Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Side 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Side 9
á stóra mætti nefna: Gerð erfðaskráa, lífeyris- og eftirlaunamál, aðfarir og nauðungarsölur, stofnskrá fyrir minn- ingarsjóð, ráðleggingar vegna skatt- framtala, og þannig mætti áfram telja. Forsenda fyrir afgreiðslu mála af hálfu lögfræðiþjónustu ÖBI er sú að öryrkjar sem þangað leita aðstoðar leggi mál sitt fyrir með skýrum hætti og láti öll handbær gögn tengd mál- efninu fylgja með til upplýsinga. Þetta eru minnstu kröfur sem hægt er að gera til þeirra sem aðstoðar eru þurfi. Annar háttur sem hafður yrði á myndi leiða til þess að tími og réttur manna gæti farið til spillis. Jóhannes Albert Sævarsson, héraðsdómslögmaður. Hlerað í hornum Maður einn, Bjarni að nafni þótti heldur kvenhollur, en kona hans tók því með stakri stillingu. Einu sinni fóru bæði hjónin í fiskvinnu suður með sjó og svo fór að Bjarni hvarf og fór konan að leita hans. Hún fann Bjarna sinn bak við saltfiskstæðu að glingra þar við stelpu eina. Þá sagði konan með hægð: “Þú kemur svo Bjami minn þegar þú ert búinn”. ** Maður nokkur sendi Skattstofunni svohljóðandi bréf: “Fyrir 10 árum taldi ég rangt fram. Síðan hefi ég átt bágt með svefn. Sendi hér með 10.000,- krónur. Ef svefninn lagast ekki, sendi ég það sem á vantar”. ** Heildsali í Reykjavík var að hafa ofan af fyrir frú einni í fjarveru eigin- mannsins. Síminn hringdi og frúin svaraði, heilsaði með ástarorðum og bauð góða nótt af innileik miklum og sagði svo við heildsalann: “Ekki er það gott. Maðurinn minn situr og teflir við þig og þú hefur ekki unnið eina einustu skák”. ** Ritstjóri blaðs eins fékk grein senda frá kunningja sínum með þeim tilmælum að hann birti greinina en veldi henni fyrirsögn sjálfur. Ritstjór- inn svaraði um hæl: “Birti greinina, en framvegis bið ég þig að hafa það þannig að þú leggir til fyrirsögnina, ég skal semja greinina sjálfur”. Tvítugsafmæli tíundað Sá trausti og ötuli baráttumaður í málefnum okkar, Halldór S. Rafnar fv. framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, kom hér að máli við okkur sem oftar og minnti þá á það, að á þessu ári væru einmitt 20 ár frá því lögfræðiþjónusta Ör- yrkjabandalagsins hófst. Vel er við hæfi að geta hér um í riti bandalagsins, en Halldór gerði að vonum betur, því hann færði okk- ur fyrstu ársskýrsluna sem gerð var af hans hálfu, en Halldór var sem kunnugt er fyrsti forstöðumaður þessarar þjónustu, festi hana rækilega í sessi með far-sælum störfum sínum. Forstöðumenn þessarar þjónustu auk Halldórs hafa svo tveir verið, Jó- hann Pétur Sveinsson hdl. sem gegndi starfi þessu frá 1986 til dánardags og nú er það Jóhannes Albert Sævarsson hdl. sem hér erjar á akri. Halldór S. Rafnar. segir: “Hlustað á raunalegar ævi- sögur ýmissa öryrkja og önnur mál, sem ekki geta talizt falla undir neinn sérstakan flokk”. Halldór segir af hógværð sinni að óhætt muni að segja að flest þessara mála hafi verið til lykta leidd með mjög sæmilegum árangri, eink- um nefnir Halldór að nið- urfelling gamalla skulda hafi gengið eftir. Halldór segist í skýrslunni taka laun sem lögfræðingur í hálfu starfi, en daglega segir hann að 2 - 7 hafi leitað aðstoðar. Hingað í hús flutti svo þessi ágæti þáttur starfsins tveimur árum síðar og hefur verið hér síðan. Jóhann Pétur Sveinsson. En áður en við förum nánar út í það skulum við stuttlega grípa niður í fyrstu ársskýrsluna hans Hall- dórs sem er frá 19. nóv. 1976. Þar kemur fyrst fram að Tollstjórinn í Reykjavtk lánaði Öryrkjabandalagi íslands vinnuaðstöðu að Tryggva- götu 19 og þar var þjónustan fyrst til húsa. Þetta var hið höfðinglegasta boð - skrifstofuherbergi, aðstaða fyrir biðstofu við hliðina á skrifstofunni, sérsnyrtiherbergi fylgdi, ræsting, rafmagn og hiti - allt frítt. Þetta gerðist 13. febr. 1976. Svo fer Hall- dór skilmerkilega yfir þau mál sem hann hafi fengizt við þetta fyrsta starfsár sitt. Þarna er um 7 mála- flokka að ræða auk ýmissa mála og skulu upp taldir: Erfðamál, skatta- mál, skaðabótamál, hjúskaparmál, mál viðkomandi Tryggingastofnun ríkisins, húsnæðismál og húseigna- mál. I upptalningu ýmissa mála kenn- ir vissulega margra grasa og í lokin Jóhann Pétur Sveins- son tók svo við af Halldóri 1986þegarHall- dór varð framkvæmda- stjóri Blindrafélagsins og hér starfaði hann til endadægurs, átti hér vísa veru í viku hverri og fékk til sín fjölda mála. I einu fyrsta tölublaði þessa rits var einmitt á starf Jóhanns Péturs minnt vel og rækilega um leið og farið var yfir félagsmálastörf hans sem voru mörg og sannarlega vel af hendi leyst í hvívetna. I lítilli minn- ingargrein um Jóhann Pétur (látinn 5. sept. 1994) segir svo: “Hann var um árabil lögfræðingur Öryrkja- bandalags Islands og þar leituðu margir til hans og allra götu greiddi hann sem bezt. Bandalaginu var mikill akkur í hans ágætu störfum sem juku veg þess út á við sem inn á við”. Mæt er í muna minning þessa sanna sólskinsdrengs. Jóhannes Albert Sævarsson héraðsdómslög- maður tók svo við af Jóhanni Pétri gengnum og hefur annast þjónustu þessa nú með miklum sóma. Hann á hér að framan fróðleiksorð um þenn- an þátt í starfsemi Öryrkjabandalags Islands. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.