Bændablaðið - 28.02.2019, Side 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201952
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Nýja matskerfið WelFur leggur
áherslu á dýrin, en bóndinn
mun ekki finna fyrir miklum
breytingum ef hann hefur nú
þegar innleitt viðeigandi bústjórn
og starfsvenjur á búinu.
Virkar vatnskerfið eins og
það á að gera? Er undirburður
í hreiðurkassanum? Eru dýrin
forvitin, árásargjörn eða hrædd
þegar menn eru nálægt? Þetta er
aðeins brot af spurningunum sem
matsmaður WelFur mun leita svara
við þegar verið er að meta velferð
dýranna á minkabúum í Evrópu.
Kerfið er frekar einfalt en að baki
einfaldleikanum liggja miklar og
öflugar rannsóknir.
„Það er enginn hókus-pókus við
framkvæmdina. WelFur-matskerfið
setur bara tölur á það sem bóndinn
sér dags daglega,“ segir Bente Krogh
Hansen, en hún er umsjónarmaður
prufukeyrslu WelFur-verkefnisins
sem fór fram á völdum minkabúum
í 10 Evrópulöndum árin 2015 og
2016, áður en WelFur-matskerfið var
tekið í notkun á öllum minkabúum
í Evrópu.
WelFur endurspeglar staðreyndir
en ekki tilfinningar
WelFur-matskerfið breytir meira
en 30 ára rannsóknum á loðdýrum
í stigakerfi sem gengur frá 0 til
100, með því að fylgjast með
hegðun dýranna, húsakosti og
starfsvenjum á viðkomandi búi.
Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir
gefur WelFur vísindalegt mat á á
hvaða stigi dýravelferðin er. Svona
gögn má ekki aðeins nota til að finna
hvar og hvernig má gera betur til að
auka dýravelferðina – gögnin má
líka nota í pólitískum umræðum.
„Welfur-matskerfið skoðar
og endurspeglar staðreyndir en
ekki tilfinningar. Ef einhver fer
að gagnrýna ákveðið minkabú
má vísa í WelFur-matskerfið og
þar með leggja fram vottun um
raunverulegt og vísindalegt mat á
búinu. Þá verður erfiðara að leggja
fram rök fyrir hinu gagnstæða þar
sem vísindin ljúga ekki,“ segir
Bente Krogh Hansen.
Margar mismunandi mælingar
Um það bil 4-5 klst. tekur að
framkvæma allar mælingar í
WelFur-matskerfinu og bóndinn
er ekki skyldur að vera við á
meðan mælingarnar fara fram.
Reyndar krefjast mælingarnar að
matsmaðurinn einbeiti sér og því vilja
þeir frekar gera flestar mælingarnar
einir. Matskerfið inniheldur 22
mælingar á minkabúum og 23
mælingar á refabúum.
Mælingarnar skiptist í þrjá
flokka og byggjast á: Aðföngum,
starfsvenjum og dýrum. Mælingar
á aðföngum felast t.d. í því að skoða
húsakostinn, t.d. er mælt hvort
búrastærðin uppfyllir kröfur ESB og
hvort vatnskerfið virkar fullkomlega
þannig að öll dýrin hafi frjálsan
aðgang að vatni.
Mælingar á starfvenju felast m.a. í
að kíkja á venjurnar í kringum aflífun
dýra á meðan mælingar á dýrum
beinast eðlilega að dýrunum sjálfum,
þar sem m.a. er spurt: Hafa dýrin
sár, feldnag eða sýna þau óeðlilega
hegðun? Hvernig er holdafarið og
hvernig bregðast dýrin við fólki?
Við matið eru skoðuð 120 hólf á
minkabúum og 80 hólf á refabúum
og þau eiga að vera dreifð úti um allt
búið, en það tryggir raunverulega
mynd af því búi sem verið er að meta.
Að jafnaði opnar matsmaðurinn
aldrei búrin en allar athuganir
fara fram frá ganginum. Aðeins í
tilfellum þar sem nauðsynlegt er að
athuga t.d. hreyfingu ákveðins dýrs,
má nota tól til að reyna að færa dýrið
nógu mikið til að hægt sé að klára
athugunina.
„Það snýst allt um góðar
starfsvenjur. Svo fremi að bóndinn
fylgist með dýrunum og hugsar vel
um þau, þá er ekki erfitt fyrir hann
að fá WelFur-vottun.“– Bente Krogh
Hansen, Welfur matsmaður
WelFur verðlaunar góðar
starfsvenjur
Matsmaður WelFur skráir allar
athuganirnar á spjaldtölvu og þaðan
er gögnunum hlaðið upp á netþjón í
Brussel. Gögnin eru síðan unnin og
eftir þrjár heimsóknir, hverja á sínu
tímabili, er matinu lokið.
Því fleiri stig sem gefin eru
(hámark 100), þess meiri er
dýravelferðin á viðkomandi búi. Ef
búið fær 55 stig fær það merkinguna
„Velferð dýra í góðu lagi“ (e. „Good
current standard“). Samkvæmt
Bente Krogh Hansen er hins vegar
ekki sérstaklega erfitt að fá góða
einkunn. „Það snýst allt um góðar
starfsvenjur. Svo fremi að bóndinn
fylgist með dýrunum og hugsar vel
um þau, þá er ekki erfitt fyrir hann
að fá WelFur-vottun. Það felst í því
að bóndinn eða starfsmenn hans
fylgist með dýrunum daglega og að
til séu vinnureglur varðandi veik dýr,
þannig að þau séu meðhöndluð eða
drepin ef þau sýna ekki bata eftir
nokkra daga. Hafi maður 3-4 dýr
saman í búri krefst það t.d. meira
eftirlits. WelFur verðlaunar þá sem
passa dýrin sín almennilega,“ segir
hún.
Samkvæmt ESB-reglugerðinni,
sem gildir í öllum löndum í ESB er
skylda að líta eftir dýrunum daglega,
t.d. þegar verið er að fóðra, til að
koma í veg fyrir að dýrin þjáist af
verkjum eða séu særð. Uppfylli
maður þær kröfur er maður á góðri
leið með að ná WelFur-vottun.
Fullkomið gagnasafn úr
matskerfinu mun ekki aðeins gefa
gott og vísindalegt yfirlit, það er
einnig gott verkfæri til að komast
að því hvað megi bæta á viðkomandi
búi til að auka enn dýravelferð og fá
enn fleiri stig við næstu heimsókn
matsmanns WelFur.
• „European Fur Breeder“ félagið var frumkvöðull að WelFur árið 2009.
WelFur byggir á verkefninu „Welfare Quality“ sem unnið er á vegum
Evrópusambandsins (The European Commission).
• WelFur er vottunarkerfi sem metur dýravelferð á býlum. Frá árinu
2020 munu eingöngu verða boðin til sölu WelFur-vottuð skinn í
evrópskum uppboðshúsum.
• WelFur matskerfið er sérstakt því þar eru teknar saman í eitt matskerfi
mismunandi leiðir til að mæla dýravelferð.
• Þegar WelFur verður tekið í notkun mun það verða sterkasta og mest
alhliða matskerfið til að meta dýravelferð í heilli heimsálfu.
• WelFur verður tekið í notkun í Evrópu í janúar 2020.
• Þrjár heimsóknir þarf til að leggja WelFur-mat á viðkomandi bú.
Þessar heimsóknir eiga sér stað á vetrartímabilinu, mjólkurskeiðinu
og vaxtarskeiðinu. Þegar WelFur-matinu er lokið þarf að meta búið
einu sinni á ári til að vottunin haldist gild.
• Nú þegar eru til viðmiðunarreglur (e. Protocol) WelFur fyrir mink og
ref en reglur fyrir „finn raccoon“ eru í vinnslu.
Um WelFur
Bente Krogh Hansen tók út loðdýrabú um alla Evrópu árin 2015 og 2016 sem hluta af prufukeyrslu WelFur, sem er
þróunarverkefni Fur Europe. Hún segir að loðdýrabændur þurfi ekki að vera smeykir við að fá heimsókn – þetta
sé enginn hókus-pókus. Mynd / Jesper Clausen
Ditte Clausen
ábyrgðarmaður
í loðdýrarækt
ditte@rml.is
WelFur breytir ekki starfsvenjum
Öll matarframleiðsla í
heiminum er staðbundin.
Stærð nær umhverfisins er
eðlilega misstórt af ýmsum
ástæðum, t.d. landfræði
legum og viðskiptalegum.
Flestar vöru tegundir,
framleiðsluaðferðir og
uppskriftir eiga uppruna
sinn í menningu og matargerð
fólksins.
Í aldanna rás hefur
mataröflunin verið byggð
á heimaframleiðslu. Á
síðustu 1–200 árum – frá
iðnbyltingu – hefur vaxandi
þéttbýlismyndun kallað á
stórrekstur matvælaframleiðslu.
Það þýðir samt ekki að
heimavinnslu megi afleggja.
Þar er upphafið, sérstaðan og
undirstaðan. Þar eru hefðirnar og
þar þarf nýsköpunin að vera öflug.
Heimavinnsla nútímans býr við allt
aðrar forsendur en heimavinnsla
forfeðranna. Heimavinnsla
nútímans eykur fjölbreytileika og
vöruframboð. Kemur ekki í staðinn
fyrir verksmiðjureksturinn.
Þannig er þessu líka varið hér
á landi. Í stað þess að berjast um
nauðþurftirnar er heimavinnslan í
dag skemmtilegt viðfangsefni, sem
frumframleiðendur geta nýtt sér til
að skapa betra svigrúm í framleiðslu
sinni, bæta nýtingu fasteigna og
skapa arðbærari rekstur með auknum
tekjum. Aukin ferðamennska kallar
á meiri upplifun og afþreyingu.
Samtvinnun landbúnaðar og
ferðamennsku kallar stöðugt eftir
meiri upplifun og staðbundin
matarmenning lands og þjóðar
er afar mikilvæg. „Hvað er
sérstakt á þessum matseðli?“
er gjarnan spurt. Ef góð saga
fylgir matseðlinum verður hann
áhugaverðari og minningin endist
með upplifun bragðkirtlanna.
Námskeið í heimavinnslu
Af þessum ástæðum m.a.
hefur undirritaður staðið fyrir
námskeiðum um heimavinnslu
mjólkur og framleiðslu
mjólkurafurða. Á síðustu árum
hafa nokkur hundruð manns
sótt námskeiðin og keypt bókina
um heimavinnslu. Mikill áhugi
er á sköpun sérstöðu og þeirri
verðmætasköpun er getur fylgt
heimavinnslu, ef rétt er á málum
haldið. Það er vaxandi skilningur
innan samfélagsins á mikilvægi
nýsköpunar grasrótarinnar. Nú stendur
til að bjóða framhaldsnámskeið
í mjólkurvinnslu – sérstaklega
ostagerð. Enn er óplægður akur mörg
þúsunda ostategunda, sem aðlaga
þarf að íslenskri mjólk, umhverfi og
náttúru.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða
heimavinnslu eigin frumframleiðslu,
fá ráðgjöf, meta aðstæður og
möguleika og skoða tæki og tól
ættu að hafa samband við Sverri
Geirmundsson í VB Landbúnaði eða
Þórarin Egil Sveinsson. Því fleiri sem
taka skrefið því sterkari landbúnaður
og arðbærari.
Þórarinn Egill Sveinsson
mjólkurverkfræðingur mun
halda námskeið í heimavinnslu
mjólkurafurða í Hússtjórnarskólanum
á Hallormsstað helgina 9.–10. mars.
Áhersla á sjálfbærni og nýtingu
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað
leggur áherslu á sjálfbærni og
nýtingu hráefnis úr nærumhverfinu
í kennslu sinni í matarfræði.
Frá stofnun skólans, árið 1930,
hefur skólinn nýtt matarkistu
Austurlands í kennslu og lagt
áherslu á varðveislu menningararfs
í gömlum matreiðsluhefðum og
handverki og tengja það nútímatækni
með nýsköpun. Heimavinnsla
mjólkurafurða er liður í því.
Á námskeiðinu fá þátttakendur
að kynnast fjölbreytileika mjólkur
og mjólkurafurða, helstu hugtök
í mjólkurfræðum, hlutverk efna
mjólkurinnar og þann mikla
tegundafjölda sem framleiddur er úr
mjólk. Grunnatriði ostagerðar eru
rædd og kenndar einfaldar aðferðir
við ferskar og súrar mjólkurafurðir.
Innsýn í smásæjan heim gerla og
hvata, nýtingu þeirra í framleiðslu –
góðir og vondir gerlar ræddir, hvað
ber að forðast og hvað skal kalla fram.
Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem
þarf til heimavinnslu mjólkurafurða.
Þátttakendur framleiða nokkrar
tegundir mjólkurvara sem næst að
fullgera á tveimur sólarhringum.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið
á vefslóðinni https://goo.gl/forms/
hZHjtzLbKTrfIyHE2
Þórarinn Egill Sveinsson
mjólkurverkfræðingur
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað:
Heimavinnsla mjólkurafurða
LESENDABÁS
Þórarinn hefur unnið með ungum bónda og
fjölskyldu hans í Englandi. Hér með skyrdós á
leið í sölu beint frá býli.