Bændablaðið - 28.02.2019, Side 56

Bændablaðið - 28.02.2019, Side 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. febrúar 201956 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Birkir Ármannsson og Brynja Rúnarsdóttir keyptu jörðina Brekku í Þykkvabæ vorið 1998 af Ágústi Helgasyni og Þóru Kristínu Runólfsdóttur. Árið 2002 keyptu þau hluta af jörðinni Skinnum og 2015 fjárfestu þau í landi á jörðinni Húnakoti. Á jörðinni er stunduð kartöflurækt, sauðfjárrækt ásamt rækt á nokkrum hrossum. Býli: Brekka. Staðsett í sveit: Þykkvibær í Rangárþingi ytra. Ábúendur: Birkir Ármannsson og Brynja Rúnarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Í Brekku búa Brynja og Birkir ásamt börnum sínum, Bjarnveigu Björk, 19 ára, Bergrúnu Önnu, 17 ára, Birki Hreimi, 15 ára og hundinum Ösku Snælist. Uppkomin börn eru tvö, Guðmundur Gunnar, 31 árs, maki Guðrún Ýr, og Glódís Margrét, 28 ára, maki Eiríkur. Barnabörnin eru Gunnar Baltasar, 10 ára, Mikael Máni, 9 ára, Ólafur Kolbeinn, 4 ára, Brynja María, 2 ára og Brynjólfur Marvin, 2 mánaða. Stærð jarðar? 300 hektarar þar af 45 ræktaðir. Gerð bús? Kartöflurækt, sauðfé og hestar. Fjöldi búfjár og tegundir? 70 kindur og 30 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á veturna er byrjað á gegningum á morgnana, yfir daginn er sinnt kartöfluplöntunum, svo í lok dags er litið í fjárhúsin. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburðurinn á góðum vordegi ásamt því að taka upp kartöflur með allri stórfjölskyldunni í góðu haustveðri. Leiðinlegasta starfið er án efa að taka upp kartöflur í vondu og votu veðri, sérstaklega þegar það dregst fram í október. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi í blóma með auknum tækifærum. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í góðum farvegi. Það er ekkert sjálfgefið að fólk gefi sig í þau, en þeir sem sinna þeim gera sitt besta. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það verður smá brekka núna ef frumvarp landbúnaðarráðherra nær fram að ganga. En við höfum sérstöðu með okkar landbúnaðarafurðir. Við treystum íslenskum neytendum til að velja hreinleika íslenskra afurða. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það verða alltaf tækifæri að flytja út íslenskar landbúnaðarvörur. Nýjasta dæmið er að Danir er farnir að kaupa íslenska agúrku. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 10 árum? Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það eru alltaf til berjasultur, egg, mjólk og gulrætur. Hver er vinsælasti maturinn á heim­ il inu? Á sumrin eru nýuppteknar kart­ öflur með smjöri og salti lang vinsæl astar. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við gáfum fólki færi á því að koma á akurinn og taka upp kartöflur því vætan var svo mikil það haustið að vélar komust ekki um í honum. Lágkolvetna eggjakökuvefjur Hvort sem þið gerið tacos úr venjulegum pönnukökum eða tortillas­kökum – eða úr eggja­ kökuvefjum (eins og hér er gert), þá hentar vel að framreiða steik með, sem skorin er þunnt, og fylla vefjuna líka með grænmeti og sósu að eigin vali. Það er líka hægt að nota svartbaunabollur inn í vefjur, en þær henta fólki sem er að breyta mataræðinu og vill taka út glúten og sykur. Eggjakökuvefjur › 8 stórar eggjahvítur › 1/3 bolli kókoshveiti eða glútenlaust mjöl, til dæmis maís eða kartöflusterkja › 10 msk. vatn › 1/4 tsk. lyftiduft › 1/4 tsk. hvítlaukur (saxaður) › 1/4 tsk. laukduft › 1/4 tsk. chili duft eða saxaður chili › 1/4 tsk. salt Aðferð Blandið saman eggjahvítu, kókoshveiti (glútenlausu mjöli), lyftidufti og vatni í skál. Hrærið vel saman (ætti að vera eins og þunnt deig). Bætið við kryddi og blandið vel saman. Hitið pönnu (þá stærð sem þú vilt að tortillan þín sé) á miðlungs hita. Bíðið þar til pannan er heit. Spreyið þá eða penslið pönnuna með olíu og hellið hluta af blöndunni í miðjuna á pönnunni (úr til dæmis ¼ bollamáli). Hallið pönnunni á öllum brúnum eins fljótt og mögulegt er, til að dreifa deiginu eins þunnt og hægt er. Þú getur alltaf bætt við deigi. Látið pönnukökurnar eldast í nokkrar mínútur þar til þær byrja að blása aðeins upp. Snúið þeim við og eldið í eina mínútu á hinni hliðinni. Endurtakið ferlið þar til allt deigið er búið. Ef deigið er ekki nógu þunnt bætið meira vatni við eggjahvítublönduna og blandið saman. Framreiðið með salsa og kjöti (eða hakki) og fersku kryddi eins og kóríander. Svartbaunabollur (án kjöts) Kjötlausar kjötbollur eru kannski ekki fyrir alla, en það er algengt í Mið­Austurlöndum að borða falafel með þunnu brauði svipað og gert er með kebab. Í þessari uppskrift er kjúklingabaunum skipt út fyrir svartbaunir fyrir kjötlausan lífsstíl eða bara þá sem vilja bragðgóðan og næringarríkan mat til tilbreytingar. › ½ bolli hafrar › 1 ½ bolli niðursoðnar svartar baunir, skolaðar og settar í sigti › 1 msk. egg (eða vegan útgáfa með 1 msk. hörfræ /chiafræ) blandað með 3 msk. (45 ml) vatni › 1/3 bolli ferskur eða frosinn maís, afþíddur ef það er frosinn maís › ¼ bolli hakkaður vorlaukur › ¼ bolli ristuð paprika › 3 msk. salsa, heimagerð, eða bara úr dós › 3 hvítlauksrif, söxuð › 2 tsk. cumin-duft › ½ tsk. þurrkuð oregano › ½ tsk. þurrkuð basilika › ½ tsk. reykt paprikuduft › ¼ tsk. cayenne-pipar › 1/8 tsk. salt › svartur pipar Aðferð Hitið ofninn í 175 gráður. Vinnið saman hafra (3 eða 4 sinnum mjög stutt ) í matvinnsluvél. Bætið við baununum (án safa) og haldið áfram að vinna saman þar til baunirnar eru gróft hakkaðar. Það er gott að hafa smá bit í baununum. Hrærið eggið eða (fræin í vatni) saman við og hvílið blönduna í nokkrar mínútur. Setjið blönduna í skál og bætið maís, papriku eða hvaða grænmeti sem er við höndina við. Bætið svo kryddi við, sem má líka leika sér með; til dæmis, lauk, salsa, hvítlauk, cumin, oregano, basiliku, papriku, cayenne­pipar, salt og pipar. Blandið saman þar til allt hráefni hefur blandast vel saman. Best er að nota hreinar hendur í verkið. Takið handfylli af blöndunni – á stærð við golfbolta – og myndið kúlu. Ef blandan er of blaut skaltu bæta við einni til tveimur teskeiðum af höfrum. Ef blandan er of þurr, bætið einni eða tveimur teskeiðum af vatni. Setjið formaðar kjötbollurnar á smjörpappír á ofnplötu og setjið í forhitaðan ofninn í um 20 mínútur, eða þangað til þær er stífar viðkomu. Snúið kjötbollunum varlega á fimm mínútna fresti til að tryggja að þær brúnist jafnt. Góðu fréttirnar eru að þær eru enn betri daginn eftir beint úr ísskápnum! Þær má nota í vefjur, í tómatsósu eða borða bara með sósu og salati. Hnetusmjörs- og granólastykki Þessi óbökuðu súkkulaði­ hnetusmjörstykki eru gerð með nokkrum hollum hráefnum og auðvelt að gera. Þessi orkustykki eru fullkomið millimál eða morgunmatur fyrir þá sem eru að flýta sér og eru mikið á ferðinni. › 1/2 bolli fínt hnetusmjör › 1/2 bolli hunang › 1/4 bolli kakóduft eða sykurlaust súkkulaðismjör › 1/2 tsk. vanilludropar › 1/4 tsk. salt › 2 bollar valsaðir hafrar (170 g) eða granola /musli blanda › 1 bolli poppað kínóa eða rice crispies › 1/4 bolli saxað lífrænt súkkulaði › Og skraut að eigin vali, hnetur, kókos, gojiber Aðferð Setjið smjörpappír eða álpappír inn í fat og setjið til hliðar. Blandið saman hnetusmjöri og hunangi í skál. Hitið í örbylgjuofni í um það bil 20–30 sekúndur eða þar til það er orðið nógu heitt til að að blanda saman. Blandið þar til allt er sameinað. Bætið í kakóduftinu eða súkkulaði­ smjöri, vanilluþykkni og salti og blandið vel saman. Hrærið höfrunum saman við þar og bætið síðan við poppuðu kínóa og smáhökkuðu súkkulaði. Blandan ætti að vera þykk, en ef ykkur finnst það of þykkt má bæta við smá minna af poppuðu korni og granóla. Setjið blönduna í formið. Notið hendurnar til að þrýsta þétt niður. Kælið í 1–2 klukkustundir eða þar til grunnurinn eru nógu harður til að skera í bita. Fjarlægið álpappír/ smjörpappír og skerið í um 10–12 bita. Geymið í loftþéttu íláti í kæli í allt að eina viku. Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari Brekka

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.