Bændablaðið - 28.02.2019, Side 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201936
Áföll hjá Norðlenska hafa neikvæð áhrif á afkomu:
Segir að ekki sé grundvöllur fyrir
verðuppbót á sauðfjárinnlegg
„Að svo stöddu telur Norðlenska
ekki grundvöll til að greiða
uppbót vegna haustinnleggs
2018. Félagið varð fyrir áföllum
vegna gjaldþrots viðskiptavina
árið 2018 sem höfðu veruleg
neikvæð áhrif á afkomu ársins,“
segir Ágúst Torfi Hauksson,
framkvæmdastjóri Norðlenska,
spurður um hugsanlega
verðuppbót á sauðfjárinnlegg á
liðnu hausti. Hann segir að afstaða
verði tekin til uppbótargreiðslna
að nýju þegar uppgjör fyrir fyrsta
ársfjórðung 2019 liggur fyrir.
Kjötafurðastöð KS og Sláturhús
KVH tilkynntu fyrr á árinu að þau
muni greiða viðbótargreiðslu á
lambakjötsinnlegg fyrir síðastliðið
haust, 10% viðbótargreiðslu á
innlegg í ágústmánuði og ríflega 6%
viðbótargreiðslu fyrir september
og október. Fyrirtækin bentu á að
ágæt sala á afurðum og veiking
íslensku krónunnar skapi grundvöll
til þess að greiða bændum þessa
viðbótargreiðslu.
Í kjölfar þessa sendu
fjögur félög sauðfjárbænda
á Norður- og Austurlandi,
þ.e. Félag sauðfjárbænda við
Eyjafjörð, Félag sauðfjárbænda
í Suður-Þingeyjarsýslu, Félag
sauðfjárbænda á Héraði og
Fjörðum og Félag sauðfjárbænda
á Suðurfjörðum, frá sé áskorun
til Norðlenska þar sem farið
var fram á að félagið greiddi
innleggjendum sauðfjárafurða
uppbót á haustinnlegg 2018 að
lágmarki sambærilega öðrum
sláturleyfishöfum.
Sláturleyfishafar sagðir
halda sauðfjárbændum í
heljargreipum
Ásta F. Flosadóttir, formaður Félags
sauðfjárbænda við Eyjafjörð,
segir Norðlenska ekki hafa svarað
áskorun sauðfjárbænda og sé megn
óánægja í þeirra hópi með þögnina.
Aðrir sláturleyfishafar hafi greitt
bændum uppbót á afurðaverð
síðasta hausts, „og þótt þær
uppbætur hafi verið smánarlega
lágar munar um þær,“ segir hún.
– „Þetta er sá munnbitinn og það
dúnhárið.“
Ásta segir að bændur eigi bágt
með að trúa því að Norðlenska
gangi verr að selja sínar afurðir
en öðrum sláturleyfishöfum og
þeir telji sig eiga inni uppbót á
afurðaverð síðasta hausts.
„Það kemur okkur í sjálfu sér
ekki við þótt félagið hafi orðið fyrir
áföllum vegna gjaldþrota annarra,
þeim áföllum á ekki að velta yfir
á okkur. Sláturleyfishafar halda
sauðfjárbændum í heljargreipum
með afurðaverði sem er komið
langt niður úr öllu gólfi. Það er skýr
krafa sauðfjárbænda að afurðaverð
til bænda hækki verulega, enda
með öllu ólíðandi að fá ekki
mannsæmandi laun fyrir sína
vinnu,“ segir hún. /MÞÞ
Feed the Viking:
Íslenskt Beef Jerky
á leið á markað
– Fylgir í fótspor Fish Jerky og Lamb Jerky
Feed the Viking er framsækið
sprotafyrirtæki sem vinnur
sælkerabita úr íslenskum fiski
og íslensku kjöti; harðfiskbita
(fish-jerky) og lamba-jerky – og
á leiðinni á markað er jerky úr
íslensku nautakjöti. Margir þekkja
hið bandaríska beef-jerky og er hér
farið í smiðju til þeirrar hefðar, þó
nálgunin sé allt öðru vísi með hið
íslenska hráefni. Ekki er notast við
sykurlög til að leggja kjötið í með
kryddblöndu, heldur er hráefnið
látið njóta sín með hófstilltu kryddi
og fínlegri verkun.
Við sögðum frá því hér í blaðinu
á haustmánuðum 2017 að Friðrik
Guðjónsson, stofnandi Feed the
Viking, væri með vöruna Lamb
Jerky í þróun, en þá var einungis
Fish-Jerky varan í framleiðslu hjá
honum. Síðan þá hefur ýmislegt
gerst. „Staðan hjá okkur félögunum
er að verða mjög góð eftir mikla og
stöðuga uppbyggingu. Við byrjuðum á
að framleiða Fish Jerky vöruna í ágúst
2017 og bættum svo Lamb Jerky við
í maí 2018 og hafa viðtökurnar við
báðum vörunum verið algjörlega
frábærar,“ segir Friðrik. „Við Ari
Karlsson, viðskiptafélagi minn,
erum æskuvinir og hefur okkur lengi
langað til að vinna saman. Hann kom
inn í reksturinn í janúar 2018 eftir að
hafa unnið með mér og Norðlenska í
þróuninni á Lamb Jerky vörunni síðan
um haustið. Ari er matreiðslumeistari
að mennt og hefur mikla alþjóðlega
reynslu af hinni ýmsu matvælagerð
og nýtist hans reynsla gríðarlega vel
hjá félaginu.“
Góð sala í Leifsstöð
Að sögn Friðriks hefur góð sala á
þessum tveimur vörum í Leifsstöð,
í verslunum IceWear og við Gullfoss
gert þeim kleift að fjármagna kaup
á vandaðri pökkunarvél og komið
sér upp aðstöðu fyrir félagið. „Við
sjáum nú alfarið um alla pökkun á
vörunum okkar í þessum vélum. Það
er í raun ekki fyrr en núna í byrjun
þessu árs sem framleiðslugetan okkar
fór að bjóða upp á einhverja alvöru
markaðssetningu þar sem við vorum
að vigta og pakka öllu í höndunum
þangað til.
Við höfum fyrst og fremst verið
að vinna í að byggja upp góðan
grunn fyrir áframhaldandi vöxt. Við
komum til með að bæta Beef Jerky
vörunni okkar við núna í apríl og
höfum stofnað félag í Bandaríkjunum
til að opna á möguleikann á að selja
vörurnar okkar beint þar. Mikill tími
hefur farið í að sníða uppskriftirnar
og framleiðsluaðferðirnar að
fjöldaframleiðslunni og höfum við
lagt mjög mikla vinnu í alla hönnun
á umbúðum og markaðsefni.
Svo tók sinn tíma að fá öll tilskilin
leyfi, svo sem til pökkunarinnar og
til innflutnings í Bandaríkjunum,
en við byrjuðum að selja vörurnar
á netverslun Amazon í nóvember
síðastliðnum og höfum fengið
pantanir svo gott sem daglega síðan
þá, þrátt fyrir að litlu hefur verið varið
í auglýsingar.“
Íslenskar matarhefðir
„Vörurnar okkar eru allar með mikla
skírskotun í íslenskar matarhefðir
og er öllum aukaefnum, svo sem
sykri og salti, stillt í eins mikið hóf
og mögulegt er. Lamb Jerky varan
okkar er krydduð með íslensku
sjávarsalti og kryddblöndu sem líkir
til lambalærisins sem foreldrar okkar
elda oft á sunnudögum. Beef Jerky
varan er örlítið sterkari með chili-
aldini, en báðar kjötvörurnar eiga það
sameiginlegt
að þar er
kjötbragðinu
leyft að njóta
sín,“ segir
Friðrik um
v i n n s l u n a
á vörunum.
„Öll okkar
framleiðsla er
úr íslenskum
vörum og unnin
á Íslandi en um
atvinnuskapandi
framleiðslu er að ræða þar sem mörg
eru handtökin í ferlinu.“
Heilt ár í vöruþróun
Friðrik segir að þróunin á Beef Jerky
sé á lokametrunum. „Við höfum átt
mjög gott samstarf með Norðlenska
og verið duglegir að kíkja norður og
þau suður til okkar. Uppskriftirnar
koma frá okkur og eru þær svo stilltar
til ásamt því að framleiðsluferlið er
fastmótað í góðu samstarfi félaganna.
Það hefur tekið um ár að þróa hvora
vöruna til fjöldaframleiðslu sem hefur
verið bæði áhugavert og lærdómsríkt
ferli.
Oddi sér um að prenta umbúðirnar
okkar en félagi minn er einn færasti
vöruhönnuður landsins með margra
ára reynslu á bakinu og hefur hann
meðal annars starfað fyrir Coca-Cola,
Latabæ og Össur og ég fæ að ónáða
hann á kvöldin með hönnunarvinnu
fyrir okkur.
Til að byrja með verður Beef Jerky
seld á núverandi sölustöðum okkar en
einnig í gegnum Amazon og vefinn
okkar en við eigum í viðræðum við
matvöruverslanirnar hér heima um að
bjóða bæði Lamb Jerky og Beef Jerky
vöruna til sölu um allt land.
Við erum mjög
spenntir fyrir
nýju Beef Jerky
vörunni og hefur
hún alls staðar
slegið rækilega í
gegn en við stóðum
fyrir viðamiklum
notendaprófunum til
að velja rétta bragðið.
Beef Jerky er sú útgáfa
af þurrkuðu kjöti sem
lang mestra vinsælda
nýtur í heiminum og
höfum við fulla trú á því að þarna
séum við komnir með vörurnar sem
koma okkur á kortið í útflutningi
á íslenskum landbúnaðar- og
sjávarútvegsvörum. Upphaflega
hugmyndin að fyrirtækinu kom
einmitt hjá mér í útkalli með
björgunarsveitinni minni en þá var ég
alltaf með bandarískt Beef Jerky með
í bakpokanum. Þetta var svo ótrúlega
orkuríkt og gott nesti að mér fannst
alveg galið að það væri ekki til íslenskt
svona – þannig að ég fór bara í málið,“
segir Friðrik.
Fyrirspurnir frá mörgum löndum
Feed the Viking byggir framleiðslu-
getu sína upp hægt og rólega og
þeir Ari og Friðrik vilja ekki bjóða
vörurnar til sölu hjá nýjum aðilum
fyrr en öruggt sé að nægilegt magn
sé til í hillurnar. „Við höfum fengið
fyrirspurnir frá aðilum í Noregi,
Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi,
Kanada, Bandaríkjunum, Katar og
Kína en flestir vilja panta hjá okkur
í það miklu magni að við höfum því
miður þurft að segja nei við þá flesta
hingað til, fyrir utan nokkrar búðir
í Íslendingasamfélaginu í Kanada,“
segir Friðrik að lokum. /smh
Félagarnir í nýju pökkunaraðstöðunni. Ari Karlsson er á efri hæðinni á
pökkunarvélinni og Friðrik Guðjónsson niðri. Myndir / smh
Núverandi vörutegundir sem
framleiddar eru hjá Feed the
Viking: Fish Jerky og Lamb Jerky.Umsjónarmenn óskast
Stofnfuglaeldi Ásmundarstöðum
Reykjagarður hf. óskar að ráða í tvö störf umsjónarmanna í
stofnfuglaeldi félagsins á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu.
Helstu verkefni eru dagleg umsjón með stofnfuglum, húsum og búnaði.
Búfræðimenntun og enskukunnátta æskileg – að vera laghentur er mikill kostur.
Reynsla af umönnun dýra og virðing fyrir dýravelferð skilyrði.
Reglusemi, frumkvæði og hæfni í samskiptum mikilvæg.
Ráðið verður í annað starfið frá og með apríl n.k. og hitt seinnipart
sumars eftir samkomulagi.
Störfin henta jafnt körlum og konum.
Möguleiki er á leiguhúsnæði á staðnum og hér er því upplagt tækifæri
fyrir par, hjón eða fjölskyldu sem vill setjast að í sveit þar sem stutt er
í alla þjónustu.
Nánari upplýsingar gefur Magnús Huldar Ingþórsson, framleiðslustjóri
stofna og eldis í síma 856 4425, netfang: magnus@holta.is og tekur
hann jafnframt við umsóknum.
Umsóknarfrestur er til 18. mars 2019.
Reykjagarður hf. er eitt stærsta fyrirtæki landsins í framleiðslu á kjúklingaafurðum. Hjá
fyrirtækinu starfa um 130 manns við ræktun, eldi, slátrun, úrvinnslu og sölu kjúklingaafurða.
Eldi stofnfugla og kjúklings er til sveita á Suður-, Vestur og Norðulandi vestra. Slátrun og
vinnsla er á Hellu og í Garðabæ. Höfðustöðvar og söludeild eru á Fosshálsi 1 í Reykjavík.
Reykjagarður er í 100% eigu Sláturfélags Suðurlands.
Sláturfélag Suðurlands greiðir
2% viðbót á allt afurðainnlegg
Sláturfélag Suðurlands hefur
tilkynnt að það muni greiða 2%
viðbót á andvirði afurðainnleggs
ársins 2018 til bænda 8. mars
næstkomandi. Í heild nemur
viðbótin með virðisaukaskatti 40,9
milljónum króna.
Í frétt á vef SS segir að afkoman
hafi verið ágæt á síðasta ári. „Í
samræmi við stefnu félagsins um
að tengja saman ávinning bænda af
góðum hag SS er með þessum hætti
miðlað hluta af hagnaði félagsins
til innleggjenda. SS sýnir í verki
samvinnuhugsjónina með þessum
hætti og leggur áherslu á mikilvægi
þess að bændur beini viðskiptum
til félagsins til að styrkja áfram
grundvöll fyrir því að félagið geti
greitt viðbót á afurðaverð,“ segir í
fregninni.
Fjórar afurðastöðvar hafa áður
til kynnt um viðbótargreiðslur
fyrir dilkakjöt úr síðustu sláturtíð;
Kjöt afurðastöð Kaupfélags Skag-
firðinga (KS), Sláturhús KVH ehf.
(SKVH), SAH Afurðir og Sláturfélag
Vopnfirðinga.