Bændablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 51
Knowledge grows
Ert þú að kalka?
Hver vegna er kölkun mikilvæg
Sýrustig jarðvegs hefur áhrif á upptöku næringarefna, gæði fóður og uppskeru-
mang. Kölkun hækkar sýrustig jarðvegsins, bætir vaxtarskilyrði plantna og losar
um næringarefni. Til þess að meta hvort þörf sé að kalka tún er nauðsynlegt
að taka jarðvegs- og heysýni. Ef sýrustig er lágt þarf að kalka. Til kölkunar er
einkum notaður skeljasandur eða kornað kalk. Bæði kalsíum og magnesíum
hækka sýrustig í jarðvegi og því mikilvægt að hafa þessi næringarefni í áburði.
Nytjaplöntur gera mismunandi kröfur
hvað varðar sýrustig. Bygg, smári og
nytjajurtir af krossblómaætt þola illa
súra jörð.
Ekki er óalgengt að sjá sýrustig
niður undir pH 5,0 í jarðvegssýnum
hjá bændum. Við slíkar aðstæður
bindast næringarefni fast í jarðvegi
og aðgengi plantna að þeim verður
mjög takmarkað.
1 Kölkun eykur endingu sáðgresis í túnum sem stuðlar að aukinni uppskeru og lystugra fóðri.
2 Kölkun eykur kalsíum innihald fóðurs og stuðlar að hagstæðum hlutföllum steinefna.
3 Kölkun eykur aðgengi plantna að næringarefnum í jarðvegi og stuðlar að bættri frjósemi og góðri nýtingu næringarefna úr áburði.
4 Kölkun bætir jarðvegslíf og stuðlar þar með að aukinni umsetningu lífrænna efna í jarðvegi sem losar um næringarefni eins og köfnunarefni.
Sláturfélag Suðurlands svf. | Sími 575 6000 | yara@yara.is | www.yara.is
Til að hámarka aðgengi og upptöku
næringarefna í jarðvegi er ákjósanlegast
að sýrustig sé á bilinu pH 6,0-6,5.
mjólkurframleiðslan og fór úr
því að vera um 4 lítrar á dag
eftir kúna í 7 lítra á dag. Þetta er
reyndar alls ekki mikil dagleg
mjólkurframleiðsla miðað við
íslenskar kýr en engu að síður
gjörbreyting fyrir Olaly og aðrar
konur sem tóku þátt í verkefninu.
Verkefnið gekk reyndar svo vel
hjá henni og öðrum stallsystrum
hennar að þær framleiða nú fóður
fyrir aðra kúabændur og fá tekjur
af fóðursölu, nokkuð sem var
óhugsandi fyrir örfáum árum.
Umhverfisvænni kýr
Það er athyglisvert að ein af
röksemdum þess að kúabændur í
Afríku eru nú hvattir til þess að fara
í framleiðslu á þessum sterku og
harðgerðu grastegundum er m.a.
vegna umhverfisáhrifa nautgripa.
Flestir vita það að nautgripir losa
töluvert metan við jórtrun og það
hefur skaðleg áhrif á umhverfið en
með því að auka nyt kúnna lækkar
hlutfallsleg metanframleiðsla við
hvern framleiddan lítra af mjólk.
Ríkisstjórnin og umhverfissamtök
eru því áfram um að bændurnir
hætti að fóðra kýrnar í takti við
hefðirnar og skipti yfir í nútímalegri
fóðrunaraðferðir.
Stofna samvinnufélög
Það er gömul saga og ný að
samvinnufélög bænda hentar afar
vel þegar horft er bæði til sameigin-
legra kaupa og til sameiginlegrar
sölu afurða. Í Kenía eru til mörg
slík félög bænda en hlutverk
margra þeirra hefur breyst á
undanförnum árum. Dæmi um
það er samvinnufélagið í Lukuyani
þorpinu í Kakamega sýslu, en þetta
samvinnufélag hefur 30 félagsmenn
og þar af eru 26 þeirra konur. Þetta
samvinnufélag var fyrst stofnað
til þess að sjá um innkaup á fóðri
fyrir kúabændur á svæðinu, en
hefur nú breytt um hlutverk og sér
um að selja hey frá þessum sömu
bændum, eftir að þeir breyttu um
búskaparhætti.
Sterkara samfélag kvenna
Víða í Kenía sjá konur um
landbúnaðinn og karlarnir vinna
utan bús og fram til þessa skiluðu
búin afar litlum tekjum þrátt fyrir
mikla vinnu kvennanna. Tekjur
þeirra voru ekki nema brot af því
sem karlarnir í samfélaginu unnu
sér inn og staða þeirra eftir því síður
góð. Nú horfir hins vegar til breyttra
tíma í þessum efnum samhliða
aukinni mjólkurframleiðslu og
jafnvel sölu á heyi til viðbótar.
Hin breytta staða hefur gert
Olaly einnig kleift að víkja frá
búi sínu og nú nýtir hún m.a.
tímann í að ferðast um landið og
kenna öðrum bændum hvernig þeir
geti, eins og hún gerði, breytt um
búskaparhætti og stórbætt nýtingu
landsins og kúnna.
Byggt á grein Sophie Mbugua:
Cash Crop: Women Farmers in
Kenya Beat Drought With Native
Grass
Wilfrida Olaly segir að kýrnar hennar
mjólki núna nærri því tvöfalt meira
en þær gerðu áður en hún breytti
um fóðrun þeirra úr maísblöðum og
stönglum í gras.
Samkvæmt upplýsingum af
vef Food Business Afrika, er
Kenía öflugasta og þróaðasta
mjólkurframleiðsluland Afríku.
Áætluð ársframleiðsla á mjólk
er um 5 milljarðar lítra.
Mjólkuriðnaðurinn er
mikilvægur hlekkur í efnahagskerfi
landsins og sömuleiðis hvað
varðar framleiðslu á næringu fyrir
landsmenn. Kenía hefur þá sérstöðu
meðal Afríkuríkja að vera sjálfu
sér nægt um mjólkurframleiðslu
og selur auk þess talsvert af
mjólkurvörum úr landi.
Mjólkuriðnaðurinn í landinu
stendur fyrir um 14% af vergri
landbúnaðarframleiðslu og um
6–8% af vergri landsframleiðslu.
Samkvæmt tölum USAID
hjálparsamtakanna standa
kúabændur beint undir launum
um einnar milljónar manna í
sveitunum, auk starfa um 500
þúsund landbúnaðarverkamanna
og 750.000 afleiddum störfum sem
framleiðslunni tengist.
Kenískir kúabændur hafa
þurft að takast á við margvíslegar
áskoranir á liðnum árum fyrir utan
þann vanda sem náttúran býður upp
á. Hefur ríkisstjórn landsins m.a.
haft uppi áætlanir um að sækja
aukna skatta í vasa kúabænda með
álagningu virðisaukaskatts. Hefur
það vakið litla hrifningu meðal
bænda.
Keníabúar neyta mest af
mjólkurvörum af öllum íbúum
svonefndra þróunarlanda.
Samkvæmt könnunum USAID eru
Keníabúar almenn mjög jákvæðir
gagnvart neyslu á mjólkurvörum.
Er þessi staðreynd talin gefa
mönnum tilefni til bjartsýni um
að mjólkuriðnaðurinn eigi mikla
möguleika til frekari þróunar í
landinu.
Um ein milljón fjárfesta eiga
í Kenía stærstu mjólkurkúahjörð
Afríku og er þær mjólkurkýr fleiri
en allar mjólkurkýr í Suður-Afríku.
Eru þær um 3,5 milljónir talsins.
Veltir mjólkuriðnaðurinn í landinu
um 2 milljörðum dollara samkvæmt
gögnum USAID.
Auk mjólkurkúnna eru
sagðir vera um 9 milljón zebus
nautgripir í landinu, 12 milljón
geitur og 900.000 kameldýr.
Nautgripir standa fyrir um 88%
af mjólkurframleiðslu Kenía en
afgangurinn skiptist á kameldýr
og geitur. /HKr.
Kenía er mesta mjólkurframleiðsluland Afríku