Bændablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201950
Síðasta sumar var veðurfarslega
afar óvenjulegt og urðu bændur
víða í norðurhluta Evrópu fyrir
miklu tjóni vegna úrkomuleysis,
sem orsakaði lakari uppskeru en
vænta mátti.
Að búa við úrkomuleysi er
nokkuð sem bændur víða annars
staðar á hnettinum þekkja vel og
hefur búskapur víða aðlagast að
þeim veðurfarsaðstæðum sem
algengar eru á hverjum stað. Aukin
þekking, kynbætur á plöntum og
búfé og almennar framfarir hafa
samhliða bætt lífskjör bænda víða
um heim og sérstaklega einmitt í
þeim löndum sem eru veðurfarslega
erfið.
Kýr oft fóðraðar á afgöngum
Víða í Afríku og Asíu er kúabúskapur
og mjólkurframleiðsla ein helsta
tekjulind bænda en fullyrða má
að í meirihluta tilfella séu kýr þó
afar illa nýttar, þ.e. geta þeirra til
mjólkurframleiðslu. Skýringin felst
fyrst og fremst í rangri fóðrun og
uppeldi kúnna en einnig vali bænda
á gróffóðri.
Löng hefð er fyrir því að rækta
matvæli fyrir fólk á ökrum bændanna
og nýta svo það af plöntunum, sem
ekki er tækt til manneldis, og gefa
það nautgripunum. Oft er um að
ræða blöð og stöngla maísplöntunnar
en þetta gróffóður er oftast með
léleg fóðurgæði fyrir nautgripi og
þó svo að gripirnir geti nýtt fóðrið
og umbreytt í kjöt og mjólk er geta
þeirra mun meiri og vannýtt. Svo
þegar úrkomuleysi kemur ofan í
kaupið verður þetta gróffóður enn
verra og varla tækt.
Wilfrida Olaly
Eitt þessara landa, þar sem fóðrun
nautgripa er með framangreindum
hætti, er Kenía í Afríku. Þar horfir
þó til breytinga eftir að kúabændur
þar í landi, sem alloft eru konur, tóku
sig til og breyttu um búskaparhætti.
Ein þessara kvenna er Wilfrida
Olaly sem rekur kúabú í Mahuroni í
Kisumu sýslu í Kenía. Þar hefur hún
rekið bú sitt síðan 1998 en átti alltaf
í erfiðleikum þar sem nyt kúnna var
lág en það breyttist þegar hún ákvað
að taka þátt í verkefni á vegum
bandarískrar þróunarstofnunar.
Þetta verkefni, sem sérstaklega
var sett á laggirnar til þess að efla
þekkingu og reynslu kvenna í
landbúnaði í Kenía, fólst fyrst og
fremst í því að kenna þeim að nota
sterkar og hitaþolnar grastegundir
sem þegar voru fyrir í Afríku en
ekki hefð fyrir því að nota sem gróf-
fóðurgjafa fyrir nautgripi.
Rækta sérstakt gras
Með þátttöku í verkefninu kynntist
Olaly nýjum búskaparháttum og
hóf ræktun á annars vegar grasgerð
sem heitir Boma Rhodes, sem er
afar harðgert og þolir einstaklega
vel úrkomuleysi. Þetta gras er mest
notað til beitar og heyframleiðslu.
Hins vegar fór hún að rækta gras af
gerðinni Brachiaria sem stundum
er kallað „undragrasið“ en þessi
grastegund barst til Afríku frá
Brasilíu. Grasið hentar vel til
fóðrunar kúa og breiðist nú hratt
út meðal kúabænda í Afríku og er
af mörgum talið muni gjörbreyta
möguleikum bænda í heimsálfunni
til þess að afla sér og sínum
aukinna tekna. Ólíkt maís, sem er
uppskorinn einu sinni á ári, þá gefa
þessar sérstöku grastegundir af
sér nýtanlega uppskeru á fjögurra
mánaða fresti.
Selja núna gróffóður
Eftir að Olaly fór að gefa kúnum
betra gróffóður nærri tvöfaldaðist
Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI
Snorri Sigurðsson
snsig@arlafoods.com
Bændur þurfa að aðlaga framleiðslu
sína að breyttum tímum
Á dögunum hélt Ian Proudfoot,
landbúnaðarsérfræðingur frá
ráðgjafarfyrirtækinu KPMG
á Nýja-Sjálandi, áhugaverðan
fyrirlestur á ráðstefnunni Matur
og landbúnaður 2019 í Noregi.
Í fyrirlestri sínum boðaði Ian
alheims landbúnaðarbyltingu
þar sem kjötneysla mun breytast
verulega vegna loftslagsbreytinga,
umhverfis og dýravelferðar.
Meginþema ráðstefnunnar fjallaði
um það hvernig loftslagsbreytingar
hafa áhrif á bæði framleiðslu og
neyslu á matnum sem við lifum á.
Nýsjálendingurinn sagði í sínum
fyrirlestri að þetta geti haft í för
með sér dramatískar breytingar
fyrir húsdýrabændur en einnig nýja
möguleika. Hann spáir því einnig að
fyrir þá bændur sem fylgja þróuninni
geti það þýtt í framtíðinni að kjöt
verði ábatasöm útflutningsvara.
Gríðarlegt fjárfestingarstökk
Ian hefur þá skoðun að landbúnaður
hafi lítið breyst undanfarin þúsund
ár en að tækni- og líffræðileg
þróun sé byrjuð og muni í nánustu
framtíð færa fólki nýjar vörur sem
séu sérsniðnar fyrir siðferðilegt
val fólks sem hugar jafnframt að
heilsunni. Hann segir landbúnað
vera dínamískasta hagkerfið í
alþjóðlegu samhengi og sú grein sem
hafi mesta möguleika á að breytast
næstu tíu til fimmtán árin. Skýringin
á því eru peningar og útskýrir Ian
að fyrir tíu árum var fjárfest fyrir
undir einum milljarði dollara á ári
í nýsköpun í tilfærslutækni, tækni
sem getur orðið til þess að breyta
eða rífa niður á harkalegan máta þau
viðskiptamódel sem eru við lýði.
Undanfarin ár hafa fjárfestingar
vaxið um hátt í níu milljarða
dollara í landbúnaðargeiranum.
Vegna þessara miklu upphæða geta
breytingarnar gerst mjög hratt að
mati Ian.
Markaðsvæðing á ræktuðu kjöti
Athyglin á kjöt og kolefnisfótspor
eykst í hinum vestræna heimi og
segir Ian að hinn mikli skriðþungi
á vegan og valkosti fyrir
grænmetisætur nokkuð sem skilur
Evrópu að frá öðrum heimshlutum.
Að mati Ian er þó ekki plöntufæði
fyrir grænmetisætur ógnun við
húsdýraframleiðendur, heldur sé
það þróun og markaðsvæðing á því
sem hann kallar ræktað eða tilbúið
kjöt og fiskmeti.
Ian segir að þetta sé öðruvísi en
í vegan-stefnunni þar sem þetta sé
kjöt í öllum útfærslum sem sé ræktað
með stofnfrumum án þess að rækta
allt dýrið. Þannig verði dýravelferð
óþörf og áhrif á umhverfið mun
minni. Innan tíu ára muni tæknin til
að framleiða slíkt kjöt þróast hratt
þannig að ræktað kjöt á þennan
hátt verði þá verulegur hluti af
heildarkjötmarkaðnum.
Fleiri valkostir breyta venjum
Í mörgum löndum er erfitt fyrir
fólk að skilja og setja sig inn í
líffræðilega tækni sem lýtur að
því að breyta erfðaefnum. Að mati
Ians þurfa bændur að skilja hvað
neytendum finnst um breytingar
á erfðaefnum. Margir sem áður
hafa sagt að þeir muni aldrei borða
mat sem búinn sé til á þennan hátt
kaupa nú til dæmis The impossible
foods burger, hamborgara sem
hafa erfðabreyttar lífverur í sér.
Fyrirtækið notar frumutækni til að
búa til ekta kjötvörur og núna hefur
keðjan sett á laggirnar þrjú þúsund
matsölustaði í Bandaríkjunum og
Hong Kong.
Sú þróun að fleiri og fleiri
kjósa annan valkost en kjöt
framleidd með dýrum vegna
umhverfissjónarmiða verður næsta
skref að fólk velur að kaupa vörur
sem hafa lágt kolefnisfótspor eða
kolefnisjákvæð matvæli. Þannig
sé það verkefni bóndans í dag að
aðlaga framleiðsluna á sveitabænum
á þann hátt að hún skilji eftir sig
jákvætt kolefnisfótspor. Þau lönd
sem eru dugleg að miðla því út í
heiminn að lítið sé um sýklalyf í
framleiðslunni og að vörurnar hafi
lágt kolefnisfótspor geta aukið
útflutningsmöguleika sína til muna.
Ian hefur trú á að neytendur séu til
í að borga hærra verð fyrir slíkar
vörur og að frásagnir og sögur
verði mikilvægari en nokkru sinni
fyrr í matvælaiðnaði. Ian telur að
neytendur hafi ekki sérstakan áhuga
á að stórar verslunarkeðjur stýri
kaupvenjum þeirra. Úti um allan
heim séu stafrænar lausnir áskorun
fyrir þróuð viðskiptamódel. Hann
segir að hefðbundnir sölumenn
muni halda velli en að völdin og
áhrifin yfir vali neytenda verði eytt
á alþjóðavísu. /Bondebladet - ehg
Ian Proudfoot, landbúnaðar sérfræð
ingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG
á NýjaSjálandi, hélt áhugaverðan
fyrirlestur í Noregi fyrir nokkru þar
sem hann spáir alheims landbún
aðar byltingu.
Mjólkurlaus jógúrt búin til úr kókossafa?
Wilfrida Olaly segir að kýrnar hennar mjólki núna nærri því tvöfalt meira en þær gerðu áður en hún breytti um fóðrun
þeirra úr maís blöðum og stönglum í gras. Myndir / Sophie Mbugua.
Konur í Kenía sneru
á þurrkinn
Lýðveldið Kenía er í austurhluta Afríku og á land að Indlandshafi. Það var
hluti af breska heimsveldinu til 12. desember 1963 þegar landið lýsti yfir
sjálfstæði. Þótt landið virðist lítið í samanburði við hina risastóru Afríku, þá
er það samt rúmlega fimm sinum stærra en Ísland, eða 580.367 ferkílómetrar.
Íbúar eru líka örlítið fleiri, eða rúmlega 49 milljónir.