Bændablaðið - 28.02.2019, Side 43

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 2019 43 Vegg- og þakklæðningar | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | S t a n g a r h y l 7 | s í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Við finnum lausn sem hentar Þér! Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær Sími: 480 0000 • aflvelar.is • sala@aflvelar.is Gluggar og hurðir fyrir íslenskar aðstæður Í yfir 20 ár hefur Viking Window AS selt tréglugga og hurðir á Íslandi Gluggar og hurðir með eða án álkápu, allir RAL litir í boði að innan og utaverðu Afhendist glerjað og tilbúið til uppsetningar Afgreiðslutími 5-8 vikur Sjá nánar á: viking.ee Nánari upplýsingar gefur Ólafur í síma 480 0009 Gólfhitakerfi Ekkert brot ekkert flot • Þægilegur hiti góð hitadreifing • Hitasveiflur / Stuttur svörunartími • Aðeins 12mm þykkar hitadreifiplötur • Fljótlegt að leggja • Ekkert brot ekkert flot • Dreifiplötur límdar beint á gólfið • Gólfefni lagt beint á dreifiplötur (flísar, parket) • Hentar vel í eldra húsnæði jafnt sem ný hús og sumarhús • Flooré gólfhitakerfi er einfalt, fljótlegt og þægilegt Skemmuvegur 10 (blá gata) 200 Kópavogur Sími 567 1330 Fax 567 1345 www.hringas.is LESENDABÁS Á þröskuldi nýrra tíma Þriðjudaginn 19. febrúar sl. voru liðin þrjú ár frá undirritun núgildandi samnings um starfs­ skilyrði nautgriparæktar. Segja má að undirbúningur samninga­ gerðarinnar hafi byrjað með framlengingu búvöru samninga í september 2012 en þar var að frumkvæði LK sett inn svofelld bókun: „Samningsaðilar eru sammála um, á grundvelli greinar 8.2 samningsins, að hefja vinnu við stefnumótun fyrir greinina með því markmiði að efla samkeppnishæfni og treysta afkomu hennar til lengri tíma. Til undirbúnings þessu verði skipaður starfshópur samningsaðila til að meta þá reynslu sem komin er af framkvæmd samningsins, þ.á m. kostnaðarþróun í greininni, áhrif kvótakerfisins og stöðu verðlagningar og tolla. Starfshópurinn skal skila niðurstöðu sinni í síðasta lagi 31. desember 2013.“ Þrátt fyrir margítrekaða áeggjan samtaka bænda varð lítið úr þessari vinnu, enda stjórnvöld þess tíma með hugann við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu; aðildarumsóknin sú geispaði golunni fáum misserum síðar. Megin veganesti samtaka bænda í samningagerðinni voru þó ályktanir Búnaðarþings og aðalfundar LK 2015 um búvörusamninga. Helstu atriði ályktunar aðalfundar LK kváðu á um 10 ára samningstíma, tollvernd yrði endurskoðuð og tryggt að hún héldi verðgildi sínu, horfið yrði frá kvótakerfi og opinberri verðlagningu til bænda og sótt yrði á um aukin framlög svo nautakjötsframleiðsla njóti stuðnings. Breytingar forsenda samningstíma Áherslur ríkisins vegna samninga­ gerðarinnar birtust í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra, á búnaðarþingi þetta sama ár, 2015. Í máli sínu lagði ráðherra áherslu á lengri samningstíma en áður og voru 10­15 ár nefnd í því samhengi. Einnig að dregið yrði úr vægi greiðslumarkseignar og hámark yrði sett á stuðning sem einstaka bú getur fengið úr samningnum. Þá yrði stuðningur í auknum mæli greiddur út á nytjað ræktarland, án sérstakra afskipta ríkisins af því hvað nákvæmlega væri ræktað. Markmiðið væri að stuðningurinn skilaði sér betur til frumframleiðenda en hann gerir í dag og tryggði að samningarnir styddu við landbúnað sem víðast um landið. Þær breytingar sem lagt væri til að gera, yrðu landbúnaðinum til góða, án þess að leiða af sér kollsteypur. Áherslur ríkisins birtust síðan strax í upphafi samningaferilsins haustið 2015, en þar var lagt upp með að gerður yrði einn heildarsamningur um landbúnað, kaflaskiptur eftir einstökum búgreinum. Stuðningurinn yrði meira óháður búgeinum, áhersla yrði á aukna hagkvæmni búvöruframleiðslunnar, byggðafestu, sjálfbæra nýtingu, fæðu­ og matvælaöryggi, nýliðun og uppbyggingu. Þá var sérstök áhersla lögð á að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi stuðnings með framseljanlegum heimildum. Enda leiði það af sér að stuðningur ríkisins renni í of ríkum mæli til fyrrverandi bænda og torveldi þannig nýliðun. Breytingar væru forsenda þess að semja til lengri tíma en áður. Markmið samningsins Í 1. grein gildandi samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar segir svo um markmið hans: „Meginmarkmið samnings þessa er að efla íslenska nautgriparækt, skapa greininni sem fjölbreyttust sóknarfæri og undirbúa hana undir áskoranir næstu ára. Samningnum er ætlað að hvetja til þróunar og nýsköpunar í greininni með heilnæmi og gæði afurða, velferð dýra og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi“. Samningurinn stuðli einnig að áframhaldandi hagræðingu, aukinni samkeppnishæfni og fjölbreyttu úrvali gæða afurða á hagstæðu verði. Tryggt verði að greinin geti endurnýjað framleiðsluaðstöðu í samræmi við auknar kröfur um aðbúnað og velferð gripa. Í 14. grein samningsins er síðan kveðið á um endurskoðun tvisvar á samningstímanum og skal sú fyrri fara fram á yfirstandandi ári, en um það segir: „Fyrst og fremst verði horft til þess hvernig framleiðslan hefur þróast, bæði í mjólk og nautakjöti, hvaða árangur hefur náðst við útflutning mjólkurafurða og hvernig markmið samningsins hafi gengið eftir.“ Flest ógert Síðastliðið sumar voru haldnir sex vinnufundir í öllum lands­ fjórðungum á vegum samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga, í samstarfi við endurskoðunar­ og ráðgjafar fyrirtækið KPMG. Markmið fundanna voru „að laða fram skoðanir frá aðilum um land allt á þeim þáttum sem munu skipta landbúnaðinn mestu máli á komandi árum. Þar er horft til þátta eins og byggðaþróunar, sjálfbærni og tengsla bænda við neytendur“. Boðuð var skýrsla um niðurstöðu fundanna á haustdögum en nú í byrjun góu er engin skýrsla komin fram enn. Vonandi birtist hún fljótlega, þar sem samantekt á megin viðhorfum innan landbúnaðarins er mikilvægt innlegg í endurskoðun samninganna. Minnt er á að í aðdraganda að gerð síðasta samnings um starfs­ skilyrði mjólkurframleiðslu, 2004, var unnin á vegum Rannsókn aráðs Íslands mjög ítarleg og vönduð samantekt um stöðu og horfur í nautgriparæktinni. Grunnur inn að endurskipulagningu mjólkur­ iðnaðarins, í þá mynd sem hann er í nú, var til að mynda lagður í þeirri skýrslu. Ennfremur er minnt á að núgildandi samningur var samþykktur á Alþingi með einungis 19 atkvæðum. Ófullnægjandi undirbúningur er án vafa skýringin á litlum stuðningi á þingi. Þá er ótalin skýrsla endurskoðunarnefndarinnar sjálfrar sem samkvæmt skipunarbréfi ráðherra átti að ljúka störfum um síðustu áramót. Tillögur nefndarinnar verður að kynna og ræða áður en hafist er handa við frekari samningavinnu. Það er því enn óljóst hver sé stefna núverandi stjórnvalda varðandi þá endurskoðunarvinnu sem framundan er. Er hún sú hin sama og gilti þegar núgildandi samningur var gerður, eða einhver allt önnur? Er hún ef til vill alls ekki nein? Að taka af skarið Við þessa endurskoðun er afar brýnt að horft verði í auknum mæli til jafnræðis meðal þeirra sem greinina stunda, auk þátta sem varða ímynd greinarinnar, aðfanganotkun og landnýtingu, byggðafestu og fjölbreytileika í búskaparháttum, bústærð og rekstrarformi. Þær breytingar sem gerðar verða á samningnum þurfa styðja þessi sjónarmið. Þar leikur niðurtröppun A­greiðslnanna lykilhlutverk, að binda þær áfram fastar í framseljanlegum greiðslum þjónar ekki framtíðarhagsmunum greinarinnar, heldur fyrst og fremst skammtímahagsmunum þeirra sem rösklegast hafa gengið fram í kaupum/veðsetningu á kvóta á liðinum árum og áratugum. Það að einstakir aðilar hafi gengið óvarlega fram í sínum rekstrarákvörðunum í fortíðinni getur á engan hátt talist réttlæting þess að binda svo mikla fjármuni áfram við framseljanlegt greiðslumark til framtíðar. Það væri að okkar mati óverjandi ráðstöfun á opinberu fé. Það skal enn ítrekað hér, að núverandi samningur býr yfir fjölmörgum tækifærum til að koma betur til móts við ný samfélags­ viðhorf og tryggja um leið afkomu bænda til nýrrar framtíðar. Í því efni er mikilvægt að samtök bænda taki af skarið með víðsýni að leiðarljósi. Ljóst hefur verið um nokkurt skeið að við stöndum á þröskuldi nýrra tíma. Við eigum val um að halla aftur hurðinni, í þeirri vonlitlu trú að framtíðin nagi ekki niður dyraumbúnaðinn. En við getum líka skerpt þau verkfæri sem núverandi samningur býr yfir og lagt þannig af stað til móts við nýja tíma. En meira um það síðar. Baldur Helgi Benjamínsson Jóhann Nikulásson Sigurður Loftsson Baldur Helgi Benjamínsson. Jóhann Nikulásson. Sigurður Loftsson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.