Bændablaðið - 28.02.2019, Side 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201914
FRÉTTIR
Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is
bílar
Kæli- & frystibúnaður
frá Carrier í miklu úrvali.
Fyrir allar gerðir af sendi- og flutningabílum.
hurðir
Hentar afar vel fyrirtækjum
í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði.
fyrir kæla
Kæli- & frysti-
búnaður
hafðu samband í síma 587 1300
og við sérsníðum lausn sem hentar þér!
KAPP ehf ¬ Véla-, kæli- & renniverkstæði
Miðhrauni 2 ¬ 210 Garðabær
Sími: 544 2444 ¬ Fax: 544 2445
kapp@kapp.is ¬ www.kapp.is
Við erum sérfræðingar
á okkar sviði
CARRIER
Sölu- og þjónustuaðilar
SCHMITZ
Sölu- og þjónustuaðilar
BOCK kæli- og frystipressur
Sölu- og þjónustuaðilar
DHOLLANDIA
Sölu- og þjónustuaðilar
TAIL LIFTS
Höfum áratuga reynslu á sviði
– Rennismíði, fræsivinnu & CNC
– Kæliþjónustu & kæliviðgerða
– Vélaviðgerða & viðgerða á heddum
– Málmsprautunar og slípunar
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað 80 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og
nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Styrkirnir voru afhentir við athöfn í Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra:
Styrkir veittir til margvíslegra verkefna
Uppbyggingarsjóður Norðurlands
eystra hefur úthlutað 80 milljónum
króna til menningar, atvinnu
þróunar og nýsköpunar á starfs
svæði Eyþings, í Eyjafjarðar og
Þingeyjarsýslum.
Uppbyggingarsjóði bárust
samtals 132 umsóknir, þar af 50 til
atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82
til menningar. Samþykkt var að veita
78 verkefnum styrkvilyrði að upphæð
80 milljónum króna, en samtals var
sótt um tæpar 308 milljónir króna.
Norðurstrandarleið fær mest
Norðurstrandarleið, sem svo
er nefnd, ferðamannavegur frá
Hvammstanga til Vopnafjarðar, alls
um 800 kílómetra leið, hlaut hæsta
styrkinn, 5 milljónir króna, en
unnið hefur verið að uppbyggingu
þessa nýja ferðamannavegar um
skeið. Verksmiðjan á Hjalteyri hlaut
4 milljónir, N4 sjónvarpsstöð fékk
sömu upphæð til að gera þætti um
norðlensk jarðgöng og samfélagsleg
áhrif þeirra, Hælið, setur um berkla
á Kristnesi, fékk 2,5 milljónir króna
og Framfarafélag Ólafsfjarðar
einnig 2,5 milljónir vegna fiskeldis
í landi.
Sjóðurinn er samkeppnissjóður
og veitir verkefnastyrki til
menningarverkefna, atvinnu
þróunar og nýsköpunar auk
stofn og rekstrarstyrkja til
menningarmála. Samningurinn er
hluti af samningi milli Eyþings
og ríkisins um Sóknaráætlun
Norðurlands eystra 20152019.
/MÞÞ
Húnaþing vestra vinnur að því
að taka við eignarhaldi Félags
heimilisins á Hvammstanga.
Sveitar félagið á 86% hlut í
húsinu en Kvenfélagið Björk og
Ungmennafélagið Kormákur eiga
14%.
Óformlegar viðræður hafa farið
fram milli eigenda en uppi eru
hugmyndir um að kvenfélagið og
ungmennafélagið afsali sér sínum
hlut en fái samning um afsláttarkjör
af leigu næstu 25 árin í staðinn. Talið
er að þetta sé besta færa leiðin til að
hægt sé að fara í uppbyggingu og
lagfæringu á húsnæðinu, sem ella
gæti tafist um mörg ár.
Í bókun sem samþykkt var í
sveitarstjórn á dögunum segir
að ljóst sé að meðeigendur
sveitarfélagsins í félagsheimilinu
hafi ekki það fjármagn sem þurfi til
að vinna að nauðsynlegu viðhaldi
og endurbótum á húsnæðinu,
en ástand þess sé ekki sæmandi
því góða starfi sem þar fer fram.
Verði af þessum áformum mun
Félagsheimilið á Hvammstanga
verða líkt og hver önnur Bhluta
stofnun sveitarfélagsins. /MÞÞ
Sveitarfélagið Húnaþing vestra:
Vill eignast félagsheimilið
á Hvammstanga að fullu
Húnaþing vestra vinnur að því að taka við eignarhaldi Félagsheimilisins á
Hvammstanga, en tvö félög á svæðinu eiga í sameiningu 14% hlut í því á
móti sveitarfélaginu.
Byggðastofnun kannar staðsetningu
starfa á vegum ríkisins
Byggðastofnun hefur undanfarin
ár gert könnun á staðsetningu
starfa á vegum ríkisins, fyrst um
áramótin 2013 til 2014 og árlega
síðan. Nýjasta könnunin liggur nú
fyrir en hún miðast við áramótin
2017 og 2018. Almennt hefur
stöðugildum fjölgað milli ára.
Fram kemur í úttekt
Byggðastofnunar að stöðugildum
á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað
um alls 329, tæp 2% á milli ára,
í Hafnarfirði fækkaði störfum
um rúm 3% og um rúm 11% í
Mosfellsbæ, sem rekja má til
lokunar lögreglustöðvar og færslu
starfa þaðan og til Reykjavíkur.
Fjölgun stöðugilda á Seltjarnarnesi
nemur um 30%, en þar munar mestu
um tilkomu starfsstöðvar.
Á Vesturlandi fjölgaði
stöðugildum um 15 eða tæp 2%
og er Akranes eina sveitarfélagið
í þeim landshluta þar sem
stöðugildum fjölgar milli ára,
eða um 6,2% og er einkum
bundin við Heilbrigðisstofnun
Vesturlands. Stöðugildum á vegum
ríkisins fækkaði í Borgarbyggð,
Grundarfirði og Stykkishólmi.
Á Vestfjörðum stendur fjöldi
stöðugilda í stað á milli ára,
fjölgun varð á Ísafirði, en fækkun
t.d. í Bolungarvík, Reykhólahreppi,
Strandabyggð og Vesturbyggð.
Landsvirkjun bætir við störfum
fyrir norðan
Óverulegar breytingar urðu á
Norðurlandi vestra, stöðugildum
fjölgaði um 6 í allt eða rúmt 1%
og munar þar helst um fjölgun
stöðugilda hjá Heilbrigðisstofnun
Norðurlands vestra á Blönduósi.
Hvað Norðurland eystra varðar
fjölgaði stöðugildum í þeim
fjórðungi um 74 eða um 4%. Á
Akureyri fjölgaði stöðugildum
um 4,1%, alls um 59 störf en
hlutfallslega munar mest um 50%
fjölgun stöðugilda hjá Landsvirkjun
í Skútustaðahreppi, alls 9,5
stöðugildi.
Á Austurlandi fjölgaði um
14 störf á milli ára, 2,5%.
Stöðugildum fækkaði í
Fjarðabyggð, um 11,5, eða 4,7%
en aukning varð á Fljótsdalshéraði
þar sem stöðugildum fjölgaði um
22,5 eða um tæp 10%. Breytingar
snúast að mestu leyti um störf hjá
Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Aukning hjá þjóðgörðum
Aukning varð á stöðugildum á
Suðurlandi um 49 í allt eða 3,5%,
en sem dæmi fjölgaði störfum hjá
Vatnajökulsþjóðgarði í Hornafiði
um 13. Heildarfjölgun stöðugilda
í Bláskógarbyggð er um 11% og
þar munar um fjölgun starfa hjá
Þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Stöðugildum fjölgaði um 122,5
á Suðurnesjum eða um tæp 10%
milli ára, einkum í Reykjanesbæ
en m.a. fjölgaði störfum hjá
Lögreglustjóra Suðurnesja,
Landhelgisgæslunni, Tollstjóra
og Isavia. /MÞÞ
Sauðárkrókur:
Byggðastofnun byggir nýtt hús undir starfsemina
Framkvæmdir eru hafnar við
byggingu á nýju skrifstofuhúsnæði
fyrir Byggðastofnun að Sauðármýri
2 á Sauðárkróki, en Sigurður
Ingi Jóhannsson samgöngu og
sveitarstjórnarráðherra tók fyrstu
skóflustunguna fyrir nokkru.
Fyrsti áfangi verksins er
jarðvinna, en til stendur að bjóða
byggingu hússins út á næstunni og
standa vonir til að framkvæmdum
við húsbygginguna verði að fullu
lokið um mitt ár 2020.
Hagkvæmast að byggja nýtt
Byggðastofnun fluttist frá Reykjavík
til Sauðárkróks árið 2001 og hefur
frá þeim tíma verið í leiguhúsnæði
sem hentar starfseminni ekki lengur.
Í samstarfi við Framkvæmdasýslu
ríkisins hefur farið fram ítarlegt
mat á valkostum í húsnæðismálum
Byggðastofnunar á Sauðárkróki
og er niðurstaðan að hagkvæmast
sé að byggja hús sem sérstaklega
er lagað að þörfum hennar. Meðal
þess sem haft hefur verið í huga
við hönnun hússins er að þar verði
snertistöðvar sem hægt verður
að bjóða starfsmönnum annarra
stofnana eða ráðuneyta til afnota
um lengri eða skemmri tíma.
Störf án staðsetningar
Má í því sambandi minna á að
með samþykkt stefnumótandi
byggðaáætlunar 20182024 hefur
Alþingi mótað stefnu um störf án
staðsetningar og er stefnt að því
að 10% allra auglýstra starfa í
ráðuneytum og stofnunum þeirra
verði án staðsetningar árið 2024.
Það er vel til þess fallið að styrkja
og efla ímynd Byggðastofnunar sem
sjálfstæðrar stofnunar sem vinnur að
mikilvægum málum lands og þjóðar.
Það treystir hana einnig í sessi til
framtíðar á Sauðárkróki, segir í
frétt á vefsíðu Byggðastofnunar. Þar
kemur einnig fram að starfsmenn séu
27 talsins. /MÞÞ
Byggðastofnun reisir nýtt hús undir
starfsemi sína að Sauðármýri á
Sauðárkróki, jarðvinna stendur yfir
en stefnt að því að framkvæmdum
ljúki um mitt ár 2020.
Þjóðhagsspá:
Spáð 3,8% verðbólgu
Samkvæmt þjóðhagsspá Hag
stofunnar er útlit fyrir að verg
lands framleiðsla aukist um 1,7%
í ár. Það er nokkuð minni aukning
miðað við meðalvöxt síðustu fimm
ára sem er um 4,4%. Í ár er spáð
3,8% verðbólgu.
Verri horfur í ár má meðal
annars rekja til minni útflutnings,
en reiknað er með tæplega 3%
aukningu þjóðarútgjalda. Næstu ár
er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði
á bilinu 2,5–2,8%. Gert er ráð fyrir
að hægja muni á vexti einkaneyslu
í ár og að hann verði 3,6%.
Hægt hefur á fjárfestingu að
undanförnu og er áætlað að hún
aukist um rúmlega 1% í ár en vaxi
hraðar eftir það. Gert er ráð fyrir að
fjárfestingarstig verði lítillega yfir
meðaltali síðustu 20 ára. /VH