Bændablaðið - 28.02.2019, Side 44

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201944 Grikkir og Rómverjar litu á lárvið sem tákn um sigur og í frumkristni var sígræna lárviðarins til þess að litið var á hann sem tákn um eilíft líf og voru látnir lagðir í lárviðarlauf. Í dag eru lárviðarlauf mikið notað krydd sem er að finna í flestum eldhúsum landsins. Tyrkland er stærsti framleiðandi lárviðarlaufs í heiminum og hefur framleiðslan þar í landi vaxið úr um 1000 tonnum árið 1995 í rúm 8000 tonn árið 2016 sem er 97% af lárviðarlaufi á heimsmarkaði. Framleiðsla í öðrum löndum er nær eingöngu til notkunar á heimamarkaði. Talið er að markaður fyrir lárviðarlauf eigi eftir að aukast á næstu árum og áratugum og óvíst að Tyrkland muni sitja eitt að markaðinum lengi. Ekki fundust upplýsingar um magn innflutts lárviðarlaufs til Íslands á vef Hagstofu Íslands þar sem magnið er skráð með innflutningi á öðrum kryddum. Samkvæmt upplýsingum frá Mata heildverslun flutti fyrirtækið inn 16 kíló af ferskum lárviðarlaufum árið 2018 auk þess sem fleiri aðilar flytja inn ferskt og þurrkað lárviðarlauf í neytendapakkningum. Gróft má ætla að heildarinnflutningur á lárviðarlaufi til landsins sé milli 40 og 60 kíló á ári. Ættkvíslin Laurus Ekki er vitað fyrir víst hversu margar tegundir teljast til ættkvíslarinnar Laurus en í dag eru þær sagðar tvær eða þrjár, L. azorica, sem er upprunnin á Asóreyjum úti í miðju Atlantshafi og ræktað á Spáni, L. novocanariensis er upprunnin á Kanaríeyjum og Madeira og L. nobilis og er upprunnin fyrir botni Miðjarðarhafs og Tyrklandi. Tegundirnar eru líkar í útliti og erfðabreytileiki milli þeirra lítill og margir hallast að því að L. azorica og L. novocanariensis sé staðbrigði af sömu tegund. Lárviðir eru sígrænir og ilmandi runnar eða tré með trefjarót. Blöðin gljágræn, heilrennd og ílöng. Einkynja plöntur með gulum karl- og kvenblómum sem mynda græn og síðan svört steinaldin eftir frjóvgun. L. nobilis er sú tegund sem mest er ræktuð og við þekkjum sem lárviðarlauf. Laurus nobilis Ilmandi, hægvaxta stórrunni eða tré sem getur náð 18 metra hæð. Blöðin glansandi græn heilrennd og stundum bylgjótt, sex til tólf sentímetra löng og tveir til fjórir að breidd og innihalda mikla olíu. Sérbýlisplöntur sem eru annaðhvort karl- eða kvenkyns. Blómin fjögur til fimm saman í litlum sveip, gul og frjóvgast með vindi eða skordýrum. Aldinið um sentímetri að lengd, svart og með einu fræi sem svipar til ólífu. Þrífst best við 8 til 27° á Celsíus, kýs mikla sól og hátt rakastig. Þolir að hitastig fari rétt undir núll gráður en kelur í frosti. Í ræktun dafnar plantan best í djúpum, rökum en vel framræstum og margs konar jarðvegi með pH 4,5 til 8,3. Lauf trjánna endist yfirleitt í þrjú ár en þykir best til notkunar á fyrsta eða öðru ári. Auk yrkja af lárvið til framleiðslu á lárviðarlaufi eru til yrki sem ræktuð eru sem skrautrunnar. Má þar nefna yrkin "Aurea", "Crispa" og "Angustifolia" sem öll eru ræktuð vegna lauffegurðar. Nafnaspeki Ættkvíslarheitið Laurus þýðir sigur en tegundarheitið nobilis hefð, hefðarmaður eða -kona. Á ensku kallast lárviður bay tree, bay laurel, Greek laurel, laurel eða bay leave. Á frönsku er heitið laurier, bagié og laurier d´Appolon og á þýsku lorbeerbaum og mutterlorbeerbaum. Hollendingar kalla laufið laurier og baetere en Danir laurbærblad. Það sem í dag kallast bachelor eða fyrsta gráða í háskólanámi kallaðist áður og gerir víða enn baccalauret-gráða og er heitið dregið af lárviðarsveig sem háskólanemar fengu við útskrift. Í Bretlandi er á hverju ári kosið lárviðarskáld og þykir slíkt val mikill heiður fyrir þann sem kosinn er hverju sinni. Saga og symbólismi Vísbendingar eru um að víðáttumiklir lárviðarskógar hafi fyrr á tímum, þegar hita- og rakastig á jörðinni var hærra en núna, vaxið á stórum svæðum umhverfis Miðjarðarhafið og á svæðum í Norður-Evrópu og norður til Íslands. Talið er að síðustu leifar lárviðarskóganna hafi horfið við Miðjarðarhafið fyrir um tíu þúsund árum og í dag eru eftirhreytur þeirra að finna í fjalllendi Tyrklands, Sýrlands, Marokkó, á Spáni, Portúgal og á Madeira, Kanarí- og Asóreyjum. Fundist hafa steingervingar af ýmsum framandi plöntum sem uxu á Íslandi á seinni hluta tertíertímabilsins fyrir 10 til 15 milljónum ára. Þar á meðal magnolíur, túlípantré og lárviður. Hver veit nema að áframhaldandi hlýnun jarðar eigi eftir að valda því að lárviðarskógar breiði úr sér að nýju og klæða stór svæði í Evrópu aftur í framtíðinni. Grikkir tengdu lárvið við vatnadísina Dafne og guðinn Apollon. Segir sagan að Gaia, Móðir jörð eða faðir hennar Pendus, guð áanna, hafi breytt Dafne í eyjuna Krít þegar að guðinn Apollon reyndi að draga dísina á tálar og sett lárviðarrunna í hennar stað. Sorg Apollon varð djúp þegar í stað dísarinnar fögru stóð lárviðarrunni fyrir framan hann. Í skúffelsi sínu fléttaði Apollon greinasveig úr greinum runnans og sagði að fyrst að Dafne gæti ekki verið ástmey hans skyldi hún þá vera tréð hans og skreyta höfuð hans. Í annarri útgáfu goðsagnarinnar segir að Gaia hafi breitt Dafne í lárvið en ekki eyjuna Krít. Sveigir úr greinum lárviðar voru virðingar- og sigurtákn í Grikklandi til forna. Kappar sem unnu íþróttakappleiki eins og ólympísku leikana voru heiðraðir með lárviðarkransi, höfuðfati Apollons. Gríska skáldið Lusian segir að spákonan Pythia hafi tuggið lauf lárviðarrunna sem óx í musteri Apollons í gríð og erg til að komast í spádómsstuð. Þegar þannig var komið fyrir spákonunni fyllti sjálfur Apollon vit hennar og talaði í gegnum hana. Á öðrum stað segir að hún hafi hrist runnann látlaust á meðan hún setti fram spádóma. Þeir sem fengu gæfulega spá frá Lusianu voru krýndir með HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Lárviður og lárviðarlauf Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Laurus nobilis er sú tegund lárviðar sem mest er ræktuð og við þekkjum sem lárviðarlauf. Þurrkuð lárviðarlauf.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.