Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Page 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Page 21
Hlerað í hornum Eiginmaðurinn hringdi í lækni sinn um nótt og bað hann að koma strax, konan sín væri áreiðanlega með botn- langabólgu. Læknirinn kvað það ómögulegt, hann hefði einmitt tekið botnlangann úr eiginkonunni fyrir þrem árum eða sagði læknirinn: “Hefur þú heyrt að menn fengju annan botnlanga?” “Nei, en hefur þú ekki heyrt að menn fái sér aðra konu” ! ** Maður einn var spurður að því hvort starfsfélagi hans væri uppstökkur. “Það þarf a.m.k. ekki að setja í hann sápu, svo hann gjósi”, var svarið. ** Dyrabjöllunni var hringt og frúin fór til dyra. Úti fyrir stóð maður og sagðist vera að safna fyrir S.Á.Á., hvort hún ætti nokkuð til að gefa. Frúin hreytti út úr sér: “Jú, þið getið fengið hann Jón, eiginmann minn”. ** Miðaldra hjón voru í strætisvagni og troðfullt var í vagninum. Frúnni þótti bóndi sinn sæll á svip er honum var þrýst upp að föngulegri, ungri stúlku. Skyndilega snéri stúlkan sér við og rak manninum rokna kinnhest og hvæsti:“Þetta ætti að venja yður af að klípa ungar stúlkur”. Maðurinn botn- aði ekki neitt í neinu og sagði við frú sína, er þau yfirgáfu vagninn að ekki hefði hann gert stúlkunni neitt. “Það veit ég vel, enda var það ég sem kleip í rassinn á henni”, sagði frúin þá. ** Eldri maður fékk listmálara einn til að mála mynd af ungri konu sinni, en brá í brún þegar málarinn skilaði myndinni þar sem unga frúin var því nær nakin. Hann spurði málarann hvassyrtur hvað þessu ylli, en frúin var fljótari til svars: “Þér er óhætt að trúa því elskan, að hann málaði mynd- ina bara eftir minni”. ** Maður einn kom til læknis og kvartaði um þreytu og slen. Læknirinn spurði margs um mögulegar orsakir m.a. hversu oft á viku hann ætti ástafundi. Maðurinn svaraði:“Á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laug- ardögum”. Læknirinn brosti við og spurði hvort hann gæti nú ekki sleppt sunnudeginum. “Nei, það er mér lífsins ómögulegt, það er nefnilega eina kvöldið sem ég er heima”. Úthlutun úr Sjóði s Odds Olafssonar Hinn 26. apríl var í þriðja sinn úthlutað styrkjum úr Sjóði Odds Ólafssonar, en 26. apríl einmitt fæðingardagur Odds árið 1909. Styrkþegar voru að þessu sinni 8, námsstyrkir voru 6, einn styrkur veittur til námskeiðshalds, en aðeins einn styrkur til rannsóknarstarfa. Orðið hafði verið við öllum styrkbeiðnum, enda áttu allar fullan rétt á sér skv. ákvæðum í skipulagsskrá sjóðsins. í tilefni úthlutunar nú var haldin stutt en ljómandi góð athöfn í fundarsal Öryrkjabandalagsins Hátúni 10, en þar voru mættir þeir 6 styrkþegar er áttu heimangengt, tveir af sonum Odds Ólafssonar, Ólafur Hergill og Vífill, sjóðsstjórnarmenn og þeirra varamenn og fleiri góðir gestir. Formaður sjóðsstjómar flutti ávarp og minntist í upphafi hinnar mikilhæfu eiginkonu Odds Ólafssonar, Ragnheiðar Jóhannesdóttur, sem lézt á liðnum vetri, en Ragnheiður hafði einmitt í bæði skiptin áður afhent styrkina. Reis fólk úr sætum í virðingarskyni við þau horfnu heiðurshjón. Hann fór nokkrum orðum um hið mikla starf sem Oddur Ólafsson hafði af hendi innt um ævidaga, ekki sízt í þágu fatlaðs fólks á svo mörgum sviðum. Þar fór saman vökult frumkvæði og framkvæmd örugg og verka hans sér svo víða stað. Sjóðsaðstandendur eru: Hússjóður Öryrkja- bandalagsins, Samband íslenzkra berkla- og brjóstholssjúklinga og Öryrkjabandalag íslands, en á einhverri tíð var Oddur formaður í þessum samtökum öllum. Styrkupphæðir nú voru á bilinu 50 þús. kr. til 150 þús. kr. en alls var úthlutað 725 þús. kr. að þessu sinni. Að máli formanns loknu afhenti Ólafur Hergill Oddsson héraðslæknir viðstöddum styrkþegum sínar styrkupphæðir. Þessir voru styrkþegar nú: Arndís Ó. Hauksdóttir, Eyrún María Rúnarsdóttir, Félag heyrnarlausra, Jón H. Sigurðsson, Margrét Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Ámadóttir, Sunneva Þrándardóttir og Þjóðbjörg Guðjónsdóttir. Eyrún María fékk styrk til rannsókna á dyslexiu (les- og stafblindu ) og Félag heyrnarlausra til námskeiðshalds, en aðrir til náms erlendis sem innanlands. Ólafur Hergill flutti síðan kveðjur og þakkir þeirra systkina fyrir þá virðingu sem föður þeirra væri með þessu sýnd. Ámaði styrkþegum allra heilla með áform sín. Fólk þáði veitingar góðar og var athöfnin öll hin ánægjulegasta. Sjóðsstjóm skipa: Anna Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri frá Hússjóði Öryrkjabandalagsins, Davíð Gíslason læknir frá Sambandi íslenzkra berkla- og brjóstholssjúklinga - SÍBS og undirritaður frá Öryrkjabandalagi íslands og gegnir nú formennsku stjómar. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.