Bændablaðið - 28.02.2019, Side 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201948
Í síðasta Bændablaði var fjallað
almennt um niðurstöður átaks
verkefnis í sauðfjárrækt sem hófst
haustið 2017 þar sem unnið er með
bókhaldsgögn frá bændum og þau
skoðuð frá ýmsum hliðum.
Í þessari grein hér er ætlunin að
skoða nánar niðurstöður fyrir árið
2017 en í gögnum hvers árs var
búunum skipt í þrjá jafnstóra hópa
eftir framlegð hvers bús. Með því
móti var hægt að reikna meðaltöl á
einstaka liði fyrir þrjá mismunandi
framlegðarflokka.
Þegar gögnin eru skoðuð með
þessum hætti (sjá töflu 1) sést að
búin sem hafa mesta framlegð eru
einnig með meiri afurðir en hin búin,
þ.e. ærnar eru frjósamari, fallþungi
hærri og því fleiri kíló sem koma til
tekna á þessum búum en búunum
sem hafa minni framlegð. Rétt
er að vekja athygli á því að búin
sem hafa mesta framlegð eru með
17.000 krónur á kind meðan búin
með minnsta framlegð hafa 7.500
krónur á kind. Það er munur upp
á 9.500 krónur á kind. 400 kinda
bú í efsta þriðjungi hefur því 3,8
milljónum meira úr að moða til að
greiða fastan kostnað, greiða laun
og borga af lánum en sambærilegt
bú í neðsta þriðjungi.
Best reknu búin hafa lægri
framleiðslukostnað
Í greininni í síðasta Bændablaði kom
fram að framleiðslukostnaður á hvert
kíló dilkakjöts hefur legið á milli
1.000 og 1.100 krónur árin sem þetta
verkefni tekur tillit til. Þegar við
skoðum búrekstrarupplýsingarnar í
töflu 2 sést að búin í efsta þriðjungi
eru með framleiðslukostnað
upp á 933 krónur á kíló sem er
100 krónum minna á hvert kíló
en meðaltal gagnasafnsins. Þó
framleiðslukostnaðurinn sé þetta
lægri á þessum búum er líka rétt
að benda á að búin í efsta þriðjungi
eru að greiða sér hæstu launin eða
um 8.000 krónur á hverja kind.
Framleiðslukostnaðurinn er því
ekki lægri af því að dregið sé úr
launakröfu.
Líkt og kemur fram í töflunni
eru búin með mestu framlegðina
með svipaðan fjölda ærgilda að baki
sér og fjölda kinda á fóðrum. Búin
með minnstu framlegðina eru með
talsvert fleiri ær á fóðrum en nemur
fjölda ærgilda. Greiðslumarkseign
hefur því talsvert að segja um
rekstrarhæfni búanna en þó skýrir
hún ekki allan breytileikann í
gögnunum.
Ýmsir kostnaðarliðir eru
til dæmis mun hagstæðari hjá
búunum í efsta þriðjungi. Má
þar nefna kostnað við áburð og
sáðvörur sem er lægri þar en
í hinum tveimur hópunum. Á
þessum búum virðist vera lögð
natni í að greina þennan stóra
kostnaðarlið og haga innkaupum
með það að markmiði að eiga sem
best gróffóður án þess að kosta of
miklu til. Aðrir kostnaðarliðir sem
falla undir breytilegan kostnað eru
einnig lægri á þessum búum, svo
sem kostnaður við búvélar og ýmis
aðkeypt þjónusta.
Eins og sést á þessari töflu
hafa best reknu búin meira
svigrúm til að endurnýja tæki
og/eða standa í framkvæmdum
sem sést á því að afskriftir eru
hærri á þeim búum en í hinum
flokkunum. Mögulega hefur þar
einnig áhrif að best reknu búin
skulda minna og bera þar með
minni fjármagnskostnað.
Að endingu
Það eru víða tækifæri til að bæta
reksturinn á hverju búi fyrir sig en
engin ein lausn hentar öllum. Það
er oft gott að bera sig saman við
aðra og velta fyrir sér hvort hlutirnir
þurfi að vera með þeim hætti sem
þeir eru, ef dæmi sýna að önnur
sambærileg bú ná betri árangri með
minni tilkostnaði og meiri afurðum
en manns eigið bú.
Greinarhöfundar ítreka að
verkefnið byggir á raunbók halds
gögnum frá sauðfjárbúum um allt
land. Vilji er til að halda áfram með
þetta verkefni en framhaldið hefur
ekki verið útfært. Gagnagrunnurinn
hefur sannað gildi sitt gagnvart
opinberri stjórnsýslu og í
hagsmunabaráttu fyrir bændur og
þökkum við þátttakendum enn og
aftur fyrir samstarfið.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Rekstur sauðfjárbúa 2014–2017
Tafla 1 – Meðaltöl úr skýrsluhaldi skipt eftir framlegðarflokkum þátttökubúa
Árið 2017 Skýrsluhald*
Skýrsluhaldsupplýsingar: Efsti 1/3 Miðja Neðsti 1/3
Fullorðnar ær (kg) 30,90 29,40 28,20 27,90
Fullorðnar - fædd 1,95 1,94 1,87 1,85
Fullorðnar - til nytja 1,81 1,80 1,70 1,69
Veturgamlar (kg) 14,60 14,00 11,50 11,80
Veturgamlar - fædd 1,26 1,18 1,03 0,99
Veturgamlar - til nytja 0,87 0,88 0,73 0,73
Fallþungi sláturlamba 16,7 16,00 16,30 16,30
Gerðarmat sláturlamba 9,70 9,30 9,00 9,10
Fitumat sláturlamba 6,50 6,00 6,10 6,20
Meðalaldur lamba við slátrun 134,30 136,70 135,60 137,20
*Í aftasta dálk er meðaltal skýrsluhalds ársins fyrir öll bú með fleiri en 300 kindur.
Miðað við framlegð kr./kind
Tafla 2 – Búrekstarupplýsingar 2017 skipt eftir framlegðarflokkum
Árið 2017
Búrekstrarupplýsingar: n=60 Efsti 1/3 Miðja Neðsti 1/3
Ásetningshlutfall m.v. ærgildi 1,01 1,04 1,46
Framleiðslukostnaður kr./kg 933 1.018 1.150
Afurðatekjur kr./kind 10.444 9.433 8.937
Opinberar greiðslur kr./kind 15.329 13.764 11.410
Aðkeypt fóður kr./kind 597 595 524
Áburður og sáðvörur kr./kind 2.616 3.357 3.083
Rekstur búvéla kr./kind 1.954 2.166 3.020
Rekstrarvörur kr./kind 1.884 1.852 2.317
Ýmis aðkeypt þjónusta kr./kind 1.716 2.098 3.867
Framlegð kr./kind 17.005 13.130 7.536
Viðhald útihúsa og girðinga 876 1.475 925
Annar rekstrarkostnaður 1.146 1.162 1.483
Laun og launatengd gjöld 8.034 6.546 6.190
Þáttatekjur/EBITDA kr./kind 9.324 5.572 5.455
Afskriftir kr./kind 4.426 3.773 2.891
Fjármagnsliðir kr./kind 1.923 2.126 3.781
Miðað við framlegð kr./kind
María Svanþrúður Jónsdóttir
resktur hjá RML
msj@bondi.is
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
sauðfjárrækt hjá RML
eyjolfur@bondi.is
Landvernd fagnar 50 ára starfsafmæli á árinu:
Stefnumótun til fimm ára
– Áfram unnið að verndun gróðurs og jarðvegs og áhersla á fræðslustarf
Félagasamtökin Landvernd
fagna 50 ára starfsafmæli á
þessu ári. Fjöldi viðburða er
fyrirhugaður á afmælisárinu og
einn sá mikilvægasti var haldinn
á dögunum þegar stefnumótandi
félagsfundur var haldinn þar sem
grunnur var lagður að stefnu
félagsins til næstu fimm ára.
Meðal þess sem fram kom var
að fundarmenn leggja áherslu á
að samtökin láti meira til sín taka
í verkefninu við að sporna við
loftslagsbreytingum.
Framtíðarsýnin rædd
Stefnumótunarfundurinn var
með svokölluðu Þjóðfundar
fyrirkomulagi; unnið var á sjö til átta
manna borðum með einn borðstjóra
á. Þar var framtíðarsýnin rædd,
forgangsröðun málefna, aðferðir
Landverndar og hvernig hægt sé að
virkja félaga og nýta sérþekkingu
þeirra.
Áfram áhersla á verndun gróðurs
og jarðvegs
Að sögn Auðar Önnu Magnúsdóttur,
framkvæmdastjóra Landverndar,
mættu um 60 félagsmenn til að
leggja grunn að stefnu félagsins.
„Stefnan verður unnin út frá
þeim hugmyndum sem komu
fram á fundinum og lögð fram til
samþykktar á fimmtugasta aðalfundi
Landverndar í apríl.
Landvernd á sögulegar rætur
í verndun gróðurs og jarðvegs
og félagsmenn lögðu áherslu á
mikilvægi þess að sú vinna héldi
áfram. Einnig þótti félagsmönnum
mikilvægt að halda áfram því
öfluga fræðslustarfi sem samtökin
stunda. Þá lögðu margir fundarmenn
áherslu á að samtökin láti til sín taka
í þeirri nauðsynlegu vinnu sem
fram undan er við að sporna við
loftslagsbreytingum. Þetta var meðal
þess sem fram kom á fundinum en
fjöldi góðra hugmyndir um hvað
samtökin eiga að fást við og hvernig
komu fram og voru rædd.
Nánari útfærsla fer nú í hönd og
verður spennandi að sjá fullbúna
stefnu sem leggja á fyrir aðalfundinn
í apríl,“ segir Auður.
Nálgast má viðburðadagatal
fyrir afmælisárið á vef Landverndar
á slóðinni landvernd..is/
afmaelisar2019. /smh
LÍF&STARF
Auður Anna Magnúsdóttir.Hvar auglýsir þú?
Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is
45,6% fólks
á landsbyggðinni
les Bændablaðið
20,4%
45,6%
á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu
29,5%
landsmanna lesa
Bændablaðið
Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND
EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI
Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára.
Bænda
14. mars