Bændablaðið - 28.02.2019, Side 7

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 7 LÍF&STARF E ftir ósómavísur Ágústar á Sauðanesi í síðasta vísnaþætti, er hollt að hverfa til kveðskapar sem flokka má undir bændamenningu. Bændaríma Haraldar Zophoníassonar á Jaðri við Dalvík, var kveðin í marsmánuði ársins 1932. Haraldur var prýðilega hagorður og hafði stórgott vald á bragarháttum. Bændaríma hans ber þess líka vott þar sem hann ferðast um Svarfaðardal bæ af bæ með bragtól sín. Þessi vísnaþáttur helgast gjörvallur þeirri hringferð. Rímuna orti Haraldur undir ýmsum bragarháttum og hefur rímnakveðskapinn undir hætti aldýrrar stafhendu: Til að setja saman ljóð svo að geti orðið góð, hjálpar bið ég bljúgur þig Braga-Iðunn, styrk nú mig. Blendið kýs ég bragaval: bændavísur kveða skal. Stefnir fyrst mín stefjaskrá strandar ysta bæinn á. Sinnisglaður, Jónsson Jón jafnlundaður græðir Frón; böli þrotinn halur hress heldur Kotið-Sauðaness. Á Sauðanesi heldur hjú hirðir fés og stundar bú, burðarstóri bóndinn Jón, blíður, rór og frír við tjón. Sitt á Karlsá bætir bú beitir fals í sannri trú, Þorsteinskundur Þórarinn þarna stundar búskapinn. Útgerð stundar ótrauður óðalsbóndinn Þorleifur. Viður bóla bætir lönd byggir Hól á Upsaströnd. Býs á Felli fáskiptinn, frír við hrelling, Jóhann minn; lyndiskátur, lipur vel, löngum státinn rær í sel. Í Háa-Gerði byggir best brjótur sverða, skap með hresst; víða á storðu velþekktur í verki og orði Sigurður. Situr Koti-Efsta á, -akkersgota stýrir sá- Antonssonur Þorsteinn þar því að vonum kennir mar. Annar býr þar örvaþór, orðaskýr, í geði rór; Friðbjörn heitir seggur sá,; sinnisteitur bús við stjá. Í Miðkoti ekkja býr, á því sloti ræður skýr. Hringananna á hlýra fróns heitir Anna dóttir Jóns. Stefán klækjum stýrir hjá; stjórnar Lækjarbakka sá. Veit ég fróður veigagrér vænn og góður drengur er. Arnór gætir Upsaranns; er það mætur runnur brands. Brátt er greppsins baga gjörð, býr á hreppsins eignajörð. Stefán fróður drýgir dáð og dyggðagróður, vítt um láð. Bör- sá –kesju ber gott orð, Brims- á –nesi ræður storð. Boðnarmjöð skal blanda á ný, Böggvisstöðum að ég sný: Loftur ræður löndum þar, lipur græðir krónurnar. Í Árgerði unir best, oft á ferðalagi sést, lærður, fróður, laus við tjón læknir góður Sigurjón. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 220MÆLT AF MUNNI FRAM Biskupstungur: Nýtt og glæsilegt 200 milljóna króna fjós á Spóastöðum Nýlega var tekið í notkun nýtt, glæsilegt og fullkomið fjós á bænum Spóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Fjósið er um 1550 fermetrar að stærð með 140 básum. Það tók aðeins sjö og hálfan mánuð að byggja fjósið. Það eru bræðurnir á Spóastöðum og foreldrar þeirra sem byggðu fjósið en það eru þeir Þórarinn og Ingvi Þorfinnssynir, eiginkona Þórarins er Hildur María Hilmarsdóttir og foreldrarnir eru þau Þorfinnur Þórarinsson og Ásta Jóhannesdóttir. Um er að ræða stálgrindarhús frá Landstólpa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þaðan komu innréttingarnar líka. Pálmatré sá um steypuvinnuna, Jötunn um fóðurkerfið og mjaltaþjónarnir tveir koma frá VB landbúnaði. „Við erum í skýjunum með nýja fjósið og mér sýnist kýrnar vera það líka, þær eru allavega mjög ánægðar og láta fara vel um sig í öllu þessu plássi sem þær hafa. Við erum að læra á tæknina og allar græjurnar sem fylgja svona fjósi en það kemur vonandi fljótt,“ segir Þórarinn. Stefnt er að því að hafa opið hús í fjósinu fyrir sveitunga og aðra áhugasama með vorinu. /MHH 140 básar eru í fjósinu, 120 fyrir mjólkandi kýr og 20 fyrir geldneyti. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bræðurnir Ingvi og Þórarinn Þorfinnssynir eru í skýjunum með nýja fjósið, tæknina og allan aðbúnað fyrir gripina í því. Það fer sérstaklega vel um kálfana í nýja fjósinu á hálminum enda mjög rúmt hjá þeim og aðbúnaður þeirra til fyrirmyndar. Frjótæknirinn, Sverrir Ágústsson, er reglulegur gestur í fjósinu á Spóastöðum þar sem hann sér um að sæða kýrnar með sæði úr úrvals nautum. Fóðurkerfið er magnað í nýja fjósinu en heyið kemur á færibandi að ofanverðu og dettur á fóðurganginn þar sem kýrnar bíða eftir því að éta það af bestu lyst. Gefið er fimm sinnum á dag.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.