Bændablaðið - 28.02.2019, Side 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201910
FRÉTTIR
Heildargróðurhúsaáhrif flugferða frá Osló
mælt í kílóum CO2-ígilda - miðað við 1 farþega með mismunandi farangur fram og til baka
og hvað það jafngildir mörgum árum í meðalkjötneyslu sömu manneskju
1 farþegi Með 8 kg Fjöldi ára með Með 25 kg Fjöldi ára með
Frá Osló til: CO2 í kg. farangur m. kjötneyslu farangur m. Kjötneyslu
Bergen 233 240,64 0,4 278,44 0,5
Tromsø 353 381,44 0,7 441,56 0,8
London 497 536,60 1,0 621,20 1,1
París 544 587,56 1,0 679,72 1,2
Kanarí 1208 1304,84 2,3 1510,04 2,7
New York 1512 1639,80 2,9 1910,88 3,4
Bangkok 2160 2344,32 4,2 2736,36 4,9
Heimild: Bondebladet
Kolefnisfótspor kjöts lítið í samanburði við flugferðir:
Flugferð Norðmanns til Taílands jafngildir
meðalneyslu hans á kjöti í fimm ár
Í kjölfar skýrslu EAT-samtakanna
setti norska Bændablaðið upp
grein með staðreyndum um
hversu mikið kolefnisfótspor er af
flugferðum til mismunandi landa
samanborið við neyslu á kjöti. Þar
kom í ljós að flugferð frá Noregi
til Taílands fram og til baka með
farangur hefur jafnmikil áhrif á
umhverfið eins og allt kjöt sem
meðal Norðmaður neytir í fimm ár.
Undanfarið hefur samfélags
umræðan um umhverfið og
kjötneyslu farið hátt í Noregi og er
oft talað um að rauða kjötið sé það
versta fyrir umhverfið og Norðmenn
hvattir til að draga úr neyslu þess.
Í skýrslu EATsamtakanna er hvatt
til þess að fólk borði sjö grömm
af nautgripa eða lambakjöti, sjö
grömm af svínakjöti og 29 grömm af
alifuglakjöti á dag. Á sama tíma og
þessari umræðu er haldið rækilega
á lofti er hálfgerður tvískinnungur í
því að Norðmenn fljúga sem aldrei
fyrr. Því ákváðu blaðamenn norska
Bændablaðsins að fá ráð hjá ýmsum
sérfræðingum og mælistofnunum
til að setja upp svart á hvítu hversu
mikið flugferðir til mismunandi
landa menga samanborið við
kolefnisfótspor við framleiðslu
kjöts.
Allar flugferðirnar voru reiknaðar
sem fram og til baka ferðir. Þar kom
í ljós að ferð til London frá Osló með
handfarangur hefur jafnmikil áhrif á
umhverfið eins og neysla á kjöti hjá
meðal Norðmanni í eitt ár.
Ferð til Taílands jafngildir
meðalneyslu á kjöti í fimm ár
Tvær slíkar ferðir til Bergen frá
höfuðborginni hafa sömu áhrif.
Ferðist fólk hins vegar til Taílands
frá Osló hefur það jafnmikil
umhverfisáhrif eins og neysla á kjöti
í fimm ár.
Ferð til New York frá Osló
með farangur þýðir jafnmikið fyrir
umhverfið eins og allt kjöt sem meðal
Norðmaður neytir fram á mitt ár 2022.
Vafasamt að skella skuldinni á
jórturdýr og kjötneyslu
Það er því harla erfitt að kenna
kjötinu einu og saman um mengun
jarðarinnar og hefur það komið
mörgum á óvart í Noregi hversu
mikið vægi það fær í umræðunni.
Jórturdýr standa aðeins fyrir
um 4 prósentum af árlegri losun
í Noregi og marga aðra jákvæða
þætti mætti telja upp með tilveru
þeirra eins og líffræðilega
fjölbreytni, menningarlandslag,
ferðamenn, búsetu og virkni um
allt land, að mati Christian Anton
Smedshaug, framkvæmdastjóra
AgriAnalyse.
/Bondebladet - /ehg
Boeing 737 vél norska flugfélagsins Norwegian. Mynd / Norwegian
Háskóli Íslands og Matís í samstarf í rannsóknum, nýsköpun og kennslu:
Ætlað að efla fræðilega og verklega
menntun í matvælarannsóknum
Matís og Háskóli Íslands hafa
gert samning um samstarf í
rannsóknum, nýsköpun og
kennslu.
Samstarfinu er ætlað að efla
fræðilega og verklega menntun
á sviði matvælarannsókna og
matvælaöryggis. Lögð verður
sérstök áhersla á samstarf í
rannsóknum og nýsköpun, meðal
annars á leiðbeiningu meistara og
doktorsnema í verkefnum tengdum
Matís og samvinnu um nýtingu
rannsóknatækja og búnaðar.
Í tilkynningu frá Matís kemur
fram að tenging menntunar og
starfsþjálfunar við atvinnulíf og
samfélag sé rauði þráðurinn í
samstarfi Matís við menntastofnanir.
Tilgangur samstarfsins verður
þannig að auka hæfni og möguleika
starfsfólks í rannsóknum og að vera
með í og leiða innlend og alþjóðleg
verkefni með áherslu á hagsmuni
Íslands. Einnig að mennta og
þjálfa upp starfsfólk fyrir íslenskan
matvælaiðnað og íslenskt samfélag,
samnýta starfsfólk, aðstöðu og
búnað til að geta yfirleitt stundað
öflugar rannsóknir á hagkvæman
hátt og aflað, framkvæmt og skilað
verkefnum fljótt og vel.
Í tilkynningunni kemur fram
að það verði gert með því að
ráða sameiginlegt starfsfólk, ráða
nemendur í doktorsnám í verkefni á
vegum Matís sem í flestum tilfellum
séu unnin í samvinnu við fyrirtæki á
Íslandi. Loks verði nemendum boðið
upp á verkefni í mastersnámi sem eru
oftast unnin í samvinnu við fyrirtæki
og/eða stofnanir. /smh
Skýrsla norsku EAT-samtakanna:
Mataræði verði innan
þolmarka plánetunnar
– Skýrslan vekur hörð viðbrögð og sögð óábyrg
Nýverið gáfu EAT-samtökin, sem
eru hugarfóstur norska læknisins
Gunhild Stordalen, út skýrslu um
hvernig hægt verði að brauðfæða
tíu milljarða manns árið 2050 á
heilnæman og sjálfbæran hátt
þannig að jörðin þoli það.
Samtökin, ásamt 37 sérfræðingum
á sviði heilsu, næringu, sjálfbærni,
matvælakerfum, hagfræði og
stjórnmálastefnu hafa unnið við
skýrsluna í þrjú ár.
Skýrslan vekur hörð viðbrögð
Skýrslan sem ber heitið „Food in
the Anthropocene: the EAT – Lancet
Commission on healthy diets from
sustainable food systems“, kom
út á dögunum og var einnig birt í
hinu virta læknatímariti The Lancet.
Innihald hennar hafa vakið hörð
viðbrögð í Noregi, sérstaklega innan
landbúnaðargeirans þar sem meðal
annars hefur verið talað um óábyrgan
málflutning og óraunhæf markmið.
Hér er litið á aðalinnihaldsefni
skýrslunnar svo hver getur dæmt
fyrir sig.
Um 11 milljónir dauðsfalla á ári
Samkvæmt skýrslunni eigum við
að borða mun minna af kjöti en við
gerum í dag. Mælt er með því að
borða 7 grömm af nautgripa eða
lambakjöti, 7 grömm af svínakjöti
og 29 grömm af alifuglakjöti á
dag. Árið 2017 neyttu Norðmenn
að meðaltali 146 grömm af kjöti á
dag, undir einn fimmti af þessu var
alifuglakjöt. Í skýrslunni segir einnig
að við ættum að neyta 28 gramma
af fiski og 13 gramma af eggjum
sem samsvarar einu og hálfu eggi
á viku. Af mjólk og mjólkurvörum
eigum við að neyta 250 gramma á
dag en smjör hefur sinn eigin flokk
í skýrslunni og mælt er með að
neyta þess ekki yfirhöfuð. Einnig
er fólk hvatt til að minnka neyslu
á grænmeti með sterkju eins og
kartöflur og í staðinn ættu stærri
hlutar af inntöku kaloría að koma frá
heilkorni og hnýði. Neysla á hnetum,
ávöxtum, grænmeti og belgjurtum
ætti að tvöfalda á heimsvísu.
Í skýrslunni kemur fram að með
því að fylgja mataræðinu sem þar
kemur fram geti það komið í veg
fyrir um 11 milljónir dauðsfalla á
ári hverju ásamt því að mataræðið
sé innan þolmarka plánetunnar þegar
kemur að notkun á landsvæðum,
næringarefnum, fersku vatni, tapi
á líffræðilegum fjölbreytileika og
loftslagsbreytingum.
Ekki óraunhæfur boðskapur
Tveir aðalhöfundar skýrslunnar,
Walter Willet, prófessor við
Harvardháskóla og Johan
Rockström, prófessor hjá
Stockholm Resilience Centre,
segja erfitt að ímynda sér meira
truflandi kerfi en matarkerfið eins
og það sé nú í heiminum sem á
sama tíma eyðileggi umhverfið og
grefur undan heilsu manna.
Willett viðurkennir að 14
grömm af kjöti á dag sé hið mest
umdeilda í skýrslunni þó að hann
segi jafnframt að þetta sé ekki svo
róttækt. Hann bendir á að þetta
sé minna magn en það sem fólk í
Miðjarðarhafslöndunum borðaði
þegar það mældist heilbrigðasta
fólk í heimi.
Willet segir að við jarðarbúar
verðum að hafa bjartsýna sýn
og að boðskapur skýrslunnar
sé ekki óraunhæfur. Mataræðið
sé svipað og hefðbundið
Miðjarðarhafsmataræði. Nú séu
30 ár til stefnu með sjálfbærri
matvælaframleiðslu sem krefst
þess að við notum ekki meira
landsvæði, verndum núverandi
líffræðilegan fjölbreytileika,
minnkum vatnsnotkun og
meðhöndlum vatn á ábyrgan
hátt. Minnkum köfnunarefna
og fosfórmengunina til muna,
sleppum ekki út koltvísýringi
og verðum ekki völd að
meiri aukningu í metan og
köfnunarefnalosun. Þegar kemur
að því að breyta rétt í matvælum sé
það ekki eingöngu forsenda fyrir
því að uppfylla Parísarsáttmálann
og vera innan ramma markmiða
Sameinuðu þjóðanna um
sjálfbærni, heldur geti það verið
besti möguleiki okkar til að bæta
líf og heilsu fólks og að tryggja
sameiginlega framtíð okkar á
jörðinni. /Bondebladet – ehg
Samkvæmt skýrslu Eat-samtakanna
á helmingur þess sem við borðum
að vera grænmeti og ávextir. Á
myndinni má sjá hinn helminginn
eftir því hversu margar kaloríur
við eigum að neyta úr ólíkum
fæðutegundum.
Mynd / The Eat – Lancet Commision
Fulltrúar Háskóla Íslands og Matís eftir undirritun samnings um samstarfið. Mynd / Björn Gíslason
Byggðastofnun:
Styrkir vegna fjarvinnslustöðva
Byggðastofnun hefur veitt fjóra
styrki vegna verkefna á sviði fjar-
vinnslustöðva, samtals að upphæð
60 milljónir króna.
Markmiðið með framlögum
til fjarvinnslustöðva er að koma
opinberum gögnum á stafrænt form
og eins að fjölga atvinnutækifærum
á landsbyggðinni. Við mat á
umsóknum var stuðst við þætti
eins og íbúaþróun, samsetningu
atvinnulífs og atvinnustig og þróun
á starfsmannafjölda viðkomandi
stofnunar undanfarin ár.
Þau verkefni sem fengu styrk að
þessu sinni eru vegna skönnunar
og skráningar þinglýstra skjala,
sem Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
hefur umsjón með. Verkefnið fær
6 milljónir króna á ári í þrjú ár,
samtals 18 milljónir króna. Þá
fær Þjóðfræðistofan á Ströndum
einnig 6 milljónir króna árlega í
þrjú ár, samtals 18 milljónir, vegna
söfnunar upplýsingar og skráningar
menningararfs.
Þá hlaut Fjarvinnsla á Djúpavogi
styrk að upphæð 21 milljón króna,
vegna skráningar minningarmarka,
en styrkþeginn er Minjastofnun
Íslands. Loks hlaut Háskóli Íslands 9
milljóna króna styrk vegna vinnu við
gagnagrunn sáttanefndabóka sem eru
gjörðabækur sáttanefnda. Gert er ráð
fyrir því að í það minnsta fjögur störf
skapist vegna þessara verkefna. /MÞÞ