Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 5
Margrét í góðra vina hópi hjá Hringsjá. verksmanni sem var mjög haltur og stamaði. Oft sat ég lítil stelpa og horfði á hann flétta reipi, verklagið hans var svo fallegt. í barnaskóla kenndi mér kona sem vantaði aðra höndina. Hún hét Guðrún Sveins- dóttir og var svo dugleg og áhuga- söm, að aldrei var hægt að sjá að hún væri fötluð. Hún teiknaði á dúka, kenndi út- skurð, prjón og útsaum - og á vorin voru heilu snúrurnar af handavinnu nemenda. „Þú giftist aldrei, svona fötluð,“ sögðu foreldar hennar og sendu hana í Kennaraskólann. Þannig var viðhorfið til fatlaðra. Fimm ára kynntist Margrét alvöru lífsins. Þá veiktist faðir hennar, Mar- geir Jónsson, fræðimaður og kennari, af berklum og var ijögur ár á Krist- neshæli. „Þegar hann komst loks heim, varð hann fyrir því slysi að fót- brotna og var mjög fatlaður eftir það. Hann lést 53ja ára, þá var ég 13 ára,“ segir Margrét. Þótt Margrét telji að fyrsta mótun hafi ekki haft áhrif á starfsval sitt, þá hefur sjálfsagt eitthvað blundað í sálinni, kannski handverk fatlaða fólksins sem hún umgekkst í bernsku. argrét er menntaður félagsráð- gjafi, einn af þeim fyrstu hér á landi. „Eg var fyrsti Islendingurinn í Félagsráðgjafaskólanum í Kaup- mannahöfn", segir hún. Sigurjón var við sérnám í Kaupmannahöfn frá 1955-60 og Margrét notaði tímann til að mennta sig. Þau hjónin stofna Geðverndarstöð bama á Heilsuverndarstöð Reykja- víkur strax eftir námsdvölina erlendis og vinna þar saman í nokkur ár. Arf- taki hennar er Geðverndardeild barna við Dalbraut. Veturinn 1973-'74 kenndi Margrét félagsfræði í Gæslusystraskólanum á Kópavogshæli, undanfara Þroska- þjálfaskólans. Hún segir að hulan sem hvíldi yfir þessum málum hafi vakið forvitni sína. „Hér var aldrei talað um vangefna fólkið. Það var i felum á þessum tíma. Úti í Danmörku voru mál þroskaheftra miklu lengra komin. Einn þáttur í námi mínu að kynna sér allar félagslegar hliðar og stofnanir fyrir vangefna. Hér heima spurði maður sjálfan sig: Hvar er þetta fólk? A þessum árum var miklu fleira fólk sett inn á hæli en hefði þurft. Kópa- vogshælið var dæmi um altæka stofn- un, þar sem dvalarfólk hafði ekkert að segja um eigið líf. Ég kynntist þessu frá mörgum hliðum: sjónar- horni foreldra, stjórnenda og sem fræðimaður.“ Fyrsti ráðgjafinn Ástandið knýr Margréti til að sækja um styrk til að kynna sér málefni fatl- aðra í Bretlandi. Styrkinn fær hún frá British Council og fer í sex vikna námsferð um Bretland, og heimsækir 37 stofnanir í Bretlandi, Skotlandi og Wales. í framhaldi af námsferðinni fer hún að vinna hjá Styrktarfélagi vangefinna sem ráðgjafi fyrir starfs- fólk og foreldra. Þetta var árið 1976. „Ég skynjaði strax mikla vanlíðan hjá foreldrum þessara barna. Þau höfðu aldrei fengið stuðning til að ræða opinskátt um börn sín. Ég beitti þeirri aðferð að búa til 5-6 manna hópa sem ég vann með í tvo vetur. Strax kom í ljós mikil þörf innan hvers hóps að ræða sína reynslu við aðra foreldra. Einhvern hafði vantað til að opna fyrir þessa tjáningu. Fundirnir voru alltaf á kvöldin svo að báðir foreldrar gætu tekið þátt í þessari hópmeðferð. Fljótlega fann ég fyrir létti hjá fólkinu, loks var eitt- hvað verið að hjálpa þeim. Sjálf lærði ég mikið í þessu starfi sem var ákaf- lega gefandi. Mikið ófremdarástand var í mál- um þroskaheftra barna á þess- um tíma, til dæmis fengu þau ekki inni á leikskólum og ekki til siðs að þau sæjust á almannafæri. Fyrsta tilraun til að koma þeim út á meðal fólks var gerð eftir að ég hafði treyst sambönd foreldranna innbyrðis. Þá fóru foreldrar og börn saman á skíði í Bláfjöll. Allt var gert í fyrsta skipti! Foreldrarnir treystu sér ekki til að stoppa hjá mesta fólks- fjöldanum við lyfturnar, svo að við fórum aðeins afsíðis. Þessi fyrsta ferð leiddi tvennt í ljós. í fyrsta lagi voru börnin ekki undir smásjá, ekki verið að horfa á þau. í öðru lagi gátu þau gert miklu meira en við höfðum álitið. Siðan fóru foreldrar að fara út á meðal fólks með börnin, strax og ég skynjaði kjark hjá þeim. Fyrsti veturinn opnaði þeim að nokkru leið út í sam- félagið. Mér var löngu orðið ljóst, að þessi börn skorti tilfinnanlega kennslu," segir Margrét. „Kópavogshælið var með einn kennara fyrir 210 vistmenn og áætlanir voru uppi um að fjölga vistfólki upp í 360 manns. Auðvitað þurfti að ráða miklu fleiri kennara og brýn þörf var á nýrri reglugerð sem heimilaði börnunum kennslu.“ Margrét lét ekki sitja við orðin tóm. Hún átti sæti í stjórnarnefnd ríkisspítalanna í nokkur ár og var samtímis tilnefnd að vinna að reglu- gerð um sérkennslu á vegum mennta- málaráðuneytisins. Sú reglugerð kom út 1977. Ný hugmyndafrœði - ný lög Nauðsynlegt var líka að breyta hugsunarhætti fólks gagnvart fötluð- FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.