Bændablaðið - 28.02.2019, Side 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 20192
FRÉTTIR
Rósa Birna Þorvaldsdóttir sýndi stóðhestinn Ellert frá Baldurshaga en hann er eini hesturinn í heiminum sem er ýruskjóttur. Átta folöld komu undan Ellerti
síðasta sumar, fjögur þeirra eru ýruskjótt. Myndir / MHH
Hrossaræktarsamtök Suðurlands með fræðslusýningu fagaðila í hestamennsku:
„Púlsinn“ tókst frábærlega í Ölfushöllinni
„Púlsinn“, viðburður sem Hrossa
ræktar samtök Suðurlands stóðu
fyrir í Ölfushöllinni laugardaginn
23. febrúar, tókst frábærlega.
„Já, við erum mjög sátt við
daginn sem tókst vel og er
vonandi kominn til að vera,“
segir Sigríkur Jónsson, formaður
samtakanna. Á deginum komu
hestamenn saman á fræðslusýningu
fagaðila í hestamennsku þar sem
almenningi og öðrum gafst kostur
á að fá innsýn í heim þeirra sem
hafa lifibrauð sitt af hestamennsku.
/MHH
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, setti
„Púlsinn“ með því að fara nokkra hringi í reiðhöllinni á
hestvagni og hvetja hestamenn til dáða.
Ólafur Andri Guðmundsson og Máfur frá Kjarri voru með
flotta stóðhestasýningu þar sem Ólafur Andri fór vel yfir
kosti hestsins og svaraði fyrirspurnum áhorfenda.
Niðurstaða er fengin í atkvæða
greiðslu mjólkurframleið
enda um framtíð kvótakerfis
í mjólkurframleiðslu. Mikill
meirihluti, eða 89,41%, vill ekki
afnema kvótakerfi í mjólkurfr
amleiðslu.
„Þessi skýra niðurstaða er gott og
mikilvægt veganesti fyrir okkur inn
í framtíðina,“ sagði Arnar Árnason,
formaður Landssambands kúabænda,
þegar niðurstöður lágu fyrir.
88,35% innleggjenda
greiddu atkvæði
Atkvæðagreiðslan var rafræn og
stóð yfir í eina viku, en lauk í dag
kl. 12.00. Hún fór fram í samræmi
við ákvæði gildandi samnings um
starfsskilyrði nautgriparæktar.
Hver mjólkurframleiðandi hafði
eitt atkvæði án tillits til fjölda
aðstandenda að búinu, aðildar
að Bændasamtökum Íslands eða
Landssambandi kúabænda.
Á kjörskrá voru 558 inn
leggjendur og alls greiddu 493
atkvæði, eða 88,35%. Atkvæði féllu
þannig:
• 50 eða 10,14% sögðu: Já,
ég vil afnema kvótakerfi í
mjólkurframleiðslu
• 441 eða 89,41% sögðu: Nei,
ég vil ekki afnema kvótakerfi
í mjólkurframleiðslu
• 2 eða 0,41% völdu að taka ekki
afstöðu.
Niðurstaðan er stefnumarkandi
fyrir fulltrúa bænda við endurskoðun
samnings um starfsskilyrði
nautgriparæktar sem fram fer síðar
á þessu ári. Nú verða áherslur
mótaðar í ljósi þessarar niðurstöðu
og stefnumörkunar um aðra þætti
samningsins sem koma þurfa til
endurskoðunar.
Niðurstaðan kom formanni
þægilega á óvart
„Það kom mér þægilega á óvart
hversu góð þátttakan var, hún er
okkur mjög mikilvæg, ekki síður
en sá eindregni vilji sem fram kemur
meðal bænda. Það er gott fyrir okkur
sem stöndum í brúnni að sjá þessa
miklu samstöðu í greininni og kemur
sérlega vel að hafa þetta sterka
bakland þegar samningaviðræður
hefjast við ríkisvaldið,“ sagði Arnar
Árnason.
Stefnumarkandi niðurstaða
Niðurstaðan er stefnumarkandi
við endurskoðun samnings um
starfsskilyrði nautgriparæktar sem
fram fer síðar á þessu ári.
/MÞÞ/HKr.
Afgerandi meirihluti, eða 89,41%, mjólkurframleiðenda vill ekki afnema kvótakerfið:
Mikilvægt veganesti fyrir
okkur inn í framtíðina
– segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda
Arnar Árnason. Mynd / HKr.
Ársfundur Bændasamtaka Íslands
verður haldinn á Hótel Örk í
Hveragerði föstudaginn 15. mars
nk. Hætt var við áður auglýstan
fundartíma og viðburðinum
frestað um viku vegna yfirvofandi
verkfalls Eflingarfólks sem starfar
í hótelgeiranum.
Hefðbundin aðalfundarstörf
hefjast klukkan 9.00 og standa
til hádegis. Eftir hádegi, klukkan
13.00, hefst opin ráðstefna þar sem
umfjöllunarefnið er sérstaða íslensks
landbúnaðar. Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra mun ávarpa gesti
og í kjölfarið verða haldin erindi,
meðal annars um smitsjúkdóma
og sýklalyfjaónæmi, viðhorf til
matvælaframleiðslu og lýðheilsu,
lífræna ræktun og nýsköpun til
sveita.
Um kvöldið kl. 20.00 verður
blásið í veislulúðra og haldin
bændahátíð á Hótel Örk þar
sem íslenskar búvörur verða í
öndvegi. Guðrún Hafsteinsdóttir,
formaður Samtaka iðnaðarins og
heimamaður í Hveragerði, sér um
veislustjórn. Sólmundur Hólm og
fleiri skemmtikraftar stíga á svið og
ballhljómsveitin Allt í einu leikur
fyrir dansi.
Miðapantanir á bændahátíðina eru
á vefnum bondi.is en viðburðurinn er
nánar auglýstur á bls. 5 hér í blaðinu.
/TB
Ársfundur BÍ
15. mars
Bændasamtök Íslands
Merki
Pósitíft
Innflutningsmálin:
Fundaröð
ráðherra
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs og landbúnaðar
ráð herra stendur nú fyrir
fundaröð á landsbyggðinni þar
sem frumvarp atvinnuvega
og nýsköpunarráðuneytisins
varðandi innflutning á búvörum
– þar á meðal ófrystu kjöti, hráum
eggjum og ógerilsneyddri mjólk –
er til umræðu. Frumvarpið liggur
í Samráðsgátt stjórnvalda til
umsagnar til 6. mars.
Talið er að um 250 manns hafi
sótt fyrsta fundinn, sem haldinn var
í Þingborg í Flóa á mánudaginn en
síðasti fundurinn verður haldinn
í Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum
þriðjudaginn 5. mars. /smh
Fundadagskráin er eftirfarandi:
• Fimmtudagur 28. feb. kl. 12.00:
Þjóðminjasafnið, Reykjavík.
• Fimmtudagur 28. feb. kl.
20.00: Félagsheimilið
Hlíðarbær, Hörgársveit.
• Mánudagur 4. mars kl. 20.30:
Hótel Hamar, Borgarnesi.
• Þriðjudagur 5. mars kl. 20.00:
Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum.
Fundargestir í Þingborg. Mynd / MHH