Bændablaðið - 28.02.2019, Side 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201930
SAMGÖNGUR&FJÁRMÖGNUN
Sigurður Ingi Jóhannsson
samgönguráðherra segir að engin
ákvörðun liggi fyrir um vegtolla
sem mikið hafa verið í umræðunni
að undanförnu. Hefur hann því
varpað fram þeirri hugmynd hvort
skynsamlegra geti verið að nota
arðgreiðslur Landsvirkjunar í
uppbyggingu vegakerfisins og bíða
með vegtolla í 4-5 ár.
Viðraði Sigurður þetta í viðtali
í þættinum „Á Sprengisandi“ á
Bylgjunni fyrir skömmu og sagði
að samkvæmt samgönguáætlun yrði
aukning í framlögum ríkisins næstu
árin. Hins vegar væri því ekki að
leyna að fólki víða um land fyndist
ekki nóg að gert. Það væri staðreynd
að það hafi verið gert of lítið og of
lengi.
Bændablaðið óskaði eftir frekari
útlistun á þessum hugmyndum og tók
hús á Sigurði Inga í ráðuneyti hans í
síðustu viku.
Stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir
nýtingu eignatekna
„Það er sagt í stjórnarsáttmálanum að
við ætlum að nýta eignatekjur ríkisins,
m.a. í bönkunum, og það gerðum við
í fyrstu fjármálaáætluninni. Þá var í
fyrsta skipti áætlaður viðbótararður
sem hafði ekki verið áður tekinn inn
í tekjugrunn ríkisins. Þar voru þó
bara áætluð þrjú ár því menn vildu
ekki fara mikið lengra fram í tímann
þar sem óvissuþættir væru of margir.
Við settum fimm og hálfan
milljarð í samgöngur á hverju ári
þessa tímabils, þ.e. árin 2019,
2020 og 2021. Það eru í heild 16,5
milljarðar. Þar með vorum við
auðvitað búin að fjármagna miklu
stærri hluta og miklu hærri upphæð
inn í samgöngur heldur en hefur
verið gert í mjög langan tíma og
kannski aldrei. Þannig leggjum við
af stað inn í samgönguáætlunina.
Bæði samgönguráðið, sem var
búið að stilla upp tillögu inn í
ráðuneytið síðastliðið sumar, sem
og við í ráðuneytinu, gerðum
okkur grein fyrir af samtölum við
fólk sem hingað kom í viðtöl að
væntingarnar voru miklu meiri.
Umferðarþunginn var orðinn svo
mikill að vegirnir báru þetta ekki.
Þá hafði umferðarörygginu líka
farið verulega aftur og banaslysum
því miður fjölgað síðustu árin, þrátt
fyrir að slysum hafi hlutfallslega
fækkað miðað við umferðarþungann.
Alvarleg slys og banaslys hafa verið
í kringum 200 á ári í þó nokkuð mörg
ár, á meðan flestar aðrar þjóðir sem
við berum okkur saman við eru að
ná þessu niður.
Áður vorum við meðal fremstu
þjóða hvað litla slysatíðni varðar.
Eftir gríðarlega fjölgun ferðamanna,
aukinn umferðarþunga og aukinn
hagvöxt þá liggur fyrir sú staðreynd
að allar ríkisstjórnir frá 2011 hafa
sett of lítið fé í samgöngumál. Því
hafa vegirnir ekki verið nægilega
góðir. Umferðarþunginn er orðinn
of mikill miðað við aðstæður og
slysatíðnin hefur aukist. Þess vegna
var það orðað að það þyrfti að gera
eitthvað fleira.“
Hugsað út fyrir boxið og stefnt á
flýtiframkvæmdir
„Í þinginu nefndu menn flýti
framkvæmdir og að hugsa út fyrir
boxið. Síðan var samgönguáætlunin
samþykkt óbreytt, en þó með
tillögum úr þremur starfshópum.
Þær vörðuðu annars vegar breytingar
á fluginu þar sem ISAVIA yfirtæki
reksturinn á millilandafluginu sem
Alþingi samþykkti. Einnig að fara
í þessa svokölluðu skosku leið
varðandi innanlandsflugið.
Önnur tillaga varðaði
uppbygginguna á höfuðborgar
svæðinu og stuðning ríkisins við
borgarlínu og næstu skref þar að
lútandi sem líka var samþykkt.
Í þriðja lagi var samþykkt að þingið
heimilaði framkvæmdavaldinu að
finna nýjar leiðir við fjármögnun
flýtiframkvæmda til að geta gert
meira á næstu árum.
Ein hugmyndin sem uppi hefur
verið er sú að stofna opinbert
hlutafélag (ohf.) og framkvæma
meira á næstu árum í gegnum það
fyrir lán sem síðan yrði greitt með
veggjöldum í til að mynda 20 ár eftir
að framkvæmdum lyki.“
Kerfi fyrir veggjaldainnheimtu
ekki tilbúið
Sigurður segir að þrátt fyrir þessar
hugmyndir um veggjöld, þá hafi
menn ekki komið sér niður á með
hvaða hætti það yrði gert og tæknin
til þess sé heldur ekki tilbúin.
„Þetta er bara í vinnslu og
samgönguáætlun samþykkir að
við getum haldið áfram að vinna á
þessum nótum. Til þess höfum við
stuðning þingsins.
Við höfum líka sagt, og þar vísa
ég í stjórnarsáttmálann, að við séum
að leita að þeirri fjármögnun sem
þarf til þess að byggja upp.“
Nýting arðgreiðslna frá
Landsvirkjun
„Í viðtalinu Á Sprengisandi benti
ég á að við erum líka að fara að
fá inn verulegar arðgreiðslur
frá Landsvirkjun og hugsanlega
öðrum aðilum. Við gætum líka
séð eignatekjur annars staðar frá.
Þar gæti verið um að ræða sölu á
einhverjum ríkiseignum sem við
gætum nýtt í sama tilgangi. Þá
gætum við byggt upp án þess að
taka lán, hvort sem við settum svo
veggjöld á síðar til að greiða þær
framkvæmdir eður ei. Það væri
þá bara seinni tíma ákvörðun.
Ég var eiginlega bara að benda á
að þetta væri allt til skoðunar og
engin ákvörðun hafi verið tekin.
Jafnvel þótt samgönguáætlun hafi
samþykkt að nauðsynlegt væri að
fara í flýtiframkvæmdir vegna þess
að umferðarörygginu væri ógnað.“
– Er ekki margt sem mælir
með því að nýta þannig arð frá
Landsvirkjun eða fé úr sölu eigna í
stað þess að ríkið sé að taka lán með
tilheyrandi vaxtakostnaði?
„Það sem við þurfum að horfa til
í þessu efni er heildarskuldsetning
ríkisins. Slíkar framkvæmdir munu
auðvitað hafa áhrif á ríkissjóð.
Þó við myndum stofna opinbert
hlutafélag sem Vegagerðin héldi
utan um, yrði það engu að síður
skuldasöfnun á vegum ríkisins. Þar
verður líka að hafa í huga að við
erum með ákveðnar fjármálareglur
sem við þurfum að standast.
Vissulega höfum við verið að
greiða mjög hratt niður skuldir
ríkissjóðs. Sumir hafa bent á að þar sé
jafnvel of geyst farið og þörf sé á að
ríkið fari út á skuldabréfamarkaðinn
til að viðhalda honum með útgáfu
á skuldabréfum sem gæti nýst í
þessum tilgangi. Ég var því í raun
og veru að segja að við séum að
skoða margar ólíkar leiðir, en
markmiðið er að komast í þessar
flýtiframkvæmdir vegna þess
að þörfin er svo sannarlega fyrir
hendi.“
Ævintýralegur ávinningur gæti
helmingað um 60 milljarða
árlegan slysakostnað
„Ávinningurinn yrði ævintýralegur.
Við myndum bæta umferðaröryggið,
fækka banaslysum og öðrum
alvarlegum slysum. Við höfum
dæmi um að það að aðskilja
akstursstefnur, eins og t.d. var gert
á Reykjanesbrautinni, þá minnkaði
slysatíðnin stórkostlega. Miðað við
það þá getum við með vegabótum
lækkað um helming áætlaðan 50
til 60 milljarða kostnað af tjónum
sem verða á vegunum á hverju ári.
Það gætum við gert með því að
gera endurbætur á meginleiðum frá
Reykjavík upp í Borgarnes, austur
fyrir Selfoss og með því að tvöfalda
þann kafla Reykjanesbrautarinnar
sem eftir er.
Þetta yrði þjóðhagslegur
sparnaður sem kæmi fram í heil
brigðiskerfinu, löggæslu og kannski
fyrst og fremst á vinumarkaði vegna
minni örkumlunar vegfarenda.“
Málið á dagskrá í nýrri
fjármálaáætlun
- Hvernig taka félagar þínir í
ríkisstjórn í svona hugmyndir?
„Við erum í sjálfu sér að vinna
þetta þessa dagana í tengslum við
fjármálaáætlun sem nú er gerð á
hverju ári til næstu fimm ára. Við
erum að stilla þeirri fjármálaáætlun
upp og hvernig við getum staðið
við þær skuldbindingar sem við
viljum standa við. Hvort sem það
er samgönguáætlun, uppbygging
heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins
eða aðrir þættir. Þetta erum við að
skoða á sama tíma og hagsveiflan er
að fara niður. Ég held því að það sé
talsverð áskorun á okkur að finna
fjármögnun eftir öðrum leiðum en
hefðbundið er.
Það eru margir sem hafa mikla
„Við það þá getum við með vegabótum lækkað um helming áætlaðan 50 til 60 milljarða kostnað af tjónum sem verða á vegunum á hverju ári,“ segir
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Mynd / HKr.
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Samgönguráðherra segir enga ákvörðun fyrirliggjandi um álagningu vegtolla og fleiri leiðir komi til greina:
Ávinningurinn af flýtiframkvæmdum
í vegamálum yrði ævintýralegur
– Arður frá Landsvirkjun og af eignasölu gæti einnig nýst til uppbyggingar vegakerfisins
Umferðaröryggið mikilvægast
„Númer eitt , tvö og þrjú er umferðaröryggi. Þess vegna eru menn
að horfa á vegi þar sem þarf að aðskilja akstursstefnur. Það eru
langsamlega arðsömustu framkvæmdirnar.“