Bændablaðið - 28.02.2019, Side 45

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 45 lárviðarsveigi sem tákn um að Apollon væri þeim hliðhollur. Grikkir töldu gott að hengja lárviðarsveig yfir dyr til að bægja frá illum öndum og uppvakningum. Peiton, fyrrum lífvörður Alexanders mikla, var gerður að landstjóra í Medíu eftir dauða Alexanders 323 fyrir Kristsburð. Árið 311 fyrir upphaf okkar tímatals lét Peiton slá gullmynt Alexander til heiðurs. Á framhlið myntarinnar er mynd af Alexander mikla en á bakhliðinni er mynd af Aþenu, gyðju viskunnar og hernaðarkænsku, þar sem hún heldur á lárviðargrein. Lárviður var sigurtákn Rómverja til forna og þeir tengdu hann einnig við ódauðleika, ríkidæmi og góða heilsu. Greinar lárviðarins þóttu líka hreinsandi við helgiathafnir. Rómverjinn Plini eldri sagði að ekki mætti brenna lárviðargrein á fórnaraltari vegna þess að það stuggaði guðunum frá. Auk þess sem viðurinn sjálfur brestur og gneistra frá sér í mótmælaskyni sé hann brenndur. Ágústínus, fyrsti rómverski keisarinn, var með lárvið í potti hvort sínum megin við innganginn að húsi sínu á Palatinus-hæð í Róm og var húsið sambyggt musteri tileinkað Apollon sem Ágústínus lét reisa. Með þessu er sagt að Ágústínus hafi viljað undirstrika tengsl sín við guðinn og að hann sjálfur væri sigursæll. Til er saga sem segir að Livia Drusilla, eiginkona Ágústínusar og fyrsta keisaraynjan í Róm, hafi gróðursett lárvið í garðinum við höll sína Prima Porta. Sagan segir að keisaraynjan hafi setið í garðinum þegar örn á flugi missti fullvaxinn hana með lárviðargrein í gogginum í kjöltu hennar. Upp af greininni, sem Livia gróðursetti, óx tré sem síðar varð að heilum lárviðarlundi sem undirstrikaði enn frekar sigursæld Ágústínusar keisara. Þar sem lárviður þótti góður eldingavari bar Tíberíus, annar Rómarkeisari, ávallt lárviðarsveig á höfðinu í þrumuveðri til að forðast eldingar. Hluti af þessari trú stafaði af því að Rómverjar sögðu að himneskir elddjöflar sem væru ónæmir fyrir eldingum ættu sér ból í lárviðartrjám. Sagt er að seinni tíma keisarar hafi látið flétta fyrir sig sveig úr trénu sem Livia gróðursetti sem tákn um gæfu. Það þótti einnig tákn um mikla ógæfu að trjálundurinn skyldi drepast skömmu eftir að Neró keisari var ráðinn af dögum. Rómverjakeisarar báru lárviðarsveig í sigur- og skrúð- göngum og enn í dag skreytir lárviðarsveigur oft höfuð sigurvegara í kappaksturskeppnum þegar þeir skjóta tappanum úr kampavínsflöskunni. Á miðöldum taldist lárviður til sólplantna og með tengsl við stjörnumerki ljónsins og veita vörn gegn nornum og púkum djöfulsins. Í frumkristni var sígræna lár- viðarins til þess að litið var á hann sem tákn um eilíft líf og voru látnir lagðir í lárviðarlauf. Þessi siður gæti einnig átt sér uppruna í að lárviður er ilmsterkur og því góður til að halda nálykt í skefjum. Sagt er að María mey hafi aldrei verið andfúl þar sem andardráttur hennar og orð ilmuðu af lárvið. Frumkristnir litu einnig á lárvið sem tákn um nýtt líf í Kristi og skírlífi sem gæti átt rætur í sögunni um Dafne og Apollon. Allt fram á síðustu öld voru lárviðarblöð lögð í götuna sem bera skyldi líkkistu til greftrunar í Wales. Í kínverskum goðsögnum um tunglið segir frá stórum skógi lárviðartrjáa sem óx upp og dó milli þess sem tunglið var nýtt og fullt. Í einni útgáfu sögunnar segir að skógarhöggsmaðurinn Wu Gang hafi verið dæmdur vegna glæpa sinna til að fella trén jafnóðum og þau uxu upp um alla eilífð. Til er dönsk farmskrá frá 1434 sem sýnir að kaupskip flutti þrjú tonn af l á r v i ð a r l a u f i sjóleiðina til Kaupmanna- hafnar frá Danzig, sem er Gdansk í Póllandi í dag. L á r v i ð u r í draumi er sagður merkja sigur, gleði og velgengni. Ógiftu fólki getur lárviður verið fyrir giftingu eða barni. Nytjar Lárviður einn og sér eða í krydd- blöndum er mikið notaður til matargerðar í löndunum allt í kringum Miðjarðarhafið. Sem dæmi eru lárviðarlauf notuð til að gefa ítölskum pastasósum rétta ilminn en oftast fjarlægð áður en rétturinn er borinn fram enda ilmur þess yfirleitt sterkara en bragðið. Ferskt lauf er fremur rammt á bragðið. Þurr og mulin lárviðarlauf eru góð í súpur og algengt að það sé notað til að bragðstyrkja drykkinn sem kenndur er við Bloody Mary. Lárviðarlauf var notað til að bragðbæta bjór og vín bæði í Asíu og Evrópu. Laufið geymist vel og er sagt að hillulíf þess sé um það bil ár. Úr laufinu og aldininu er unnin olía og sé viðurinn b r e n n d u r gefur hann frá sér sterkan lárviðarilm. Úr olíu lár- viðar eru unnin varnar efni gegn stungu moskítóflugna og viðurinn þykir góður í skrautmuni. Lárviðarlauf og skordýrasöfnun Skordýrasafnarar nota gjarnan fersk lárviðarlauf til að drepa skordýr áður en þau eru sett upp. Laufið er sett í botn krukkunnar og pappír yfir. Eftir að paddan hefur verið sett í krukkuna og henni lokað sjá efni sem gufa upp af laufinu um að drepa kvikindið á skömmum tíma. Alþýðulækningar Hippókrates sagði að blöð, aldin, börkur og rætur lárviðar væru græðandi bæði inn- og útvortis. Hann segir gott fyrir konur að anda að sér viðarreyk trjánna til lækningar á kvensjúkdómum eins og hann orðaði það, en á við að reykurinn geti valdið fósturláti. Í gömlum evrópskum lækningabókum segir að laufið gagnist gegn magakveisum, nýrnaveiki og gigt. Pliny eldri sagði lárviðarolíu meðal annars góða gegn lömun, ósjálfráðum hreyfingum, krampa, máttleysi, mari, höfuðverk, bólgum og sýkingu í eyra. Svíinn Olaus Martini segir í bók sinni En liten Läriare Book frá því á 16. öld að karlmenn sem misst hafi getuna til að sinna konu sinni eiga að nudda punginn með lárviðarolíu til að öðlast þrótt að nýju. Í dag er lárviðarolía notuð sem ilmefni í nuddolíu og græðandi smyrsl grasalækna. Hún er í sápu sem kennd er við Aleppó í Sýrlandi eða það sem eftir er af borginni eftir borgarastyrjöld, loftárásir hinna viljugu Nató- þjóða, eiturefnahernað, þurrka og hungursneyð sem staðið hefur frá 2011 og kostað yfir 350 þúsund manns lífið. Lárviðarlauf og lárviðarlaufslíki til matargerðar Víða um heim er að finna plöntur sem notaðar eru á svipaðan hátt og lárviðarlauf enda með svipaðan ilm og bragð. Þar á meðal er lauf Umbellularia californica sem kallast Kaliforníulárviður, Oregonmyrta eða piparviður. Á Indlandi, í Indónesíu, Vestur- Indíum og Mexíkó eru lauf trjáa sem kallast Cinnamomum tamala, Syzygium polyanthum, Pimenta racemosa og Litsea glaucescens brúkuð á svipaðan hátt og lárviðarlauf til matargerðar. Á Indlandi og í Pakistan eru lauf plantna sem gefa svipað bragð og lárviður notuð í alls kyns hrísgrjónarétti og í kryddið gara masala, sem margir nota í kjúklingarétti. Lárviðarlauf eru höfð í súpur, sósur, kássur og með fiski og þau eru ómissandi þegar elda skal purusteik og sem krydd í marineraða síld á danska mátann. Lárviður og lárviðarlauf á Íslandi Ekkert er því til fyrirstöðu að rækta lárvið í gróðurskála eða sem stofuplöntu á Íslandi sé vel hugsað um plöntuna. Í nágrannalöndum er lárviður víða ræktaður innan dyra, en settur út í pottunum yfir heitasta tíma ársins. Yfir vetrartímann þarf plantan að vera við um 10° á Celsíus og þarf litla vökvun. Í Þjóðólfi frá því í maí 1880 segir að þegar kistur Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur komu til landsins til greftrunar hafi kransinn frá Norðmönnum verið „listaverk og dýrgripur; eru blöð hans öðrum megin eins og lárviðarlauf, en öðrum megin eins og eikarblöð.“ Aldamótaárið 1900 eru lárviðarlauf auglýst til sölu ásamt öðrum nýlenduvörum H.Th.A Thomsen í Reykjavík. Samkvæmt hagskýrslu um utanríkisverslun voru flutt til landsins 4910 kíló af lárviðarlaufi árið 1922. Þar af tæplega þrjú tonn frá Danmörku, 1,3 tonn frá Noregi og 652 kíló frá Svíþjóð. Samkvæmt þessu hefur dregið verulega úr innflutningi og notkun á lárviðarlaufi hér frá því á öðrum áratug síðustu aldar. Einnig er hugsanlegt að mun meira hafi verið flutt inn af óþurrkuðum lárviðarlaufum og laufi á greinum sem eykur talsvert vigt í flutningi. Sagt er að gott sé að brenna lárviðarlauf eins og reykelsi til að róa taugarnar og minnka streitu. Lárviðarlauf og ber. Dönsk purusteik með lárviðarlaufi. Árið 311 fyrir upphaf okkar tímatals var slegin gullmynt Alexander mikla til heiðurs. Lárviðargræðlingur. Skál úr lárviði. Marmarastytta sem sýnir umbreytingu Dafne í lárvið vegna ágengni Apollon. Styttan er eftir ítalska myndhöggvarann Bernini og gerð á árunum 1622 til 1625. Sagt er að gott sé að brenna lárviðarlauf eins og reykelsi til að róa taugarnar og minnka streitu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.