Bændablaðið - 28.02.2019, Side 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 31
Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar-
dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki
höfuðmáli.
Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur
og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður.
Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn
okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti
Maxam dekkjanna.
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
Hagkvæm
dekk fyrir
alvöru kröfur
þekkingu og reynslu í vegamálum
sem segja að við munum aldrei ná
að byggja upp þessa vegi nema
að við förum í einhvers konar
flýtiframkvæmd. Það verði að fara
í átak og dugi ekki að malla áfram
með þeim fjármunum sem við erum
tilbúin að forgangsraða meðfram
fjárveitingum í heilbrigðiskerfið,
menntakerfið og aðra þætti.
Slíkt muni ganga of hægt, því
umferðarþunginn muni halda áfram
að vaxa og viðhald á vegunum að
aukast.“
- Verða menn þá ekki líka að
horfa á að með áframhaldandi
viðhaldsleysi halda vegirnir
áfram að brotna niður og
endurbyggingarkostnaður verður
þá meiri en ella?
„Það er rétt og það var því
algjört lykilatriði að ríkisstjórnin
samþykkti tillögu mína í fyrra
um að fara með 4 milljarða úr
varasjóði í aukið viðhald. Árið
2016 settum við tæpa 6 milljarða
í viðhald til Vegagerðarinnar. Á
árinu 2018 settum við upphaflega 8
milljarða í þau verkefni, en bættum
4 milljörðum við. Það veitti ekki af
við að takast á við skemmdir eftir
erfiðan vetur. Núna erum við því á
mun betri stað en fyrir einu ári. Samt
er áætlað í samgönguáætlun að setja
meiri fjármuni til viðhalds, eða 10
milljarða á ári næstu fimm árin. Svo
á það að aukast um 2% á ári út 15 ára
samgönguáætlanatímann.“
Megináherslan á að bæta
umferðaröryggið
– Varðandi flýtiframkvæmdir þá er
víða kallað eftir úrbótum, eru menn
komnir niður á hvernig framkvæmdum
verður forgangsraðað?
„Menn settu þar upp nokkrar
sviðsmyndir. Númer eitt, tvö og
þrjú er umferðaröryggi. Þess vegna
eru menn að horfa á vegi þar sem
þarf að aðskilja akstursstefnur.
Það eru langsamlega arðsömustu
framkvæmdirnar. Það hefur verið
bent á að þegar umferðarþungi er
kominn í 5.000 bíla á dag og þar
yfir, þá sé nauðsynlegt að huga að
því að aðskilja akstursstefnur. Annars
aukist slysatíði vegna framanákeyrslu
mjög mikið.
Fækkun einbreiðra brúa er líka
mikilvægt umferðaröryggismál.
Þar hefur Vegagerðin sett fram
nýja áætlun um hvernig hægt
sé að ganga hraðar til verka en
áður. Þá er aftur forgangsraðað
út frá umferðarþunga og þessum
svartblettum þar sem slysin hafa
helst orðið. Í þriðja lagi höfum við
verið að horfa á að gera leiðirnar
skilvirkari. Bæta umferðarflæði og
stytta tíma. Þess vegna hafa líka
komið til tals framkvæmdir úti á
landi eins og yfir Hornafjarðarfljót
með nýrri veglínu og nýrri brú.
Það er bæði öryggisatriði hvað
varðar fækkun þriggja einbreiðra
brúa og 11 km stytting vegalengda.
Framkvæmdir við það verk hófust
í fyrra. Sama gildir varðandi veginn
um Öxi. Þar yrði um að ræða um
60 til 70 km styttingu veglínu
upp á Hérað. Ef valið yrði að fara
í innheimtu veggjalda þá yrðu
þetta framkvæmdir sem yrðu með
blandaðri fjármögnun.
Allt er þetta til skoðunar í
þessum starfshópi en þjóðhagslegur
ávinningur af þessum framkvæmdum
yrði margfaldur.“
Þjóðarsjóðurinn mögulega í bið
– Hvað sérðu fyrir þér að arður frá
Landsvirkjun gæti skilað inn í þetta
dæmi?
„Nú hafa þeir verið með
áætlanir sem tengjast hugmyndum
um þjóðarsjóð sem líka er í
stjórnarsáttmálanum. Samkvæmt
honum ætluðum við fyrst að
nýta tekjurnar í uppbyggingu á
hjúkrunarheimilum og hins vegar í
nýsköpunarsjóð. Í framtíðinni átti
arðurinn svo að fara í þjóðarsjóð til
að byggja upp viðbótar öryggissjóð
sem tæki á náttúruhamfaratjóni, sem
við erum ekki tryggð fyrir þó við
séum býsna vel tryggð. Það hefur
verið metið að þessi sjóður þyrfti ekki
að vera „nema“ um 250 milljarðar
eða svo.
Áætlanir Landsvirkjunar eru að
á næstu árum fari þeir úr því að
greiða einn til tvo milljarða í arð til
ríkissjóðs á ári í það að greiða 5 til
15 milljarða árlega.
Við þurfum bara að vega og
meta hvar skynsamlegast sé að nota
fjármunina sem þaðan koma á næstu
árum. Við höfum þó hvorki misst
sjónar á hugmyndinni um að nýta
þá fjármuni í hjúkrunarheimili né
nýsköpunarsjóð.“
Arður bankanna ekki trygg
tekjulind til framtíðar
– Hvað með að nýta söluandvirði
af öðrum eignum ríkisins, eins og
bönkum, í slíkar flýtiframkvæmdir?
„Það er dálítið flókin umræða. Í
dag heldur ríkið á allt of stórum hluta
af fjármálakerfinu. Í því felst áhætta.
Vissulega hafa bankarnir verið að
skila umtalsverðum arði sem runnið
hefur í ríkissjóð. Þeir sem þekkingu
hafa segja að til lengri tíma muni
gerast hlutir á bankamarkaði sem
geri það að verkum að bankarnir
muni ekki skila eins miklum
arðgreiðslum. Það snýst m.a. um
nýja fjármálatækni sem mun minnka
verulega hefðbundið tekjumynstur
viðskiptabanka eins og við þekkjum
þá.“
Seðlabankinn skoðar mögulega
opnun innlánsreikninga
fyrri alla landsmenn
„Menn hafa verið með hugmyndir
um að Seðlabankinn opni
innlánsreikninga fyrir alla
Íslendinga. Þannig getum við
greiðslumiðlað með einföldu appi í
símanum og á ódýran hátt. Þetta eru
seðlabankar í Svíþjóð og í Bretlandi
að skoða. Ég veit að Seðlabankinn
hjá okkur er líka að skoða þetta.“
Sporin hræða varðandi sölu
bankanna
„Þá eru að koma hér netbankar með
mjög litla yfirbyggingu sem munu
taka skerf af kökunni. Þannig að inn
í framtíðina er ekki víst að bankarnir
okkar verði þær mjólkurkýr sem þeir
hafa verið í fortíðinni. Þar af leiðandi
gæti verið skynsamlegt að selja áður
en til slíks kemur. Við þurfum hins
vegar að fara varlega á því sviði.
Spor fortíðarinnar hræða í þeim
efnum.“
Landsbankinn yrði mögulega að
samfélagsbanka
– En er endilega nauðsynlegt að selja
bæði Íslandsbanka og Landsbanka?
„Nei, við framsóknarmenn teljum
að slíkt ætti ekki að gera. Það eru
til mismunandi leiðir í þeim efnum.
Norðmenn héldu t.d. eftir ákveðnu
eignarhaldi í fleirum en einum banka
eftir sína bankakrísu á tíunda áratug
síðustu aldar. Hér hefur umræðan
verið meira í þá átt að halda
fyrst og fremst eftir eignarhluta í
Landsbankanum, jafnvel að eiga
hann allan. Hugsanlega þá að nýta
það eignarhald til samfélagslegrar
hegðunar í bankakerfinu, eða með
svokölluðum samfélagsbanka.
Það er ekki nóg að ríkið geri það,
fjárfestar verða þá að vera tilbúnir
til að vera með samfélagslega
fjárfestingarhugsun í bankanum.“
- Hefur slíkt ekki einmitt reynst
vel með Sparkassen í Þýskalandi?
„Jú, það er vegna þess að
fjárfestarnir standa sterkt á bak
við hann. Þó svo að einhverjum
núverandi banka verði ekki breytt í
samfélagsbanka, þá er hugmyndin
frábær og skynsamleg. Ég held
að við eigum að horfa til þess og
þá væri auðvitað hægt að búa til
slíkan banka, en það var ekki reifað
í hvítbókarskýrslunni um að sameina
t.d. Íslandsbanka og Landsbanka.
Í Þýskalandi eru það oft og tíðum
sveitarfélög eða fylki sem standa að
baki samfélagsbönkunum. Hér gæti
það verið sveitarfélögin eða ríkið.”
Þörf á samfélagslegri hugsun
í stað græðgisvæðingar
„Til þess að samfélagsbanki verði
að veruleika þarf samfélagslega
hugsun. Ekki bara samfélagslega
ákvörðun á þinginu. Það þarf
samfélagslega hugsun bæði
neytenda og fjárfesta.
Hingað til hefur umræðan verið
keyrð svolítið áfram á forsendum
græðgisvæðingar. Þess vegna held
ég að það sé mjög mikilvægt að
halda þessari umræðu á lofti því ég
tel að þetta sé leiðin til að takast á
við samkeppnina í framtíðinni þar
sem bankakerfið verður líklega
allt öðruvísi en það er í dag. Þá
fer samfélagsbanki kannski miklu
skynsamlegri leið heldur en tíðkast
hefur í þessu græðgiskapítalíska
umhverfi sem við höfum verið í.
Þar sem hámarksarðsemi virðist
vera megin drifkrafturinn en er ekki
endilega skynsamlegasta leiðin að
mati okkar framsóknarmanna til að
halda gangandi öflugu blönduðu
hagkerfi. Þar sem lífshamingja fólks
felst ekki í því að græða peninga,
heldur að lifa góðu lífi,“ segir
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Innlánsreikningar í Seðlabanka
„Menn hafa verið með hugmyndir um að Seðlabankinn opni
innlánsreikninga fyrir alla Íslendinga. Þannig getum við
greiðslumiðlað með einföldu appi í símanum og á ódýran hátt.
Þetta eru seðlabankar í Svíþjóð og í Bretlandi að skoða. Ég veit að
Seðlabankinn hjá okkur er líka að skoða þetta.“
Landsbankinn verði samfélagsbanki?
„Hugsanlega þá að nýta það eignarhald til samfélags legrar hegðunar
í bankakerfinu eða með svokölluðum samfélagsbanka. Það er ekki
nóg að ríkið geri það, fjárfestar verða þá að vera tilbúnir til að vera
með samfélagslega fjárfestingarhugsun í bankanum.“
Græðgiskapítalískt umhverfi
„Þá fer samfélagsbanki kannski miklu skynsamlegri leið heldur en
tíðkast hefur í þessu græðgiskapítalíska umhverfi sem við höfum
verið í. Þar sem hámarksarðsemi virðist vera megin drifkrafturinn
en er ekki endilega skynsamlegasta leiðin.“
„Til þess að samfélagsbanki verði
að veruleika þarf samfélagslega
hugsun.“