Bændablaðið - 28.02.2019, Side 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201940
LESENDABÁS
One Health:
Tenging heilsu manna og dýra við náttúrulega
sjálfbærni umhverfisins
Nútímalífsstíll hefur skilið okkur
frá náttúrunni í veigamiklum
þáttum og fáir staldra við til að
íhuga þau gríðarmiklu áhrif sem
skemmdir á umhverfinu hafa á
heilsu einstaklingsins. En við
getum einfaldlega ekki dregið
okkur út úr samspilinu í sambýlinu
við náttúruna, hvorki umhverfi
né dýralífi. Umhverfisþættir hafa
áhrif á heilsu dýra og manna og
eru sums staðar stór ógn við
lýðheilsu.
Hvað er One Health?
,,One Health“ er þverfagleg
samstarfs aðferð til að leysa
alþjóðlegar og umhverfislegar
áskoranir tengdar heilsu. Verkefnið
hefur það að markmiði að hanna
og koma í framkvæmd áætlunum,
stefnu, löggjöf og rannsóknum,
þar sem saman koma mismunandi
greinar til að vinna að betri heilsu
almennings.
One Health nálgunin er
sérstaklega mikilvæg á sviði
matvælaöryggis, eftirlits með
sjúkdómum sem geta borist frá
dýrum í fólk svo sem flensu,
hundaæði o.fl. og í baráttunni gegn
sýklalyfjaónæmi.
Hvers vegna One Health nálgun?
Menn og dýr deila með sér lífríkinu
og margar sömu örverur smita bæði.
Talið er að um 60% smitsjúkdóma
sem fram koma í mönnum séu
upprunnir í dýraríkinu og skaði á
umhverfinu eykur smit enn frekar.
Náttúran styður með fjölbreyttum
og mismunandi hætti við það sem
mannkyni er til góða. Sem dæmi
þá sía skógar og hreinsa vatn,
sem fólk síðan drekkur, fuglar og
flugur frjóvga plöntur sem síðar
verða uppskera til manneldis og
þetta hvoru tveggja hefur verulegt
efnahagslegt og líffræðilegt gildi. Í
því flókna samspili sem þættir innan
vistkerfa í náttúrunni leika hlutverk
í, er margt óljóst og menn enn að
læra. Ljóst er þó að innan kerfisins
ríkir jafnvægi og samvirkni sem þarf
að skilja og taka tillit til. Inngrip af
manna völdum þurfa að vera með
þeim hætti að sjálfbærni vistkerfisins
sé ekki raskað og þannig komið í
veg fyrir að sjúkdómar verði til og
nái að verða að faröldrum.
Vistfræði sjúkdóma
Ef litið er til landbúnaðar eingöngu
– hvort heldur er jarðræktar eða
búfjárræktar, sem stundaður er
án tillits til þessa, þá býður hann
uppá ýmis vandamál sem ekki
verður lengur horft framhjá.
Eiturefnanotkun, lyfjanotkun í
þauleldi á risabúum með miklum
fjölda gripa á litlu svæði, uppsöfnun
úrgangs og meðfylgjandi mengun
á jarðvegi og vatni, lyfjaónæmi –
svo eitthvað sé nefnt, býður upp
á aðstæður þar sem ójafnvægi
verður til í vistkerfinu og alvarlegir
dýrasjúkdómar (ss.fuglaflensa)
verður til og geta smitast út í
umhverfið.
Þættir innan lífkerfisins eru
samtengdir og því megnar einhliða
aðgerð sem tekur einungis á einum
þætti vandamáls ekki að hindra eða
útrýma því. Sem dæmi, þá næst ekki
árangur í baráttu við fuglaflensu í
mönnum nema sjónum sé beint að
uppsprettu vírussins, sem er í fuglum
og berst þaðan í fólk.
One Health og sýklalyfjaónæmi
Sýklalyfjanotkun við búfjárhald á
Íslandi er með því allra minnsta sem
þekkist í heiminum.
Óhófleg notkun slíkra lyfja hefur
valdið sýklalyfjaónæmi sem er
einhver alvarlegasta heilsufarsógn
sem að mannkyni steðjar nú um
stundir og heilbrigðisyfirvöld um
allan heim hafa miklar áhyggjur
af. Fyrir utan að vera til staðar í
hráu kjöti sýktra dýra þá berast
ónæmar bakteríur í grunnvatn og
jarðveg með úrgangi frá búum og
menga þannig umhverfið. Þær geta
átt greiðan aðgang að grænmeti og
ávöxtum sem og öðru því sem vex
á jörðinni og notað er til manneldis.
Innflutningur á hráu kjöti er því ekki
eina hættan við innflutning matvæla
frá löndum þar sem sýklalyfjaónæmi
er vandamál.
Augu aðila sem vinna að
One Health verkefninu beinast
óhjákvæmilega að þessu stóra máli
og hvernig hægt sé að minnka hættu
og koma í veg fyrir stórslys vegna
baktería, mengunar og annarra
inngripa í vistkerfi jarðarinnar.
One Health og Ísland
Á Íslandi ríkja sérstakar aðstæður
þegar kemur að húsdýrahaldi til
manneldis þar sem bú eru minni
en víða erlendis. Þá hafa bústofnar
sumir hverjir verið einangraðir hér
á landi um árhundruð. Þessi dýr
eru laus við flesta sjúkdóma sem
herja á búpening í nágrannalöndum
og annarsstaðar í heiminum og
afurðir þeirra lausar við lyfjaleifar,
eiturefni og sníkjudýr sem oft plaga
gripi annars staðar. Mikill kostnaður
og vinna er í því fólginn að þurfa
að bólusetja eða meðhöndla gripi
með öðrum hætti gegn sjúkdómum
og sníkjudýrum. Bændur erlendis
líta því öfundaraugum til íslenskra
kollega sinna þegar kemur að
þessum hlutum, enda þekkja þeir
hitt af eigin raun hitt. Aðstæður
hérlendis eru einnig með þeim hætti
að grasbítar fá að ganga úti og éta
það sem þeim er eðlilegt, hreyfa
sig og eiga félagsleg samskipti við
önnur dýr sömu tegundar á landi sem
laust er við eiturefni eða mengun.
Þéttleiki hjarða grasbíta er minni og
fyrir vikið minni hætta á sýkingum,
sem komið geta upp þegar mikill
fjöldi gripa er saman á litlu svæði.
Það þarf varla að fjölyrða að þetta
eru gríðarleg verðmæti sem þarf að
passa uppá að glatist ekki.
Við og One Health
Það skiptir öllu máli að gengið sé um
auðlindir þær sem við höfum aðgang
að með virðingu og haldið þannig á
málum að landbúnaður, hvort heldur
kvikfjárrækt eða jarðrækt, hafi
jákvæð áhrif á umhverfi, skepnur og
fólk og séu stunduð með sjálfbærum
hætti. Að ekki séu búnar til þannig
aðstæður að bjóði uppá vandamál í
nútíð eða framtíð.
Þetta er að sjálfsögðu bara
heilbrigð skynsemi ... sem því
miður hefur bara alls ekki verið svo
sjálfsögð í alltof langan tíma.
Fyrir almenning og fyrirtæki
þýðir One Health hugtakið í raun
breytta hugsun og framkvæmd.
Þetta þýðir að hver og einn þarf
að taka ábyrgð með því að versla
matvæli á eins skynsamlegan hátt
og verða má. Sniðganga vörur sem
eru framleiddar við aðstæður sem
ýta undir hættu á sjúkdómum. Skoða
uppruna matvæla. Vera meðvitaður!
One Health er hugtak sem
reikna má með að lesendur eigi
eftir að sjá og heyra í vaxandi mæli
í framtíðinni. Við erum nefnilega öll
í þessu saman, byggjum heilsu okkar
á heilsu umhverfisins og lífríkisins
í kringum okkur og þurfum öll að
taka þátt í lausninni.
Sigríður Ævarsdóttir
vöruþróunarstjóri
Pure Natura ehf.
Sigríður Ævarsdóttir.
Á þessum tímum þegar hrylli
legar borgarastyrjaldir ýfa ásýnd
jarð arinnar – borgarastyrjaldir
sem verða stöðugt blóðugri og
misk unnar lausari eftir því sem
stríðstólin verða fullkomnari þá
er ekki óeðlilegt að maður velti fyrir
sér, hversu lengi þetta brjálæði eigi
að viðgangast.
Mikilvægt er að huga að heimsfriði,
samstöðu og trausti þjóða í milli nú
þegar mannkynið stendur sem heild
frammi fyrir örlögum sínum vegna
loftslags- og mengunarmála.
Lömun viljans
Vissulega er friður mögulegur.
Hann er í raun meira en það, hann er
óhjákvæmilegur fyrir íbúa jarðarinnar
og það frekar fyrr en seinna. Því
miður hefur ofbeldið og sundrungin
verið svo ríkt einkenni meðal manna
svo lengi að það sjónarmið hefur náð
að festa rætur að ofbeldi og stríð séu
manninum svo eðlislæg að þau verði
ekki upprætt og því óhjákvæmilegur
hluti af heimsmynd okkar.
Þegar slík sannfæring er viðtekin,
að því er virðist gagnrýnilaust þá
hefur það lamandi áhrif á viljann
til að sækja fram í átt til friðar því
menn eru fyrirfram ákveðnir í að
eðli mannsins rísi eins og ókleifur
hamarinn og standi í vegi.
Alþjóðlega friðarárið
og Sevilla yfirlýsingin
Það var á Alþjóðlega friðarárinu
1986 sem 20 fræðimenn úr ýmsum
greinum vísindanna komu saman
til ráðstefnu í Sevilla á Spáni
einmitt í þeim tilgangi að komast
að niðurstöðu, hvort maðurinn
sé í raun haldinn líffræðilegri,
eðlislægri ofbeldishneigð. Eftir að
hópurinn lauk störfum og komst
einróma að niðurstöðu var gefið úr
skjal sem kallað hefur verið Sevilla
yfirlýsingin. Í yfirlýsingunni
setja fræðimennirnir fram fimm
fullyrðingar sem urðu undirstaða
ályktunar að loknu samráði
þeirra. Gerð er grein fyrir
niðurstöðunni í lokamálsgrein
Sevilla yfirlýsingarinnar. Þar
segir að hópurinn hafi komist
að þeirri niðurstöðu að engar
líffræðilegar forsendur séu fyrir
því að mannkynið sé dæmt til
endalausra stríðsátaka. Lokaorð
yfirlýsingarinnar eru á þessa leið:
„Rétt eins og stríð hefjast í hugum
manna þá á friður líka upphaf sitt
þar. Sama tegundin og fann upp
stríðið (maðurinn) er fullfær um
að finna upp friðinn. Ábyrgðin
liggur hjá okkur öllum.“
Árið 2011, nánar tiltekið
22.-25. september, kom saman
á ráðstefnu í Róm hópur
fræðimanna í ýmsum greinum
frá fimm heimsálfum. Tilefnið var
að 25 ár voru liðin frá fundinum
í Sevilla og útgáfu Sevilla
yfirlýsingarinnar. Tilgangurinn
var að fara yfir og meta gildi
niðurstöðunnar frá því fyrir 25
árum og skoða hvort eitthvað
hefði komið fram sem kallaði
á breytta afstöðu. Niðurstaðan
varð sú að yfirlýsingin frá 1986
í Sevilla stóð enn fullgild
Er eitthvað sem styður
niðurstöðuna frá Sevilla?
Árið 1995 var gefin út í Boston bók
undir nafninu „On Killing“. Bókin
er skrifuð af Dave Grossman sem
státaði af ýmsum titlum og þéttri
ferilsskrá innan bandaríska hersins.
Grossman hafði til ráðstöfunar við
skriftirnar mikið magn gagna frá
hernum sem sýndu að allt fram
undir 1995 hafi hermenn neitað
að drepa og flestir hleyptu aldrei
af rifflum sínum í orustu.
Í bók sinni vísar Grossman í
bókina War eftir Gwynne Dyer. Þar
segir á þá leið, að það fyrirfinnist
þeir sem kalla má „hermenn frá
náttúrunnar hendi“, menn sem
fá mest út úr samvistum við aðra
karlmenn, spennu og að sigrast á
efnislegum hindrunum. Þeir vilja
ekki drepa fólk en mótmælia því þó
ekki ef það gerist innan siðaramma
sem gerir þeim fært að réttlæta
slikt eins og t.d. stríð og ef það er
gjaldið sem þarf að greiða, til þess
að hafa aðgang að því umhverfi
sem þeir þrá mest. Hvort þessir
menn eru fæddir svona eða mótaðir
segist Dyer ekki vita en segir að
flestir þessara manna endi uppi
í herjum og síðar sem málaliðar
því herstöðvalíf á friðartímum er
tilbreytingarlaust og leiðinlegt. Í
herjum er ekki marga slíka menn að
finna og þeir hverfa því sem næst
í fjölda venjulegra manna og það
eru þessir venjulegu menn sem alls
ekki líka orustur og það þarf að hóta
þeim til að fá þá til að drepa. Þeir
gera sér enga grein fyrir, hversu
lélegt vinnuframlag þeirra er, segir
Dyer.
Grossman ber sig aumlega
í bókinni yfir því hversu
kostnaðarsamt og tímafrekt það
er að kenna hermönnum að drepa.
Honum finnst það þó vera ljós í
myrkrinu því nú er bandaríski
herinn farinn að nota háþróaða
sálfræðiþjálfun til að vinna á
mótþróa hermannanna. Hann
staðhæfir að þjálfunin sé svo
árangursrík að Bandaríkjamenn
séu að þjálfa upp kynslóð sem
er viljug til að drepa. Þetta á sér
ekki aðeins stað í hernum heldur
svipar aðferðunum sem notaðar
eru þar til þeirra sem er að finna í
tölvuleikjum sem milljónir barna
nota, þar sem verkefnið er að
skjóta á mannleg skotmörk. Einnig
eru taldar hjálplegar myndrænar
lýsingar á morðum sem gegnsýra
efni margra sjónvarpsstöðva
Upplýsingarnar hér að
framan eru öflugur stuðningur
við fimmtu fullyrðingu Sevilla
yfirlýsingarinnar en í henni felst
að það sé rangt frá vísindalegum
sjónarhóli að halda því fram að
upptök stríðs liggi í eðlishvöt eða
einfaldlega áhuga. Tækni í nútíma
hernaði hafi dregið fram eðlisþætti
sem tengjast ofbeldi, bæði við
þjálfun hermanna, sem og til þess
að undirbyggja stuðning við stríð
meðal almennings. Oft er ranglega
litið á þessa eðlisþætti sem orsök
fremur en afleiðingu vinnubragða
í þjálfunarferli og áróðri.
Lokaorð
Það sem hér hefur verið rakið er
hugsað til þess að halda þeirri
skoðun á lofti að ofbeldi og stríð séu
áunnin og lærð en ekki meðfædd
og eðlislæg. Í heimi nútímans
er friður óhjákvæmilegur sem
næsta stig í þróun mannkynsins.
Miklar vísindalegar og tæknilegar
framfarir sem urðu á síðustu
öld: hnattvæðingin, framgangur
félagslegrar þróunar, tjáskipti
og upplýsingaflæði, loftslags-
og mengunarmál um allan heim
hreinlega hrópa á heimsfrið. Það
er sárara en tárum taki að það
skuli þurfa að hnoða mannkynið
saman í deiglu þeirra óumræðilegu
hörmunga sem blasa við svo víða
um heiminn, hörmunga sem stafa
af því að ráðamenn þjóðanna
ríghalda í gamalt hegðunarmynstur
í gjörbreyttum heimi þar sem
efnishyggja og fordómar ráða
ríkjum. Friðurinn kemur samt að
lokum, um það vitna allar helgar
bækur mannkynsins.
Það var um miðja nítjándu
öld, fyrir allar tækniframfarirnar
sem opinberandi bahaí trúarinnar
sagði:
„ Jörðin er aðeins eitt land
og mannkynið íbúar þess“
(Bahá‘u‘lláh, Úrval úr ritum, bls.
214)
Böðvar Jónsson
Heimur í heljargreipum