Bændablaðið - 28.02.2019, Side 29

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 29 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf s. 618 8418 • vinnupallarehf@gmail.com FRÁB ÆR Þ JÓNU STA - GÓÐ VERÐ SALA OG L EIGA Plettac vinnupallar - Protekt fallvarnarbúnaður Láttu öryggi og lausnir ráða ferðinni Fæst hjá dýralæknum og í hesta- og búvöruverslunum um allt land www.primex.is s. 460 6900 Mjög græðandi og bakteríudrepandi Hefur reynst vel við hnjóskum á hrossum Myndar filmu og verndar sár Dregur úr blæðingu Íslenskt hugvit, hráefni & framleiðsla Íslenskt sárasprey fyrir öll dýr, stór og smá Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÍUGRINDUR 1,23m og 1,84m Sýklalyfjaónæmar bakteríur og annað smit ber að taka alvarlega Hann sagði vandann ekki síst liggja í ofnotkun sýklalyfja í eldi á nautgripum og alifuglum. Það leiddi til þess að sýklar mynduðu ónæmi gegn lyfjunum og upp úr því spryttu ofursýklar sem væru þá í holdi dýranna. Þó fólk smitaðist ekki alltaf beint við neyslu á slíku kjöti ef það er matreitt á réttan hátt, hins vegar geti ofursýklarnir auðveldlega smitast frá kjötinu við meðhöndlun og t.d. yfir í grænmeti og fleira og þannig borist í fólk. Úr smituðu kjöti sem ekki er nægilega vel soðið eða steikt geta sýklaónæmar bakteríur lifað góðu lífi og borist í menn. Á þetta hafa Karl G. Kristinsson og fleiri íslenskir sérfræðingar ítrekað bent og varað sterklega við að slakað verði á kröfum. Þar horfa þeir bæði á þá hættu sem íslenskum búfjárstofnum getur stafað af innflutningi smitsjúkdóma sem ekki eru landlægir hér og hættu fyrir almenna borgara og heilbrigðiskerfið. Ýmsir hafa gert lítið úr þessari áhættu og innflytjendur hafa m.a. bent á öryggið sem felist í vottunum sem fylgja afurðunum frá Evrópu. Margítrekaðar fréttir á undanförnum árum af smitunum og misferli með landbúnaðarvörur í viðskiptum milli landa hafa sýnt að slíkar vottanir eru afar vafasamir pappírar svo ekki sé meira sagt. Ef ríkið ætlar að mæta innflutningi á fersku kjöti með alvöru áhættumati, þá er ljóst að auka þarf verulega fjármagn til eftirlits sem Matvælastofnun mun væntanlega inna af hendi. Læknar þurfa æ oftar að grípa til örþrifaráða Nefndi hann nokkrar tegundir salomellu og e cólí ofurbaktería eins og MRSA sem mjög erfitt væri að lækna. Ef hann bærist út í blóðrásina gæti hann hæglega drepið okkur. Til að eiga við slíkar ofurbakteríur hafi læknar verið að grípa til örþrifaráða eins og að nota gamlar tegundir sýklalyfja eins og Kolistín. Slíkt lyf hafi þeir forðast árum saman að nota vegna þess hversu eitrað það er og getur beinlínis verið hættulegt fólki. „Það er einungis í örvæntingu sem læknar hafa neyðst til að grípa til slíkra lyfja.“ Þá benti Price á að mjög hættuleg staða væri að skapast í löndum eins og Indlandi. Þar væri orðið mikið um ofurbakteríur sem væru ónæmar gagnvart öllum lyfjum sem læknar hefðu í sínu vopnabúri. Nefndi hann dæmi af konu í Bandaríkjunum sem smitast hafði af slíkum bakteríum á ferð sinni á Indlandi. Þessi sjúklingur hafi dáið eftir að hafa greinst með ónæmi gagnvart 26 tegundum sýklalyfja eða öllum tiltækum sýklalyfjum. „Við höfðum engin önnur sýklalyf til að meðhöndla þessa manneskju. Þarna er um að ræða bakteríur sem eru nú að dreifast um heiminn og við viljum ekki að berist hingað til Íslands. Þó segja megi að svona bakteríur séu enn tiltölulega sjaldgæfar, þá eru þær virkilega að verða mikil ógn við heilsu okkar og lyfjageirinn er ekki að bregðast við stöðunni.“ Ofurbakteríur eru að breyta okkar heimsmynd „Ég er hingað kominn til að segja ykkur að ofursýklar eru að breyta heimsmynd okkar. Það er sá sannleikur sem við búum við. Margvíslegar sýkingar munu verða ólæknandi, jafnvel einföldustu e cólí sýkingar eru nú að verða lífshættulegar.“ Evrópusambandið taki fyrst til heima hjá sér Guðni Ágústsson, fyrrum land­ búnaðar ráðherra, beindi þeirri spurningu til Lance í lok fundar hverju hann myndi svara ef forsætisráðherra Íslands tilkynnti um heimild til að flytja ferskt kjöt, ógerilsneydda mjólk og egg frá ESB löndum til Íslands og hvort hann teldi að heimila ætti slíkt. Lance sagði augljóst að réttur þjóða til að verja öryggi síns almennings hljóti að koma til álita þegar verið er að ræða milliríkjaviðskipti af þessum toga. „Ef við horfum á hvernig sýklalyf hafa verið notuð innan Evrópusambandsins, þá er það alveg ljóst að í fjölmörgum löndum ESB er ekki verið að fara eftir reglum sambandsins. Ef Evrópusambandið ætlar að neyða reglur inn á ykkur sem heimila innflutning á slíkum vörum, þá ætti Evrópusambandið fyrst að taka til í þessum málum heima hjá sér. Þegar þeim hefur tekist að koma böndum á málin þar, þá gætu þeir kannski farið að banka upp á hjá ykkur,“ sagði Lance Price. Dr. Lance Price í ræðustól.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.