Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 19
Þrjú sem að ráðstefnunni unnu ágætlega. ingum úr atvinnulífinu, þá fengum við að heyra það að verkefnið hjá okkur væri nokkuð góð handbók um það hvernig eigi að stofiia saltfisk- verkun. Það veitti alveg nógu góðar upplýsingar um það hvað þarf að vera til staðar þegar svona saltfiskverkun er sett á laggirnar. Síðan var mér boðið að taka eitt ár í viðbót og ljúka náminu með BS gráðu. Sumarvinna og framhaldsnám Um sumarið 1997 hafði ég látið skrá mig í atvinnumiðlanir, meðal annars hjá atvinnumiðlun stúdenta. Þeir vissu að ég var blind og þeir settu það ekki sem viðmiðun. I gegn- um þessa miðlun fékk ég tímabundna vinnu hjá Þjóðsögu ehf. Þetta var mjög lifandi og skemmtilegt starf. En í byrjun ágústmánaðar veiktist ég og var síðan lögð inn á spítala, þar sem ég var í 6 mánuði. A meðan ég var á spítalanum kom kona sem vann með mér hjá Þjóðsögu í heimsókn til mín með mjög fallegan rósavönd og einnig með uppsagnarbréf, enda var ég ráðin - eins og aðrir - í tímabundið verkefni. Samt fékk ég að vinna tveim vikum lengur en flestir aðrir. Eg þakka Þjóðsögu innilega fyrir að hafa leyft mér að vinna hjá sér um sumarið 1997. Þessir sumarmánuðir eru mér alveg ógleymanlegir vegna þess að ég fékk vinnu. Vegna veik- inda minna tafðist ég við framhalds- námið, en engu að síður brautskráðist ég með B Sc. gráðu sem vörustjórn- unarfræðingur þann 23. janúar 1999. Lögmálið Eg var aldrei sátt við það, hvernig komið var fram við mig í Háskól- anum og var, eftir mikla leit að lög- fræðingi sem vildi hjálpa mér, búin að fá Ragnar Aðalsteinsson til að fara með mitt mál gegn Háskólanum. Að- stoðarmaður hans var Ragnar Tómas Arnason. Málið var dómtekið í janú- ar 1998, en þá lá ég á Landspítal- anum. Eg varð samt að mæta í yfir- heyrslu. Og þangað mætti ég með hjúkrunarfræðing með mér af spítal- anum. Ég hélt það út til klukkan eitt eftir hádegi en þá gat ég ekki þraukað lengur þarna niðri í Héraðsdómi og hjúkrunarfræðingurinn fór með mér aftur upp á spítala. Ég gjörtapaði málinu, en Ragnar Aðalsteinsson var ekki ánægður með þessa niðurstöðu svo hann kærði málið áfram til Hæstaréttar. Þar var málið tekið upp aftur 29. janúar 1999 og dómurinn var kveðinn upp tæplega viku seinna, en þá vann ég málið. Þetta hefði aldrei tekist nema vegna þess hvað ég var með góðan lögfræðing. Ragnar Aðalsteinsson var sá eini sem vildi taka þetta mál að sér fyrir mig og færi ég honum og aðstoðarmanninum bestu þakkir fyrir. Leit að vinnu Jæja, nú var ég orðin brautskráður vörustjórnunarffæðingur og þurfti að fara að leita mér að vinnu. Ég skráði mig hjá flestum atvinnumiðlunum á stór-Reykjavíkur svæðinu og lét þeim í té allar upplýsingar um mig, nám mitt og fyrri störf. Með góðra manna hjálp sendi ég út mjög margar atvinnuumsóknir, sem stundum var svarað og stundum ekki. Oft fékk ég ekki gögnin til baka en þegar ég reyn- di að fá þau send aftur, voru við- brögðin stundum mjög óskemmtileg. En ég kærði mig ekki um að þessar upplýsingar um mig væru alls staðar. En stundum var ég nú samt kölluð í atvinnuviðtal, en þessi viðtöl gátu stundum orðið mjög furðuleg. Stundum kom í ljós að viðkomandi aðili hafði ekki lesið gögnin sem ég sendi honum. Nokkrum sinnum vissi einstaklingurinn sem ég talaði við ekki að ég væri blind og gengi með hækju. Sumir vildu ekki tala við mig meira þegar ég var búin að segja frá því að ég væri blind. Aðrir spurðu furðulegra spurninga: “Hvernig getur þú skrifað?” “Hvernig getur þú tekið niður minnisatriði?” “Hvernig í ósköpunum vinnur þú á tölvur, þar sem þú sérð ekki hvað þú ert að skrifa?” “Þarf ekki að vera svo mik- ill aukabúnaður?” En eini aukabún- aður sem ég þarf er hljóðgerfill sem heitir Jaws, þó svo ég sé heima líka með blindraskjá. Þegar ég þarf að muna eitthvað heilmikið þá nota ég segulband sem er svo lítið að það kemst fyrir í lóf- anum á manni. Ég hef það stundum á tilfinningunni, þegar ég tala við fólk sem þekkir ekkert til blindra, að það heldur að maður sé eitthvað van- gefinn eða misþroska. Ég veit ekki betur en vorið 1998 hafi útskrifast tveir blindir nemendur frá framhalds- skóla. Annar nemandinn var í Menntaskólanum við Hamrahlíð með hæstu einkunn og var þessi stúlka mjög mikið sjónskert, sem sagt lög- blind. Einnig útskrifaðist piltur úr Verslunarskóla Islands með hæstu einkunn, en þessi piltur er blindur og er núna við nám í Bandaríkjunum í mjög virtum háskóla. Loksins vinna! Svo var það 19. ágúst núna í fyrra- sumar að ég var beðin um að halda smáfyrirlestur á Grandhóteli og tala þar um skólann og atvinnulifið hjá blindum í framtiðinni, í tilefni 60 ára afmælis Blindrafélagsins. Ég flutti minn fyrirlestur á fimmtudags- FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.