Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Page 24
Af stjórnarvettvangi
Fundur var haldinn í stjórn
Öryrkjabandalags íslands
þriðjudaginn 27. feb. 1996 og
hófst í Oddshúsi kl. 16.40. Formaður
setti fund og bauð alla velkomna og
sér í lagi þau sem ný voru á vettvangi:
Ingólf H. Ingólfsson varam. Geð-
hjálpar, Oddnýju Fjólu Lárusdóttur
aðalm. MS félagsins og Sigurð
Agústsson varam. Félags nýmasjúkra.
Fyrsta dagskrármálið var yfirferð
formanns á því helzta sem hafði verið
unnið að frá síðasta stjórnarfundi.
Bílakaupalánunum tókst með harð-
fylgi að halda inni hjá Trygginga-
stofnun áfram, en vextir voru hækk-
aðir úr einu upp í fjögur prósent.
Fagnaði formaður þessum augljósa
árangri vamarbaráttunnar. Hún minnti
því næst á afdrif láglaunasamninga
liðins árs fyrir lífeyrisþega, en mikið
vantaði á að þeir hefðu að fullu skilað
sér yfir til bótaþega. Málið hefði verið
lagt fyrir Umboðsmann Alþingis og
þar væri það nú í vinnslu. Hún greindi
frá fundi með fjármálaráðherra
Friðrik Sophussyni um skattamál o.fl.
Sér í lagi rætt um skerðingu bóta af
völdum félagslegrar aðstoðar. Einnig
greindi hún frá fundi með ráðuneytis-
stjóra heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytis, Davíð A. Gunnarssyni, þar
sem sömu mál að hluta hefðu verið
reifuð og rædd. Einnig rætt þar um
meðferð vasapeninga og ákveðið
ósamræmi þar milli laga og reglu-
gerðar, sem í athugun væri nú. Þá
greindi Ólöf formaður frá því að
væntanlegur væri bæklingur um
Öryrkjabandalagið og félög þess sem
Einar Örn Stefánsson hefði yfirum-
sjón með. Sá bæklingur yrði bæði til
á dönsku og ensku. Hún kvað stefnu-
skrárvinnu fyrir bandalagið mundu
hefjast um miðjan mars. Ólöf sagði
því næst frá ánægjulegum heimsókn-
um til félaga okkar sem frá var greint
í síðasta Fréttabréfi.
• •
Oryrkjabandalagið verður 35 ára
á þessu ári og í tilefni afmælis-
ins lagði framkvæmdastjórn til að
einhverju brýnu ákveðnu verkefni
yrði sómi sýndur með góðri gjöf. Fékk
hún samþykki fundarins til þess. Hún
greindi svo frá fróðlegum og góðum
ráðstefnum sem fulltrúar bandalags-
ins hefðu sótt m.a. á vegum félags-
málaráðuneytis, landlæknisembættis
og öldrunarráðs svo og menntamála-
ráðuneytis sem fyrir dyrum stóð. Ólöf
minnti þessu næst á átak Reykjavík-
urborgar í ferlimálum, gatnafram-
kvæmdum sér í lagi, átak í samvinnu
við Sjálfsbjörg í Reykjavík í tengslum
við úttekt borgarmannvirkja. 10 millj.
kr. eru nú sérmerktar hjá borginni til
þessa. I lokin gat hún svo um sölu-
sýningu á vegum Sjálfsbjargar í
Reykjavík í Ráðhúsinu þar sem lista-
menn gáfu félaginu fjölmarga list-
muni og málverk til að kosta fram-
kvæmdir á svæði félagsins við Vatns-
enda.
á var komið að fjárhagsáætlun
bandalagsins fyrir þetta ár og var
það gjaldkeri bandalagsins, Hafliði
Hjartarson, sem fór glögglega og vel
yfir alla liði og útskýrði allt það helzta.
Hann kvað áætlun síðasta árs hafa
með ágætum staðizt og bæri það vitni
góðri fjármálastjóm. I fjárhagsáætlun
er gert ráð fyrir 148 millj. kr. tekjum
frá Islenzkri Getspá, þar af verði
hlutur Hússjóðs rúmar 99 millj. kr. og
hlutur Öryrkjabandalagsins rúmar 48
millj. kr. Launa- og skrifstofukostnað-
ur er samtals rúmar 13.3 millj. kr.
Ýmis kostnaður þ.m.t. erlend sam-
skipti, funda- og kynningarkostnaður
tæpar 4.8 millj. kr. Utgáfa fréttabréfs
áætluð 5.1 millj. kr. Til samstarfs við
Þroskahjálp, til Starfsþjálfunar fatl-
aðra, til Tölvumiðstöðvar fatlaðra o.fl.
rúmar 1.9 millj. kr. Styrkir eru að
upphæð 9.5 millj. kr. Til atvinnumála
fatlaðra og Vinnustaða ÖBÍ 14.1
millj. Er þá allt það helzta talið og
tíundað. Að loknum nokkrum mæta-
góðum umræðum um áætlunina var
hún borin upp til samþykktar og sam-
þykkt einróma.
Næsti liður dagskrár var annars
vegar um fjárlagaafgreiðslu svo
og Framkvæmdasjóð fatlaðra hins
vegar og hafði Helgi Seljan þar
framsögu. Hann greindi frá helztu
niðurstöðum fjárlaga hvað trygginga-
mál varðaði, allnokkra lækkun heim-
ildarbóta, skerðingu bóta vegna fjár-
magnstekna frá og með 1. sept. '96,
lækkun bóta vegna þess að lagaskyldu
um greiðslu í lífeyrissjóði hefði ekki
verið sinnt, fækkun bifreiðakaupa-
styrkja hinna lægri úr 600 í 335 o.fl.
Minnti og á hækkun komugjalda til
heilsugæzlu- og heimilislækna og
sérfræðinga svo og fleiri hækkanir
þar. Hann vék svo sér í lagi að stöðu
Framkvæmdasjóðs fatlaðra, fjármun-
um hans nú til úthlutunar upp á nær
470 millj. kr. (257 á fjárlögum, 80 frá
Sólborg, 130 millj. kr. inneign í
Erfðafjársjóði). Hins vegar hefði
sjóðurinn átt að hafa á fjárlögum 390
millj. kr. í stað 257 millj. Nær fullbúin
tillaga að úthlutun lögð fyrir Stjómar-
nefnd af hálfu ráðuneytis og afar litlu
hægt þar um að þoka. Jafnræði milli
fötlunarhópa í úthlutun hverfandi
lítið. Fjölmörg félög fatlaðra sem
sinna mikilvægri þjónustu og viða-
miklum rekstri fyrir sitt fólk hvergi á
blaði, þó aðeins sé verið að sækja um
styrk til bráðbrýnna framkvæmda.
Helgi lagði til að þriggja manna hópur
yrði valinn til að fara yfir úthlutun
síðustu ára í ljósi þess, hvert jafnræði
er með fötlunarhópum þar og eiga
síðan fund með formanni Stjórnar-
nefndar svo og ráðherra félagsmála
um þróun þessara mála. Það var sam-
þykkt. Miklar umræður urðu um þetta
mál og víða gætti mikillar óánægju
með það hversu Framkvæmdasjóður
fatlaðra sniðgengi þarfir hinna ýmsu
félaga fatlaðra og stórframkvæmdir í
þágu þeirra fólks sem hið opinbera
ætti raunar að sjá fyrir, fengju óveru-
legan eða engan stuðning til verkefna
sinna. Nú hefði þó um þverbak keyrt.
Nauðsyn bæri til þess að Fram-
kvæmdasjóður fatlaðra stæði undir
nafni sem sjóður er allir fötlunarhópar
ættu fullan rétt til fyrirgreiðslu frá.
á var tekin fyrir tilnefning banda-
lagsins í Umferðarráð. Sam-
þykkt var að aðalmaður skyldi vera
Hafliði Hjartarson og til vara yrði
Guðríður Ólafsdóttir. Formaður ræddi
að lokum nýjar tillögur um Ferðaþjón-
ustu fatlaðra sem til umsagnar banda-
24