Bændablaðið - 28.02.2019, Side 17

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 17 NORRÆNU MATARVERÐLAUNIN Þekkir þú einhvern sem skarar fram úr í matvælageiranum? Embluverðlaunin voru fyrst veitt í Kaupmannahöfn árið 2017. Þau eru norræn matarverðlaun sem er ætlað að hampa norrænni matarmenningu. Embluverðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti en opnað verður fyrir tilnefningar 1. mars. Þann 1. júní verða verðlaunin afhent í Hörpu í Reykjavík í tengslum við norrænt kokkaþing. 2019 Á vefsíðunni emblafoodaward.com er tekið við tilnefningum í sjö flokka sem eru: Allir geta tilnefnt í flokkana sjö með einföldum hætti á vefsíðunni www.emblafoodaward.com Skráningarfrestur er til og með 31. mars 2019. Það eru bændasamtök á Norðurlöndunum í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina sem veita verðlaunin. Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019 Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019 Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019 Matarblaðamaður Norðurlanda 2019 Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019 Mataráfangastaður Norðurlanda 2019 Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019 reyndar einnig aðaleigandi Haraldar Böðvarssonar hf. Grandi siglir nokkuð lygnan sjó og er í 6. sæti næst á eftir HB hf. Grandi hafði þó bætt við sig kvóta. Árið 1990 hafði Hraðfrystistöð Reykjavíkur hf. sameinast Granda. Árið 1995 eignaðist Grandi allt hlutafé í fyrirtækinu Faxamjöli hf. og fyrirtækið var síðan sameinað Granda í árslok 2002. Miklar hrókeringar Fjórða og síðasta taflan sýnir kvótahæstu útgerðirnar í mars 2018 samkvæmt útreikningi Fiskistofu. Þar eru allar tegundir teknar með, bæði þær sem úthlutað er í upphafi fiskveiðiárs og þær sem fylgja almanaksárinu. Fram að þeim tíma höfðu orðið miklar hrókeringar hjá stærstu fyrirtækjun en við skulum aðeins líta á þær sem tengjast Granda eða HB Granda eins og félagið nefnist í dag. Hverfum til ársins 2004 en þá runnu stórútgerðirnar Grandi og Haraldar Böðvarssonar saman og úr varð HB Grandi. Það félag varð þá kvótahæsta fyrirtæki landsins. Í framhaldi af því er vert að skoða hvaða útgerðir stóðu að baki Haraldi Böðvarssyni og um leið að baki HB Granda. Haraldur Böðvarsson hf. varð til árið 1991 við samruna fjögurra fyrirtækja á Akranesi. Þau voru Haraldur Böðvarsson & Co, Sigurður hf. (dótturfélag HB & Co.), Heimaskagi og Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness hf. Árið 1996 sameinaðist Krossvík hf. HB hf. Árið 1997 sameinast HB og Miðnes hf. í Sandgerði en Miðnes var í hópi þeirra 10 stærstu bæði árin 1984 og 1990. Þess má svo geta að árið 2003 verður Haraldur Böðvarsson hf. hluti af sjávarútvegsstarfsemi Eimskipafélags Íslands. Árið 2004 var viðburðarríkt hjá HB Granda því þá sameinaðist félagið einnig Tanga á Vopnafirði og útgerð uppsjávarskipsins Svans RE. Tíu stærstu með allt að 55% Í samantekt Fiskistofu frá því í mars í fyrra var HB Grandi, kvótahæsta fyrirtækið, með 10,9% af heildinni. Samherji Íslands var í öðru sæti með 6,3% og Síldarvinnslan í því þriðja með 6%. Síldarvinnslan er jafnframt eina fyrirtækið sem eftir er undir sama nafni og það var á topp tíu listanum 1984. Tíu stærstu 2018 eru með tæp 52% af heildinni. En þegar ÚA, dótturfélag Samherja, er tekið með og Bergur Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar, eru 10 stærstu með allt að 55%. Samkvæmt núgildandi lögum má ekkert útgerðarfyrirtæki eiga meira en 12% af verðmætum heildarkvótans reiknað í þorskígildum. Þorskígildistuðlar eru notaðir til að finna verðmæti annarra tegunda gagnvart þorski. Síðastliðið haust dró enn til tíðinda en þá festi HB Grandi kaup á Ögurvík sem var með töluverðar aflaheimildir. Nú í mars næstkomandi birtir Fiskistofa nýjar tölur um kvótahæstu útgerðirnar og þá er spurning hvort HB Grandi sé ekki farinn að nálgast 12% kvótaþakið. Á annað hundrað félaga á bak við 10 stærstu Í samantektinni hér að framan eru nefnd um það bil 13 fyrirtæki sem standa á bak við HB Granda. Sömu sögu er að segja af flestum öðrum fyrirtækjum á listanum þótt það hafi ekki verið rakið hér. Ekki er ólíklegt að 10 kvótahæstu útgerðirnar sem eru á listanum 2018 séu samansettar af eitthvað á annað hundrað fyrirtækjum stórum og smáum. Þótt HB Grandi hafi hérna verið nefndur sem dæmigert fyrirtæki um samþjöppun hefur félagið þó þá sérstöðu að það hefur verið á hlutabréfamarkaði síðan 1992. Eignarhald aðaleigenda var nokkuð stöðugt lengst af en á síðasta ári urðu stór viðskipti með hlutabréf í félaginu og nýr aðaleigandi kom inn. Stærstur hluti gengið kaupum og sölum Hér hefur verið vikið að vexti og samþjöppun aflaheimilda hjá 10 kvótahæstu fyrirtækjunum með áherslu á HB Granda. Ljóst er að stór hluti kvótans hefur skipt um eigendur. Árið 2008 kom til dæmis fram samkvæmt könnun Landssambands íslenskra útvegsmanna að 87% af upphaflega kvótanum sem úthlutað var árið 1984 hefðu skipt um eigendur og verið keypt af þáverandi útgerðum. Þá má nefna í lokin sem dæmi um þróunina að í upphafi fiskveiðiársins 2002/2003 voru 50 kvótahæstu útgerðir handhafar um 74% kvótans, fiskveiðiárið 2009/2010 voru 50 stærstu með 84,91% kvótans og fiskveiðiárið 2018/2019 voru 50 stærstu með um 90% kvótans. Allt ber því að sama brunni. Hér er ótalið ýmis eignatengsl því stóru útgerðirnar eiga sumar hverjar umtalsverðan hlut í öðrum félögum sem reiknast ekki með í samantekt Fiskistofu á hlutdeild útgerða í heildarkvótanum. Tíu kvótahæstu í upphafi fiskveiðiárs 2002/2003 Röð Útgerð Hlutfall 1. Samherji hf 7,2% 2. Útgerðarfélag Akureyringa hf 5,5% 3. Þorbjörn Fiskanes hf 5,2% 4. Þormóður rammi - Sæberg hf 4,6% 5. Haraldur Böðvarsson hf 4,2% 6. Grandi hf 3,8% 7. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 3,4% 8. Vísir hf 3,2% 9. Vinnslustöðin hf 3,0% 10. Fiskiðjan Skagfirðingur hf. 2,5% Samtals 42,6% Heimild: Fiskistofa (Upphafsúthlutun í loðnu. - Sjá skýringu í grein) Tíu kvótahæstu í mars 2018 Röð Útgerð Hlutfall 1. HB Grandi hf 10,9% 2. Samherji Ísland ehf 6,3% 3. Síldarvinnslan hf 6,0% 4. Þorbjörn hf 4,7% 5. Vinnslustöðin hf 4,4% 6. FISK-Seafood ehf 4,2% 7. Skinney-Þinganes hf 4,2% 8. Ísfélag Vestmannaeyja hf 3,9% 9. Rammi hf 3,6% 10. Vísir hf 3,5% Samtals 51,7% Heimild: Fiskistofa (Allar tegundir í aflamarki. Sjá skýringu í grein)

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.