Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 37
Gátur
Hér koma svo nokkrar gátur, sumar felldar í vísu-
form, aðrar ekki. Allerfiðar eru þær óneitanlega og
sumar þeirra höfða meir til fyrri tíma, en gaman fyrir get-
spaka að spreyta sig. Það er hún Elín Þorbjarnardóttir
sem sendir okkur þessar góðu gátur og hafi hún þökk
fyrir.
1. Þegar ég hleyp sem hraðast, hreyfi ég ekki fæturna úr stað?
2. Þegjandi mælir þerna hér,
þrætum yfir ljótum,
sigurnagla sú þó ber
sér í tungurótum.
3. Karl gekk út um nótt og gerði það sem guð gat ekki.
4. Hver er það sem ekki er bróðir minn, ekki systir mín, en þó barn
móður minnar?
5. Hver er sá er hleypur dauður heim á láði,
oftast hraður, aldrei glaður
eins og sérhver lifandi maður?
6. Hvað er það ekki neitt,
sem öllu getur breytt
og aukið til ómælanda?
Það eilífðinni er einni líkt
en ekki má ég segja slíkt
því allt er þá auðráðanda?
7. Hvað er það sem þú hefur á hægri hendi hvort sem þú ferð frá austri
til vesturs eða vestri til austurs?
8. Hvað er fljótara á ferðinni en ljósið?
9. Einn er sá er allir líta og eins konungar,
en gylfi sólar séð ei hefur,
svoddan gáta skilnings krefur?
Ath. Gylfi sólar = Guð
10. Hver er sá faðir sem etur öll börnin sín?
Svör við gátum á bls.49
frá Geysi. Þar kynntu þau sér vel
starfsemina og tóku þátt í hinu dag-
lega amstri þarlendra.
Hilmar Harðarson skrifar: Litla
sögu um geðsjúkdóm en hann
hefur verið haldinn sjúkdómi er kall-
ast geðrof. Hreinskilið og eftirtektar-
vert uppgjör og öll spil lögð á borðið,
saga hörmulegra atburða og ástands,
en um leið litið til bjartari tíðar m.a.
segir Hilmar að það gefi sér mikið að
starfa innan Geysis. Geysir er gosinn
eftir Ólaf Jakobsson og Stefaníu segir
nokkuð frá sögu klúbbsins, opnun-
inni í Hátúni 10 og um leið frá eigin
vinnu - fullri vinnu skv. ráðningu til
reynslu.
Einn i skáp lýsir baráttunni við for-
dómana og því hvað sé nú í raun af-
brigðilegt og þá hvað eðlilegt. Sömu-
leiðis lýsir Einn í skáp afleiðingum
sparnaðar í heilbrigðiskerfinu og endar
á að segja: Aukum fjárveitingar í heil-
brigðiskerfið og spörum.
Nonni spyr svo vinnuveitendur:
Viltu ráða starfsmann sem mætir
100% en á því kerfi byggir Klúbb-
urinn Geysir einmitt.
Umljöllun um hressilegt gos hæfir
að ljúka á órímuðu ljóði Þórnýjar:
H.S.
L-jóð
Ég fæddist eins og þú.
Sleit barnsskónum.
...Ég þótti sérstakur krakki.
Og uppreisnargjarn
unglingur.
Árin liðu.
Smátt og smátt heltist ég úr
lestinni.
Umhverfið kallaði:
STATTU
SITTU
GERÐU
VERTU
Ég dró mig inn í skel.
Þar er svo gott að vera.
Tíminn leið í deyfð og
myrkri.
Sjálfsmatið ekkert.
Svo kallaði sólin:
KOMDU ÚT!!!
Fólk, með sömu reynslu.
...Ég er þá ekki alveg ein.
Það er svo gott að vita að
maður er ekki
einn....í fjöldanum.
Þórný.
Hlerað í horniim
í miklu hófi í tilefni af merkisafmæli
góðborgara eins vildi svo til að
frænka afmælisbarnsins var í einstak-
lega stórrósóttum kjól og var rétt við
ræðupúltið þegar veislustjóri gaf
orðið laust. Sá sem fyrst kom í ræðu-
stólinn hóf mál sitt svo:
“Ég sé að ég verð hér að ganga fram
fyrir skjöldu.” Þá gall við í þeim sem
stóð við hlið þeirrar í stórrósótta
kjólnum. “Kallarðu aumingja
konuna Skjöldu?”.
Jón Pálmason, sem lengi var forseti
Sameinaðs Alþingis, bjó uppi á lofti
yfir drengjafataversluninni Nonna,
þegar hann dvaldi í Reykjavík.
Nú bauð hann sýslumanni einum
utan af landi heim til sín, en af því
hann var ekki nógu viss um ratvísi
sýslumanns stóð hann fyrir dyrum
úti. Þegar sýslumaður kom svo sagði
Jón: “Ja, þú hefur ekki verið í vand-
ræðum með að rata.” “Þetta var nú
enginn vandi. Það stendur nafnið
þitt á húsinu stórum stöfum: Nonni.”
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
37