Bændablaðið - 28.02.2019, Side 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 39
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
Efnistaka í Rauðamel á Reykjanesi
Íslenskir aðalverktakar hafa tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar
frummatsskýrslu um efnistöku í Rauðamel á Reykjanesi, Grindavíkurbæ
og Reykjanesbæ.
Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar
frá 1. mars til 15. apríl á eftirtöldum stöðum: á bæjarskrifstofu Grinda-
víkurbæjar, á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og
hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipu-
lagsstofnunar www.skipulag.is.
MAST auglýsir eftir umsóknum um
fjárfestingarstuðning í nautgriparækt
Búið er að opna fyrir rafrænar umsóknir um fjárfestingastuðning í
nautgriparækt á Bændatorginu.
Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist
kröfur samkvæmt gildandi reglugerð um velferð nautgripa.
Fjárfestingastuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla
að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og
aukinni umhverfisvernd.
Í samræmi við reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 1261/2018,
VII. kafla skulu umsóknum um fjárfestingastuðning skilað inn rafrænt
eigi síðar en 31. mars.
Framleiðandi í nautgriparækt sem uppfyllir skilyrði 3. gr. ofangreindrar
reglugerðar getur sótt um fjárfestingastuðning.
Sé fyrirhugað að framkvæmdir sem sótt er um stuðning fyrir verði
framkvæmdar á fleiri en einu ári skal umsækjandi gera grein fyrir
áfangaskiptingu við framkvæmdirnar í heild sinni í verklýsingu,
verk- og kostnaðaráætlun.
Heimilt er að veita stuðning við sömu framkvæmdir til allt að þriggja
ára samfellt. Umsækjendur sem hafa hug á að nýta sér þessa heimild
skulu leggja inn framhaldsumsókn fyrir árið 2019 á Bændatorginu.
Umsóknum sem skilað er með ófullnægjandi gögnum, sbr. 23. gr.
framangreindrar reglugerðar, hefur Matvælastofnun heimild til að
hafna.
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi
Sími 544-4656 | www.mhg.is
til þess að friðlýsa aðeins Gjána.
En fram kom þegar hugur íbúa var
kannaður að almennur vilji var til að
leggja stærra svæði undir friðlýsingu.
Ég er sannfærður um að það verði
til mikilla bóta fyrir svæðið.
Vonandi mun það verða til þess að
auðveldara verði að fá fjármagn til
lagfæringa. Nýr vegur verður lagður
að Hjálparfossi í vor og þar verða sett
upp salerni,“ segir Kristófer og bætir
við. „Metnaðarfullur undirbúningur
er hafinn að uppbyggingu
ferðamannastaðar í Reykholti í
Þjórsárdal. Þar er um að ræða baðlón,
veitingastað og gistingu. Það mun þó
líða nokkur tími þar til sú aðstaða
verður tilbúin.“
Menningin blómstrar
Kristófer segir að félags- og
menningarlíf blómstri í sveitar-
félaginu og til marks um það er nýtt
leikrit sem verður frumsýnt í Árnesi
8. mars.
„Leikhefð hér á sér langa sögu.
Hér eru starfandi tvö ungmennafélög
og tvö kvenfélög. Kvenfélögin vinna
mikilvægt og óeigingjarnt líknarstarf.
Það gerir einnig Lionsklúbburinn
sem hér starfar af myndarskap.
Þá er ónefnt kórastarf. Það starfar
myndarlegur kirkjukór hér.
Vörðukórinn er blandaður kór sem
starfar hér í uppsveitunum. Margir
meðlimir hans tilheyra Skeiða- og
Gnúpverjahreppi. Við höfum góða
aðstöðu undir menningarlífið með
félagsheimilunum í Árnesi og
Brautarholti,“ segir Kristófer.
Jóga og sundleikfimi
fyrir eldri borgara
Eldri borgarar í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi hafa það gott og
njóta lífsins, að sögn Kristófers.
„Já, sveitarfélagið veitir eldri
borgurum húsnæði til frírra afnota
undir félagsstarf þeirra. Auk þess fær
félagið þeirra fjárstuðning á hverju
ári. Eldri borgurum er líka boðið upp á
jóga og sundleikfimi án endurgjalds.
Þeir eldri borgarar sem þess óska
fá sendan hádegismat á mjög vægu
verði. Þar sem heilsubrestur er til
staðar og umönnunar er þörf, reynir
sveitarfélagið að bregðast við því.“
Hjúkrunarheimili í uppsveitum
Árnessýslu
– Sveitarfélögin í uppsveitum
Árnessýslu hafa lengið kallað eftir
hjúkrunarheimili á svæðið. Hvað er
að frétta af því máli?
„Þessi umræða hefur verið í
deiglunni öðru hverju, en ég hef ekki
greint að rætt hafi verið skilmerkilega
um þessi mál að undanförnu. Það
er á þessari stundu ekkert útlit fyrir
að byggt verði hjúkrunarheimili í
uppsveitum Árnessýslu. Allt bendir
til að slík þjónusta byggist áfram
upp á Selfossi. Persónulega hefði ég
viljað sjá hjúkrunarheimili byggjast
upp í uppsveitunum. Það væru
margir staðir hentugir fyrir það og
með hjúkrunarheimili myndu auk
þess verða til störf.“
Lausar lóðir
– Kristófer er næst spurður um
aðstöðuna fyrir nýtt fólk, sem
myndi vilja flytja í sveitarfélagið,
hvort það séu til lóðir og af hverju
fólk ætti þá að flytja í Skeiða- og
Gnúpverjahrepp?
„Það eru til nokkrar lausar
lóðir í sveitarfélaginu gegn vægu
gjaldi. Það hefur reyndar verið
talsverð eftirspurn eftir lóðum að
undanförnu og allnokkrum lóðum
verið úthlutað. Sem stendur er
sennilega ekkert laust húsnæði. Það
er verið að byggja þriggja íbúða
raðhús sem verður tilbúið í sumar
og framkvæmdir hefjast að öllum
líkindum við tvö önnur raðhús með
vorinu. Hugmyndir eru um fleiri
íbúðabyggingar. Framboð húsnæðis
mun því væntanlega aukast. Það eru
margir kostir við að búa í Skeiða-
og Gnúpverjahreppi. Ég og mín litla
fjölskylda getum vottað um það, en
við fluttum hingað í Árneshverfið
fyrir sjö árum og líður vel hér. Eins og
áður er getið er hér frír leikskóli og
engir biðlistar þar. Góður grunnskóli,
gott er að ala hér upp börn. Hér er
náttúran einstaklega falleg og margar
perlur skammt undan. Ekki spillir
það góða menningarlíf sem hér er
til staðar. Flestir finna vinnu hér
við sitt hæfi og vegalengdir til að
sækja vinnu í öðrum hreppum eru
skikkanlegar.“
Annasamt starf
að vera sveitarstjóri
„Það starf sem ég gegni er mjög
fjölbreytt og oft og tíðum annasamt.
Ég hef mikinn áhuga á starfinu
og því sem undir það heyrir. Það
er ákaflega lærdómsríkt að vera
sveitarstjóri. Samskipti við fólk og
að reyna að greiða götu þess, er stór
þáttur í starfinu. Það fellur mér vel.
Ég skynja ekki annað en fólk
taki mér almennt vel. Það er
áskorun að gera betur í dag en
í gær. Auðvitað kemur fyrir að
maður sé ósáttur við að hafa ekki
gert eitthvað nægjanlega vel. Það
er fátt sem gleður mann meira
en finna að maður sé að koma
einhverju gagnlegu í verk,“ segir
Kristófer þegar hann var spurður
hvað væri skemmtilegast við starf
sveitarstjóra.
Bjartsýnn á framtíð
sveitarfélagsins
– Þegar Kristófer var spurður
hvort hann vildi koma einhverju á
framfæri í lokin var hann ekki lengi
að svara.
„Já, eins og ég hef bent ítrekað
á er ég langþreyttur á ástandi vega
hér í sveitarfélaginu. Það verða
að koma til umbætur hvað það
varðar sem allra fyrst. Auk þess
minni ég á gamla rullu sem margir
kollega minna hafa vakið máls á.
Ríkisvaldið þarf að gyrða sig í brók
hvað varðar útdeilingu fjármagns
til vissra málaflokka sem hafa
verið færð til sveitarfélaga. Ég er
engu að síður bjartsýnn á framtíð
sveitarfélagsins og þeirra sem kjósa
að búa hér.“ /MHH
Menningarlífið blómstrar í sveitinni. Hér eru leikararnir, ásamt Kjartani Ragnarssyni leikstjóra, sem frumsýndu
„Saumastofuna“ í Árnesi 16. mars 2013. Verkið naut fádæma vinsælda í sveitinni. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skilti sem sýnir hluta af sveitabæjum og hverfinu í Árnesi og helstu
ferðamannastaði í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Mynd / MHH
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
SÍUR Í
DRÁTTARVÉLAR