caterpillar 994H. Þarna tekur P&H L-2350 þokkalega stóra hjólaskóflu hreinlega í nefið. Caterpillar 994H, 1.577 hestöfl. Mimiro hlaut nýlega Nýsköpunarverðlaun landbúnaðarins árið 2019 í Noregi en einkunnarorð fyrirtækisins eru: „Við byggjum lausnir fyrir matvælaframleiðslu morgundagsins“. Öll gögn bóndans á einum og sama stað Á síðasta ári stofnuðu sam- vinnufélög bænda í Noregi, Tine og Felleskjøpet, óháð tæknifyrirtæki fyrir bændur með það að markmiði að þróa stafrænar lausnir fyrir árangursríkari og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Strax á þessu ári koma ný öpp á markað fyrir norska bændur með einfaldari skráningum og innsýn til að geta stöðugt bætt framleiðsluna. Á sama tíma ætlar fyrirtækið að þróa stafrænt vistkerfi fyrir aðila sem tengjast landbúnaði eins og birgðahaldara, vísindamenn og ráðgjafa. Öllum gögnum bóndans, hvort sem það er fyrir húsdýr, plöntur, tæki eða bókhald, á að safna í eitt forrit sem hægt er að stjórna frá farsíma og netbretti. Hugmyndin með fyrirtækinu er jafnvel að gera upplýsingar um norskan landbúnað að útflutningsvöru og áætla forsvarsmenn Mimiro að virði gagna úr norskum landbúnaði sé nálægt fjórum milljörðum íslenskra króna. Mimiro hlaut nýlega Nýsköpunar- verðlaun land búnaðarins árið 2019 í Noregi en einkunnarorð fyrirtækisins eru: „Við byggjum lausnir fyrir matvælaframleiðslu morgundagsins“. Fyrirtækið mun þróa vörur og þjónustu sem miðast við hagræðingu og greiningu á gögnum bóndans, lausnir sem á að vera einfalt að nota dagsdaglega á sveitabænum. Á sama tíma á bóndinn að geta sótt ráð auðveldlega í gegnum forrit fyrirtækisins sem geta gagnast við dagleg störf. Þannig er markmið fyrirtækisins að safna öllum gögnum á einn og sama stað þar sem bóndinn á sín eigin gögn. Tækni í landbúnaði opnar á stóra möguleika til samvinnu ólíkra aðila. Skynjaratækni, snjallsímar og gervigreind hjálpar til við að breyta allri greininni og auka samkeppnishæfni hennar. Með því að hafa aðgang að gögnum bænda telur fyrirtækið sig geta framleitt og skapað nýskapandi þjónustu sem hefur mikið notendagildi. Mimiro leggur áherslu á að hlutverk þeirra sé þó ekki síst að passa upp á gögnin á tryggan og öruggan hátt. Eitt af markmiðunum er að leiða þjónustuna innan landbúnaðar á heimsvísu þegar kemur að notendahönnun, skýjalausnum og gagnaöryggi í samvinnu við Amazon Web Services. /ehg Plöntur gefa heimilum og stofnunum fallegt og hlýlegt yfirbragð. Auk þess sem þær bæta andrúmsloftið í orðsins fyllstu merkingu með því að hreinsa úr því óæskilegar lofttegundir. Í hagnýtu potta- plöntubókinni er fjallað um 175 tegundir pottaplantna og meðferð þeirra. Gefin eru ráð um staðsetningu, birtu, rakastig, vökvun og næringargjöf árið um kring. Bókinni er skipt í fjóra meginkafla, Innréttað með blómum, Pottaplöntulist, Plöntulýsingar og Umhirða og ræktun. Hún er ríkulega myndskreytt, bæði þegar kemur að hugmyndum um skreytingar með blómum og myndum af plöntunum sjálfum. Hagnýta pottaplöntubókin er falleg og fræðandi bók sem mun fylla upp í þá vöntun sem hefur verið á góðri bók um pottaplöntur hér á landi undanfarin ár. Höfundar eru Fran Bailey og Zia Allaway. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi og Hafsteinn Hafliðason, handhafi heiðursverðlauna garðyrkju á Íslandi, var ráðgefandi við þýðinguna. Útgefandi er Vaka- Helgafell. /VH BÆKUR&MENNING Hagnýta pottaplöntubókin: Þörf bók um pottaplöntur

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.