Bændablaðið - 28.02.2019, Side 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201932
LÍF&STARF
Breiðavík á suðvesturhluta Vestfjarða. Þar hafa Keran ST. Ólason ferðaþjónustu bóndi og Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra byggt upp öfluga ferðaþjónustu, en þau hættu þar sauðfjárbúskap árið
2011. Til gamans má geta þess að samkvæmt málvenju þar á bæ er farið heim í Breiðavík en ekki í Breiðuvík eins og íslenskar beygingarreglur segja til um. Hefur þetta valdið blaðamönnum
miklum heilabrotum í gegnum tíðina, enda er þetta ekki algild regla hjá íbúum í næstu víkum samkvæmt heimildum Bændablaðsins. Ábúendur segja því hverjum frjálst að hafa það eins og þeim
er tamast. Myndir / HKr.
Keran ST. Ólason ferðaþjónustu
bóndi og Birna Mjöll Atladóttir,
hótelstýra í Hótel Breiðuvík,
voru þar með eitt stærsta fjárbú
landsins en hafa rekið hótel í
fyrrum upptökuheimili síðan
1999. Þau hættu fjárbúskap árið
2011 og sneru sér þá alfarið að
gistiþjónustu og eldi ferðamanna
á mat og drykk.
Ríkið hætti rekstri vistheimilisins
í Breiðuvík árið 1980. Þá hafði
gengið á ýmsu varðandi meðferð
barnanna sem þar dvöldu og
upplýstist það reyndar ekki
opinberlega fyrr en í Kastljósþætti
í Sjónvarpinu 6. febrúar 2007 og úr
varð mikið fjölmiðlamál. Aðallega
voru sendir þangað 10–14 ára
drengir og oft frá brotnum heimilum
á árunum frá 1953 til 1979 þrátt
fyrir að sérfræðingar hefðu gagnrýnt
staðarval fyrir slíkt upptökuheimili.
Jörðin keypt af ríkinu árið 1981
Jónas Hördal Jónsson og Árnheiður
Guðnadóttir keyptu jörðina af
ríkinu árið 1981. Var strax ljóst að
hefðbundinn búskapur dugði þeim
ekki til að halda jörðinni og þótti
nærtækast að stunda þar einhvers
konar gistiþjónustu. Keran og Birna
Mjöll keyptu svo af þeim jörðina
átján árum síðar og sjá ekki eftir
því þótt uppbyggingin hafi kostað
þrotlausa vinnu.
Með uppruna á Patreksfirði og í
Örlygshöfn en ákváðu að kaupa
Breiðuvík
„Við bjuggum í Örlygshöfn þar
sem Keran vann að búrekstri ásamt
foreldrum sínum á bænum Geitagili
í Örlygshöfn. Við vissum þá að
jörðin hér í Breiðavík hafði verið
á sölu í nokkurn tíma. Okkur fannst
hún áhugaverð, en ásett verð var
ansi hátt fyrir okkur,“ sagði Birna
Mjöll, sem sjálf er fædd og uppalin
á Patreksfirði.
Tíðindamaður Bændablaðsins
heimsótti þau hjón á haustdögum
2018, en þá voru þau að undirbúa
hausthátíð, sem þau nefndu
töðugjöld, með sveitungum
sínum sem enn búa á svæðinu og
brottfluttum.
„Okkur langaði samt að gera
eitthvað. Við höfðum verið með
verslun í kaupfélagshúsinu í
Örlygshöfn, en þegar Bónus
opnaði í Reykjavík fóru allir
suður og versluðu svo við urðum
að hætta starfseminni. Þá vantaði
mig eitthvað að gera auk þess
sem okkur vantaði meiri tún til
að afla fóðurs fyrir skepnurnar.
Við ákváðum að reyna að kaupa
Breiðavík, en samdist ekki um
verð við eigendurna, Jónas Hördal
Jónsson og Árnheiði Guðnadóttur
.“
Fyrsta tilboði ekki tekið
Keran segir að það hafi líklega verið
haustið 1997 sem þau gerðu fyrst
tilboð í Breiðavík. Þá var jörðin
búin að vera til sölu í töluverðan
tíma. Eigandinn Jónas var ekki
sáttur við fyrsta tilboðið, fannst það
hálfgerð móðgun og sagðist kjósa
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Ferðaþjónustubændum í Breiðuvík gengur vel í mikilli paradís á einum afskekktasta stað Evrópu:
Hættu rekstri þúsund kinda fjárbús og
sneru sér alfarið að ferðaþjónustu 2011
Birna Mjöll Atladóttir. „Þegar við keyptum hér í Breiðavík og byrjuðum á
þessum rekstri höfðum við verið saman í tíu ár. Ég hafði þá aldrei komið
nálægt búskap.“
Breiðuvíkurkirkja. Á staðnum var bænhús framan af öldum en sóknarkirkjan
var sett 1824. Kirkjan sem nú stendur í Breiðuvík var vígð árið 1964. Munir
úr gömlu kirkjunni eru á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti.