Bændablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201958 Nokkur umræða hefur skapast síðustu mánuði vegna stöðu ríkisins á bankamarkaði. Ekki þarf að fjölyrða um að ríkið á sem stendur tvo af þremur viðskiptabönkum landsins, Landsbankann (98,2%) og Íslandsbanka (100%). Flestir virðast sammála um að slíkt fyrirkomulag gangi ekki til lengdar og ráðamenn þjóðarinnar standa nú frammi fyrir ákvörðunum sem munu hafa gríðarleg áhrif á framtíð bankakerfisins. En hvað er til ráða? Hvítbókin Nýverið kom út hvítbók um fjármálakerfið sem ætlað var að skýra línur í þessum efnum. Hópur sérfræðinga á sviði bankamála skilaði afurð sem varpar ákveðnu ljósi á núverandi stöðu og færir sterk rök fyrir því að æskilegt væri að laga rekstrarumhverfi bankanna og að því loknu að selja þá. Það kemur þó á endanum í hlut stjórnmálamanna að marka stefnuna. Að marka stefnu er ekkert einfalt mál, slíkt krefst þekkingar, færni, hugrekkis og skýrrar sýnar á stóru myndina. En hver er stóra myndin? Stóra myndin Til að forðast allar vífillengingar má orða það svo. Bankakerfið okkar er einsleitt, illa samkeppnishæft með tilliti til þeirra breytinga sem nú eru að verða og leitt af ríkinu sem hagar sér nákvæmlega eins og hvar annar eigandi myndi gera, en slíkt staðfestir nýútkomið uppgjör Landsbankans fyrir 2018. Kemur þá að kjarna málsins. Hagnaður Landsbankans var 19.260 milljónir króna á liðnu ári og ávöxtun eigin fjár þ.e. hagnaður/ eigin fé = 8,2%. Tillaga bankaráðs til aðalfundar í mars verður svo að greiða út 9.900 milljónir króna til hluthafa. Allt saman æðislegt! Frábært að fá meiri peninga í ríkiskassann. Eða hvað? Hverjir borga? Við fyrstu sýn kann einhverjum að þykja stórfínt að ríkisbankinn hagnist verulega, ávaxti það fé sem bundið er í starfseminni vel og skili ríkulegum arði til ríkissjóðs. En hverjir eru það sem standa undir hagnaði bankans? Undir hagnaði bankans stendur fólk. Annars vegar einstaklingar sem borga vexti og þjónustugjöld, en hins vegar fyrirtæki sem greiða vexti og þjónustugjöld. Hér verður að hafa í huga að fyrirtæki eru ekkert annað en fólk. Fólk sem á þau, fólkið sem vinnur fyrir þau og fólkið sem verslar við þau. Fólkið borgar. Þú borgar! Við borgum 19.260 milljónir til ríkisins umfram það sem kostar að reka Landsbankann, árið 2018. Þegar sú mynd rennur upp fyrir manni vakna ótal spurningar. Er það hlutverk ríkisins að reka viðskiptabanka? Er það hlutverk ríkisins að reka viðskiptabanka með kröfu um ávöxtun sambærilega því sem nákvæmlega hver annar eigandi myndi gera? Er það hlutverk ríkisins að reka fyrirtæki sem hagnast verulega af viðskiptum við íbúa landsins? Hver er munurinn á þessu háttalagi og hverri annarri skattlagningu? Mætti hugsa hlutina upp á nýtt? Eigendur fyrirtækja eins og Landsbankans hafa í hendi sér hver stefnan er og ýmsir, meðal annarra Frosti Sigurjónsson, hafa leyft sér að velta vöngum yfir því hvort ekki megi nýta Landsbankann með öðrum og skynsamlegri hætti. Það er ekkert náttúrulögmál að viðskiptabanki í ríkiseigu verði að hámarka arðsemi með óhóflegum álögum á viðskiptavini sína í skjóli fákeppni, aðgangshindrana og einsleitni. Til dæmis gæti Landsbankinn orðið hryggjarstykki í fjármálakerfi sem byggði á lægri ávöxtunarkröfu [lesist: álögum á viðskiptavini] líkt og þekkist víða um heim og nærtækast að líta til Þýskalands. Það eina sem þarf til er pólitískur vilji, þekking og þor. Vilji til að marka Landsbankanum skýra stefnu um hóflega ávöxtunarkröfu. Þor til að marka honum stefnu um samfélagslega ábyrga nálgun og þekking til að útfæra stefnuna. Í því samhengi þyrfti að líta til áforma um uppbyggingu höfuðstöðva á dýrustu lóð landsins og nýverið voru launamál bankastýrunnar í brennidepli. Ef til vill mætti jafnframt setja bankanum reglur um að þjónusta byggðir landsins t.d. með ákveðinni þjónustu í öllum landshlutum og/eða skilgreindum byggðalögum. Gildir einu hvort sú vegferð sem hér er lýst yrði kölluð samfélagsbanki eða endurreisn Sparisjóðanetsins. Lykillinn er þó að slíkt verður ekki gert ani menn að því að selja frá sér einstakt tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt. Tækifærið er núna. Helgi Héðinsson Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGSUGU- DÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR LESENDABÁS Landsbankinn – Lands bankinn? Helgi Héðinsson. Samspil sauðfjár og skógræktar – vitum við nóg? Í skógarstefnu 21. aldar er talað um að höfuðviðfangsefnið sé að auka flatarmál skóga og að því verði meðal annars náð með friðun lands fyrir beit og með breytingum á fyrirkomulagi beitar. Með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var haustið 2018 varð kolefnisbinding eitt meginhlutverk Skógaræktarinnar. Landssamtök sauðfjárbænda stefna einnig að kolefnisjöfnun sauðfjárræktarinnar fyrir 2022. Má gera því skóna að skógrækt sauðfjárbænda þurfi að stóraukast á allra næstu árum ef það takmark á að nást. Beitarskemmdir eða beitaráhrif? Í gegnum tíðina höfum við heyrt að ef skógur verður fyrir beit þá séu það skemmdir. En skógarskemmdir eru afstætt hugtak, þær geta verið efnahagslegar, útlitslegar eða tilfinningalegar. Það er nauðsynlegt að gera skýran greinarmun á þessum þáttum. Þó birkiskógur sé bitinn þannig að hann sé lauflaus eins langt upp og sauðfé nær, eru það útlitslegar eða tilfinningalegar skemmdir en ekki endilega efnislegar. Ef skógurinn fær hinsvegar ekki tíma og frið til að endurnýja sig þegar þess er þörf þá skemmist hann og eyðileggst. Ef ræktaður ungskógur er beittur þannig að einhver tré missa toppsprotann, önnur eru tröðkuð niður eða brotin, eru það ekki endilega skemmdir á skógi, ef nægilega mörg tré eru eftir óskemmd miðað við endanleg markmið skógarins. „Sérhver grein bitin þýðir ekki skemmt tré. Sérhvert tré bitið þýðir ekki skemmdan skóg,“ er góð tilvitnun úr erlendri vísindagrein sem vert er að hafa í huga. Mikill kostnaður af friðun Kostnaður við friðun og vörslu skóga er gríðarlegur, en það er á könnu Skógræktarinnar að meta hversu lengi hennar er þörf hjá einstökum bændum sem eru í skógrækt á lögbýlum. Stytting þess tíma, eða jafnvel að sleppa friðun fyrir ákveðnar trjátegundir þar sem beitarþungi er lítill, þýðir sparnað og þann sparnað má vega upp á móti hugsanlega auknum kostnaði við nýskógrækt fyrstu árin vegna einhverra aukinna affalla samhliða hugsanlegri beit. En í dag er ekki til næg þekking til að almennt skipuleggja skógrækt samhliða beit, eða skipuleggja beit í grónum skógi. Þó vissulega hafa nokkrir einstaklingar mikla og góða reynslu af beit í sínum skógi. Hvernig má beita? Varasamt er að draga of almennar ályktanir af einstökum beitar­ rannsóknum. Grunninn þarf að breikka og styrkja. Niðurstöður í meistaraverkefni mínu um sauðfjárbeit í ræktuðum ungskógi gilda t.d. bara fyrir sumarbeit lerkis í mólendi. Þó niðurstöður þess hafi bent til að óhætt sé að beita ungan lerkiskóg yfir sumartímann ef nægur annar gróður er til staðar, má ekki álykta sem svo að sauðfjárbeit í skógi sé í fínu lagi við allar aðstæður. Verkefnið var bara lítill biti í það púsluspil sem sem setja þarf saman um beit í íslenskum skógum. Skóglendi getur verið frábært beitiland, gróskumikið og skjólgott. Æ fleiri bændur spyrja nú hvenær óhætt er að sleppa búsmala og þá í hversu miklu magni á skógræktarland sem vaxið er úr grasi án þess að valda óásættanlegum skemmdum eða afföllum á trjágróðrinum. En það er alveg ljóst að engar algildar reglur eru til og virk beitarstýring er alltaf nauðsynleg í skógarbeit og því þarf að fylgjast vel með hegðun sauðfjár í skógi og vera tilbúinn að grípa inn í ef þess er þörf. Við þurfum að rannsaka meira Skógræktarfólk býr yfir gríðarlegri og góðri þekkingu á áhrifum veðurfars, jarðvegsskilyrða, skordýra og sjúkdóma á tré og skóga og hvernig megi bregðast við þeim. Áhrif húsdýrabeitar hafa nánast ekkert verið rannsökuð. Einnig hefur lítið farið fyrir beitarrannsóknum í sauðfjárrækt síðan rannsóknir RALA fóru fram fyrir um 40 árum. Mest er þörf á frekari rannsókn­ um á mun á beitaráhrifum milli trjátegunda og mismunandi beitartíma sauðfjár. Best væri að þær rannsóknir væru gerðar með mismunandi beitarþunga, vegna þess hve erfitt er að gefa út leiðbeiningar um beitarþunga ef meðferðirnar eru einungis beit/ekki beit. Allt land er hægt að eyðileggja með of þungri beit, hvort sem það er skóg eða mólendi. Og engin þörf er á að rannsaka HVORT beit geti skemmt skóga heldur HVERNIG. Rannsóknir ættu bæði að beinast að hvort og hvenær óhætt er að beita skóg, bæði aldurs­, stærðar­ og tímalega og áhrifum á endurnýjun skógar. Fyrr er ekki hægt að gefa út neinar traustar leiðbeiningar um hvernig skógrækt og beit fara saman. Einnig væri áhugavert að skoða mun á áhrifum skógarbeitar milli sauðfjár, nautgripa og hrossa, en þó eru rannsóknir á sauðfjárbeit brýnastar þar sem sauðfjárbeit er sú nýting sem mest áhrif hefur á úthaga. Breytt nálgun nauðsynleg? Á tímum skipulagðrar skógrækar sl. öld hefur þess verið vandlega gætt að aðskilja skóglendi og beitardýr. Eðlilega, þar sem fyrri reynsla af nýtingu náttúrulegra skóga á Íslandi gaf ekki ástæðu til annars. Beit birkiskóga var af illri nauðsyn stunduð hér á landi með hagsmuni búfjár í huga frekar en skógarins. Í dag lifum við á öðrum og breyttum tímum og er því ekki kominn tími til að skógræktarfólk og sauðfjárbændur hugi að breyttri nálgun? Guðríður Baldvinsdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi á Lóni Höfundur er skógarbóndi og MSc í skógrækt með áherslu á sauðfjárbeit í lerkiskógi Landssamtök sauðfjárbænda stefna að kolefnisjöfnun sauðfjárræktarinnar fyrir 2022. Má gera því skóna að skógrækt sauðfjárbænda þurfi að stóraukast á allra næstu árum ef það takmark á að nást. Skóglendi getur verið frábært beitiland, gróskumikið og skjólgott. Æ fleiri bændur spyrja nú hvenær óhætt sé að sleppa búsmala og þá í hversu miklu magni á skógræktarland sem vaxið er úr grasi án þess að valda óásættanlegum skemmdum eða afföllum á trjágróðrinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.