Bændablaðið - 19.09.2019, Page 14

Bændablaðið - 19.09.2019, Page 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201914 HLUNNINDI&VEIÐI Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is • Allar almennar vélaviðgerðir • Almenn renni- og fræsivinna • Rennum og slípum sveifarása • Málmsprautum slitfleti, t.d. á tjakkstöngum • Gerum við loftkælingu bíla • Almenn suðuvinna • Plönum hedd • Tjakkaviðgerðir alhliða vélaverkstæði Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! FRÉTTIR Rafræn umsókn opnuð á AFURÐ um kaup á greiðslumarki Sauðfjárbændur sem óska eftir að kaupa greiðslumark í sauðfé geta nú sótt um á þar til gerðri umsókn inn í greiðslukerfi landbúnaðar- ins, AFURÐ (vefslóð: www.afurd. is). Sótt er um með rafrænum hætti og þurfa umsækjendur að skrá sig inn með rafrænu skilríki í gegnum ÍSLAND.IS. Atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytið gaf út breytingar- reglugerð nr. 1009/2019 um nýtt innlausnarfyrirkomulag þann 19. nóvember síðastliðinn í samræmi við endurskoðaðan samstarfssamn- ing um starfsskilyrði í sauðfjárrækt milli ríkis og bænda og breytingu á búvörulögum nr. 99/1993. Matvælastofnun, Búnaðarstofa, annast úthlutun greiðslumarks- ins og skal bjóða til sölu innleyst greiðslumark á núvirtu andvirði beingreiðslna næstu þriggja alm- anksára. Skilafrestur á beiðni um inn- lausn og kaup á greiðslumarki var til miðnættis 15. desember 2019. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er 5. janúar 2020. Með beiðni um innlausn (sölu) á greiðslumarki skal fylgja stað- festing um eignarhald að lögbýli og samþykki ábúanda, sameigenda og veðhafa í lög býlinu. Kaupandi greiðslumarks nýtir greiðslumark frá og með 1. janúar 2020. Rétt er að taka fram að ekki er sótt um kaup á greiðslumarki á Bændatorginu, heldur í AFURÐ á vefslóðinni afurd.is eða afurd.bondi. is. Fyrir skömmu var AFURÐ opnað fyrir framleiðendur í landbúnaði, en þar geta bændur komist inn á: • Jarðabók búsins. Heildar- upplýsingar um búið, tengiliðir, upplýsingar úr lögbýlaskrá (eigendur), stuðningsgreiðslur og greiðslumark. • Rafræna handbók um gæða- stýrða sauðfjárframleiðslu. • Umsóknir um stuðningsgreiðsl- ur. Aðeins er komin inn umsókn um kaup á greiðslumarki í sauðfé, en á næstu vikum og mánuðum færast umsóknir sem nú eru inni á Bændatorginu yfir á AFURÐ. Metanafgreiðsla við Miðhúsabraut. Akureyringar jákvæðir um að skipta í umhverfisvænni bíla Meirihluti Akureyringa sem tóku afstöðu í nýrri könnun um bifreiðakaup stefnir á að kaupa bíl sem er að hluta eða öllu leyti drifinn áfram af vist- vænum orkugjöfum. Rafbílar koma þar helst til greina, en þónokkur fjöldi fólks íhugar að kaupa tengi-tvinnbíl eða met- anbíl. Könnunin var gerð af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir Norðurorku og greint frá henni á vefsíðu Akureyrarbæjar. Spurt var um næsta bíl sem fólk telur líklegt að það kaupi með tilliti til orkugjafa. Um 30% stefna á að kaupa bensín eða dísilbíl, 23% raf- bíl, 18% tengi-tvinnbíl og um 1% metanbíl. 28% svarenda sögðust ekki vita það/tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Ef einungis er litið til þeirra sem tóku afstöðu kemur í ljós að 59% hugsa sér að kaupa næst bíl sem drifinn er áfram af vistvænum orkugjöfum; rafbíl, tengi-tvinnbíl eða metanbíl. 41% telja líklegt að bensín- eða dísilbíll verði næst fyrir valinu. Ótrúlegt að fleiri kjósi ekki metanbíla Þriðjungur þeirra sem tóku af- stöðu veðja á rafbíl, fjórðungur á tengi-tvinnbíl en aðeins tæp 2% á metanbíl. Þessar niðurstöður ríma við fréttir af því að ríflega sex þús- und fleiri rafbílar en metanbílar séu í umferð hér á landi. Haft er eftir Sigurði Inga Friðleifssyni, framkvæmdastjóra Orkuseturs, að það sé í raun ótrúlegt að ekki fleiri kjósi metan. Slíkir bílar séu ódýrari, eldsneytið sömuleiðis og því framlag inn í loftslagsbaráttuna með því að skipta úr óhreinum er- lendum orkugjafa fyrir hreina inn- lenda orku. Heilt yfir benda niðurstöður könnunarinnar til þess að stór hluti Akureyringa sé jákvæður gagnvart því að skipta yfir í umhverfisvænni bíla. /MÞÞFjórða vinnsluholan á Reykjum Um þessar mundir stendur yfir borun á fjórðu vinnsluholunni á Reykjum við Húnavelli vegna við- bótarvatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Á grundvelli niðurstöðu rann- sóknarborana í árslok 2018 var staðsetning þessarar holu sem mun verða 1.200 m djúp ákveðin. Áætlað er að borun ljúki í janúar eða febr- úar 2020. Verði árangur fullnægj- andi mun það auka rekstraröryggi veitunnar til framtíðar. Borverktaki er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. Þetta kemur fram á vefsíðu Rarik. /MÞÞ Borun hefur staðið yfir á fjórðu vinnsluholunni á Reykjum við Húnavelli vegna viðbótarvatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Hrútafundur í Hlíðarbæ: Hríshólslamb númer 31 stigahæst Vel var mætt að vanda á hrúta- fund sem haldinn var í Hlíðarbæ í lok nóvember, en tæplega 50 sauðfjárræktendur og áhugafólk var á staðnum. Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, fór yfir hrúta- kost sæðingastöðvanna og ýmis áherslumál greinarinnar. BSE veitti viðurkenningar fyrir þrjá stigahæstu lambhrúta sem skoðaðir voru í haust af ráðunaut- um RML. Þar stóð efstur, lamb nr. 32 á Hríshóli 2 með 89 stig sem Guðmundur S. Óskarsson og Helga Berglind Hreinsdóttir, bændur þar, eiga. Hann er undan Simba 18-779 sem er undan Tvistssyni. Á bakvið hann eru margir þekktir sæðishrútar eins og Saumur, Gosi auk Bergsstaðahrútanna Gaurs og Grámanns. Lambið var 63 kg, vöðvi 39, fita 3,9 lögun 5, leggur 110. Stigin við dóm : 8-8,5-9,5-10- 9,5-18,5-8-8-9 = 89 Í öðru sæti var lamb nr. 124 á Auðnum 1 í eigu Aðalsteins Heiðmanns Hreinssonar og Sigríðar Svavarsdóttur með 88,5 stig, undan Þræl 16-358 sem er heimahrútur, með ættir að mestu frá Auðnum og nágrannabæjum í Öxnadal. Bakvöðvi lambsins var 40 mm, sem var sá þykkasti sem mældur var hér í haust, ásamt lambi frá Kristnesi. Þyngd 56 kg. fita 3,5 lögun 5, leggur 114 og stig: 8-9-9-10-9-18,5-8-8-9 = 88,5. Þriðji var hrútur nr. 106 á Hríshóli í eigu Ingva Guðmunds- sonar og var hann einnig með 88,5 stig. Hrúturinn er undan Ragga 18-774 Guttasyni frá Þóroddsstöðum og Þoku 13-030 sem er undan Grámanni frá Bergsstöðum. Þyngd 50 kg, vöðvi 38, fita 2,5 lögun 5, leggur 110. Stig hans eru 8-8,5-9,5-10-9-18,5- 8-8-9=88,5. Átta aðrir hrútar voru með 88,5 stig en raðast neðar samkvæmt við- miðunarreglum RML. /MÞÞ Frá vinstri eru Aðalsteinn Heiðmann Hreinsson á Auðnum 1, þá Ingvi Guð- mundsson og Guðmundur S. Óskarsson á Hríshóli 2. Stigahæsti hrúturinn í Eyjafirði á liðnu hausti, lamb númer 32 á Hrís- hóli.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.