Bændablaðið - 19.09.2019, Qupperneq 14

Bændablaðið - 19.09.2019, Qupperneq 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201914 HLUNNINDI&VEIÐI Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is • Allar almennar vélaviðgerðir • Almenn renni- og fræsivinna • Rennum og slípum sveifarása • Málmsprautum slitfleti, t.d. á tjakkstöngum • Gerum við loftkælingu bíla • Almenn suðuvinna • Plönum hedd • Tjakkaviðgerðir alhliða vélaverkstæði Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! FRÉTTIR Rafræn umsókn opnuð á AFURÐ um kaup á greiðslumarki Sauðfjárbændur sem óska eftir að kaupa greiðslumark í sauðfé geta nú sótt um á þar til gerðri umsókn inn í greiðslukerfi landbúnaðar- ins, AFURÐ (vefslóð: www.afurd. is). Sótt er um með rafrænum hætti og þurfa umsækjendur að skrá sig inn með rafrænu skilríki í gegnum ÍSLAND.IS. Atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytið gaf út breytingar- reglugerð nr. 1009/2019 um nýtt innlausnarfyrirkomulag þann 19. nóvember síðastliðinn í samræmi við endurskoðaðan samstarfssamn- ing um starfsskilyrði í sauðfjárrækt milli ríkis og bænda og breytingu á búvörulögum nr. 99/1993. Matvælastofnun, Búnaðarstofa, annast úthlutun greiðslumarks- ins og skal bjóða til sölu innleyst greiðslumark á núvirtu andvirði beingreiðslna næstu þriggja alm- anksára. Skilafrestur á beiðni um inn- lausn og kaup á greiðslumarki var til miðnættis 15. desember 2019. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er 5. janúar 2020. Með beiðni um innlausn (sölu) á greiðslumarki skal fylgja stað- festing um eignarhald að lögbýli og samþykki ábúanda, sameigenda og veðhafa í lög býlinu. Kaupandi greiðslumarks nýtir greiðslumark frá og með 1. janúar 2020. Rétt er að taka fram að ekki er sótt um kaup á greiðslumarki á Bændatorginu, heldur í AFURÐ á vefslóðinni afurd.is eða afurd.bondi. is. Fyrir skömmu var AFURÐ opnað fyrir framleiðendur í landbúnaði, en þar geta bændur komist inn á: • Jarðabók búsins. Heildar- upplýsingar um búið, tengiliðir, upplýsingar úr lögbýlaskrá (eigendur), stuðningsgreiðslur og greiðslumark. • Rafræna handbók um gæða- stýrða sauðfjárframleiðslu. • Umsóknir um stuðningsgreiðsl- ur. Aðeins er komin inn umsókn um kaup á greiðslumarki í sauðfé, en á næstu vikum og mánuðum færast umsóknir sem nú eru inni á Bændatorginu yfir á AFURÐ. Metanafgreiðsla við Miðhúsabraut. Akureyringar jákvæðir um að skipta í umhverfisvænni bíla Meirihluti Akureyringa sem tóku afstöðu í nýrri könnun um bifreiðakaup stefnir á að kaupa bíl sem er að hluta eða öllu leyti drifinn áfram af vist- vænum orkugjöfum. Rafbílar koma þar helst til greina, en þónokkur fjöldi fólks íhugar að kaupa tengi-tvinnbíl eða met- anbíl. Könnunin var gerð af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir Norðurorku og greint frá henni á vefsíðu Akureyrarbæjar. Spurt var um næsta bíl sem fólk telur líklegt að það kaupi með tilliti til orkugjafa. Um 30% stefna á að kaupa bensín eða dísilbíl, 23% raf- bíl, 18% tengi-tvinnbíl og um 1% metanbíl. 28% svarenda sögðust ekki vita það/tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Ef einungis er litið til þeirra sem tóku afstöðu kemur í ljós að 59% hugsa sér að kaupa næst bíl sem drifinn er áfram af vistvænum orkugjöfum; rafbíl, tengi-tvinnbíl eða metanbíl. 41% telja líklegt að bensín- eða dísilbíll verði næst fyrir valinu. Ótrúlegt að fleiri kjósi ekki metanbíla Þriðjungur þeirra sem tóku af- stöðu veðja á rafbíl, fjórðungur á tengi-tvinnbíl en aðeins tæp 2% á metanbíl. Þessar niðurstöður ríma við fréttir af því að ríflega sex þús- und fleiri rafbílar en metanbílar séu í umferð hér á landi. Haft er eftir Sigurði Inga Friðleifssyni, framkvæmdastjóra Orkuseturs, að það sé í raun ótrúlegt að ekki fleiri kjósi metan. Slíkir bílar séu ódýrari, eldsneytið sömuleiðis og því framlag inn í loftslagsbaráttuna með því að skipta úr óhreinum er- lendum orkugjafa fyrir hreina inn- lenda orku. Heilt yfir benda niðurstöður könnunarinnar til þess að stór hluti Akureyringa sé jákvæður gagnvart því að skipta yfir í umhverfisvænni bíla. /MÞÞFjórða vinnsluholan á Reykjum Um þessar mundir stendur yfir borun á fjórðu vinnsluholunni á Reykjum við Húnavelli vegna við- bótarvatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Á grundvelli niðurstöðu rann- sóknarborana í árslok 2018 var staðsetning þessarar holu sem mun verða 1.200 m djúp ákveðin. Áætlað er að borun ljúki í janúar eða febr- úar 2020. Verði árangur fullnægj- andi mun það auka rekstraröryggi veitunnar til framtíðar. Borverktaki er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. Þetta kemur fram á vefsíðu Rarik. /MÞÞ Borun hefur staðið yfir á fjórðu vinnsluholunni á Reykjum við Húnavelli vegna viðbótarvatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Hrútafundur í Hlíðarbæ: Hríshólslamb númer 31 stigahæst Vel var mætt að vanda á hrúta- fund sem haldinn var í Hlíðarbæ í lok nóvember, en tæplega 50 sauðfjárræktendur og áhugafólk var á staðnum. Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, fór yfir hrúta- kost sæðingastöðvanna og ýmis áherslumál greinarinnar. BSE veitti viðurkenningar fyrir þrjá stigahæstu lambhrúta sem skoðaðir voru í haust af ráðunaut- um RML. Þar stóð efstur, lamb nr. 32 á Hríshóli 2 með 89 stig sem Guðmundur S. Óskarsson og Helga Berglind Hreinsdóttir, bændur þar, eiga. Hann er undan Simba 18-779 sem er undan Tvistssyni. Á bakvið hann eru margir þekktir sæðishrútar eins og Saumur, Gosi auk Bergsstaðahrútanna Gaurs og Grámanns. Lambið var 63 kg, vöðvi 39, fita 3,9 lögun 5, leggur 110. Stigin við dóm : 8-8,5-9,5-10- 9,5-18,5-8-8-9 = 89 Í öðru sæti var lamb nr. 124 á Auðnum 1 í eigu Aðalsteins Heiðmanns Hreinssonar og Sigríðar Svavarsdóttur með 88,5 stig, undan Þræl 16-358 sem er heimahrútur, með ættir að mestu frá Auðnum og nágrannabæjum í Öxnadal. Bakvöðvi lambsins var 40 mm, sem var sá þykkasti sem mældur var hér í haust, ásamt lambi frá Kristnesi. Þyngd 56 kg. fita 3,5 lögun 5, leggur 114 og stig: 8-9-9-10-9-18,5-8-8-9 = 88,5. Þriðji var hrútur nr. 106 á Hríshóli í eigu Ingva Guðmunds- sonar og var hann einnig með 88,5 stig. Hrúturinn er undan Ragga 18-774 Guttasyni frá Þóroddsstöðum og Þoku 13-030 sem er undan Grámanni frá Bergsstöðum. Þyngd 50 kg, vöðvi 38, fita 2,5 lögun 5, leggur 110. Stig hans eru 8-8,5-9,5-10-9-18,5- 8-8-9=88,5. Átta aðrir hrútar voru með 88,5 stig en raðast neðar samkvæmt við- miðunarreglum RML. /MÞÞ Frá vinstri eru Aðalsteinn Heiðmann Hreinsson á Auðnum 1, þá Ingvi Guð- mundsson og Guðmundur S. Óskarsson á Hríshóli 2. Stigahæsti hrúturinn í Eyjafirði á liðnu hausti, lamb númer 32 á Hrís- hóli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.